Tónlistarhátíðin All Tomorrow's Parties fór vel fram í gær í blíðskaparveðri. Tónlistarhátíðin er haldin í Ásbrú Keflavík sem er viðeigandi þar sem hátíðin er yfirleitt haldin á svæðum sem eru úr alfaraleið.
Tónlistarmennirnir Bardo Pond clipping, Daniel Bjarnason, Drive Like Jehu, Godspeed You!, Black Emperor, Iceage, JFDR, Mr Silla, Mudhoney, Oyama, The Bug, The Field, Valgeir Sigurdsson og White Hills stigu á stokk í gær og veðrið var gott svo tónleikagestir gátu tyllt sér á útisvæði milli tónleika.
Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, kíkti á hátíðina í gær og tók myndir sem sjá má í myndasafninu hér að ofan.
Vísir á ATP: Föstudagurinn á ATP fór vel fram í blíðskaparveðri
Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar

Fleiri fréttir
