Á fimmtudag voru einmitt tíu ár upp á dag frá því Snoop kom síðast fram hér á landi á tónleikum í Egilshöll.

Davíð og Arnar ræddu auk þess við liðskonur danshóps sem voru að undirbúa sig fyrir tónleika kvöldsins.
Stelpurnar virtust renna nokkuð blint í sjóinn, enda Snoop ekki með fyrirframmótað prógramm og spilar mest eftir eyranu. Þær sögðust þó hlakka mikið til.