Aníta í 3. sæti | Tókst ekki að verja Evrópumeistaratitilinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. júlí 2015 00:01 Anítu tókst ekki að verja Evrópumeistaratitilinn sem hún vann fyrir tveimur árum. vísir/getty Aníta Hinriksdóttir endaði í 3. sæti í úrslitum í 800 metra hlaupi á Evrópumóti 19 ára og yngri sem fer fram í Eskilstuna í Svíþjóð. Aníta var fyrst eftir fyrri hringinn en gaf verulega eftir á lokasprettinum og missti tvo keppendur fram úr sér. Anítu mistókst þannig að verja Evrópumeistaratitilinn sem hún vann á Ítalíu fyrir tveimur árum. Aníta kom í mark á 2:05,04 mínútum en hin belgíska Renée Eykens varð hlutskörpust á tímanum 2:02,83. Sara Schmidt frá Þýskalandi endaði í 2. sæti á tímanum 2:04,55. Upplýsingar um tíma keppenda í úrslitahlaupinu má finna hér. Aníta komst örugglega í úrslitahlaupið en hún var með besta tímann af öllum sem hlupu í undanrásunum. Aníta kom þá í mark á 2:05,01 mínútum.Bein textalýsing: Hlaup hálfnað: Aníta er fyrst eftir 400 metrana. Fyrir hlaup: Þetta er að fara af stað. Okkar kona er tilbúin. Fyrir hlaup: Aníta keppti á EM innanhúss í Prag í mars þar sem hún endaði í 5. sæti. Þar var hún að keppa gegn mun eldri og reyndari hlaupurum en ÍR-ingurinn kom í mark á 2:02,74 mínútum. Umfjöllun Vísis um mótið má lesa hér. Fyrir hlaup: Aníta náði sér ekki nógu vel á strik í 800m hlaupinu á Smáþjóðaleikunum á Íslandi í síðasta mánuði. Aníta varð að sætta sig við silfurverðlaunin en hún hljóp á tímanum 2:09,10 mínútum. Hún vann hins vegar öruggan sigur í 1500m hlaupinu þar sem hún kom í mark á 4:26,37 mínútum. Besti tími hennar í 1500m hlaupi er 4:15,14 mínútur. Fyrir hlaup: Aníta var með besta tímann af öllum sem hlupu í undanrásunum en hún kom í mark á 2:05,01 mínútum. Hin þýska Kalis Mareen var með næstbesta tímann, 2:05,47, og landa hennar, Sarah Schmidt var með þriðja besta tímann, eða 2:05,85. Listann yfir keppendur í úrslitahlaupinu má finna með því að smella hér. Fyrir hlaup: Aníta er sú eina sem keppti til úrslita í 800m hlaupinu fyrir tveimur árum sem hleypur til úrslita í dag. Aníta var yngst keppenda í úrslitahlaupinu á EM 2013, aðeins 17 ára gömul, en Aníta er fædd 13. janúar 1996. Fyrir hlaup: Besti tími Anítu á árinu er 2:01,50 en hún hljóp á þeim tíma í Oordegem-Lede í Belgíu, 23. maí. Besti tími Anítu í greininni er hins vegar 2:00,49 sem hún náði á móti í Mannheim 30. júní 2013. Fyrir hlaup: Aníta vann, sem frægt er orðið, gullverðlaun í 800m hlaupi á EM ungmenna árið 2013 en þá var keppt í Rieti á Ítalíu. Aníta kom þá í mark á 2:01,14 mínútum, 32 hundraðhlutum úr sekúndu á undan Olenu Sidorska frá Úkraínu. Sama ár vann hún einnig til gullverðlauna á HM ungmenna í Donetsk í Úkraínu en þá hljóp Aníta á 2:01,13 mínútum.Fyrir hlaup: Góðan daginn og velkomin í beina textalýsingu frá úrslitahlaupinu í 800 metra hlaupi kvenna á EM undir 19 ára og yngri í Eskilstuna í Svíþjóð þar sem Aníta Hinriksdóttir er á meðal keppenda. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta auðveldlega í úrslit Evrópumeistarinn hóf titilvörnina með stæl í Eskilstuna í Svíþjóð. 16. júlí 2015 14:15 Aníta stefnir á að bæta Íslandsmetið í úrslitahlaupinu Hlaupadrottning reynir að verja Evrópumeistaratitil sinn í Eskilstuna á morgun þegar hún hleypur til úrslita í 800 metra hlaupi á EM U19. 17. júlí 2015 17:30 EM unglinga hefst í dag | Aníta á titil að verja Fjórir íslenskir keppendur taka þátt á EM 19 ára og yngri sem hefst í Eskilstuna í Svíþjóð í dag. 16. júlí 2015 08:04 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir endaði í 3. sæti í úrslitum í 800 metra hlaupi á Evrópumóti 19 ára og yngri sem fer fram í Eskilstuna í Svíþjóð. Aníta var fyrst eftir fyrri hringinn en gaf verulega eftir á lokasprettinum og missti tvo keppendur fram úr sér. Anítu mistókst þannig að verja Evrópumeistaratitilinn sem hún vann á Ítalíu fyrir tveimur árum. Aníta kom í mark á 2:05,04 mínútum en hin belgíska Renée Eykens varð hlutskörpust á tímanum 2:02,83. Sara Schmidt frá Þýskalandi endaði í 2. sæti á tímanum 2:04,55. Upplýsingar um tíma keppenda í úrslitahlaupinu má finna hér. Aníta komst örugglega í úrslitahlaupið en hún var með besta tímann af öllum sem hlupu í undanrásunum. Aníta kom þá í mark á 2:05,01 mínútum.Bein textalýsing: Hlaup hálfnað: Aníta er fyrst eftir 400 metrana. Fyrir hlaup: Þetta er að fara af stað. Okkar kona er tilbúin. Fyrir hlaup: Aníta keppti á EM innanhúss í Prag í mars þar sem hún endaði í 5. sæti. Þar var hún að keppa gegn mun eldri og reyndari hlaupurum en ÍR-ingurinn kom í mark á 2:02,74 mínútum. Umfjöllun Vísis um mótið má lesa hér. Fyrir hlaup: Aníta náði sér ekki nógu vel á strik í 800m hlaupinu á Smáþjóðaleikunum á Íslandi í síðasta mánuði. Aníta varð að sætta sig við silfurverðlaunin en hún hljóp á tímanum 2:09,10 mínútum. Hún vann hins vegar öruggan sigur í 1500m hlaupinu þar sem hún kom í mark á 4:26,37 mínútum. Besti tími hennar í 1500m hlaupi er 4:15,14 mínútur. Fyrir hlaup: Aníta var með besta tímann af öllum sem hlupu í undanrásunum en hún kom í mark á 2:05,01 mínútum. Hin þýska Kalis Mareen var með næstbesta tímann, 2:05,47, og landa hennar, Sarah Schmidt var með þriðja besta tímann, eða 2:05,85. Listann yfir keppendur í úrslitahlaupinu má finna með því að smella hér. Fyrir hlaup: Aníta er sú eina sem keppti til úrslita í 800m hlaupinu fyrir tveimur árum sem hleypur til úrslita í dag. Aníta var yngst keppenda í úrslitahlaupinu á EM 2013, aðeins 17 ára gömul, en Aníta er fædd 13. janúar 1996. Fyrir hlaup: Besti tími Anítu á árinu er 2:01,50 en hún hljóp á þeim tíma í Oordegem-Lede í Belgíu, 23. maí. Besti tími Anítu í greininni er hins vegar 2:00,49 sem hún náði á móti í Mannheim 30. júní 2013. Fyrir hlaup: Aníta vann, sem frægt er orðið, gullverðlaun í 800m hlaupi á EM ungmenna árið 2013 en þá var keppt í Rieti á Ítalíu. Aníta kom þá í mark á 2:01,14 mínútum, 32 hundraðhlutum úr sekúndu á undan Olenu Sidorska frá Úkraínu. Sama ár vann hún einnig til gullverðlauna á HM ungmenna í Donetsk í Úkraínu en þá hljóp Aníta á 2:01,13 mínútum.Fyrir hlaup: Góðan daginn og velkomin í beina textalýsingu frá úrslitahlaupinu í 800 metra hlaupi kvenna á EM undir 19 ára og yngri í Eskilstuna í Svíþjóð þar sem Aníta Hinriksdóttir er á meðal keppenda.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta auðveldlega í úrslit Evrópumeistarinn hóf titilvörnina með stæl í Eskilstuna í Svíþjóð. 16. júlí 2015 14:15 Aníta stefnir á að bæta Íslandsmetið í úrslitahlaupinu Hlaupadrottning reynir að verja Evrópumeistaratitil sinn í Eskilstuna á morgun þegar hún hleypur til úrslita í 800 metra hlaupi á EM U19. 17. júlí 2015 17:30 EM unglinga hefst í dag | Aníta á titil að verja Fjórir íslenskir keppendur taka þátt á EM 19 ára og yngri sem hefst í Eskilstuna í Svíþjóð í dag. 16. júlí 2015 08:04 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Aníta auðveldlega í úrslit Evrópumeistarinn hóf titilvörnina með stæl í Eskilstuna í Svíþjóð. 16. júlí 2015 14:15
Aníta stefnir á að bæta Íslandsmetið í úrslitahlaupinu Hlaupadrottning reynir að verja Evrópumeistaratitil sinn í Eskilstuna á morgun þegar hún hleypur til úrslita í 800 metra hlaupi á EM U19. 17. júlí 2015 17:30
EM unglinga hefst í dag | Aníta á titil að verja Fjórir íslenskir keppendur taka þátt á EM 19 ára og yngri sem hefst í Eskilstuna í Svíþjóð í dag. 16. júlí 2015 08:04