BDSM-samtökunum meinuð þátttaka í gleðigöngunni í fyrra og verða ekki með í ár Birgir Olgeirsson skrifar 15. júlí 2015 15:12 Skiptar skoðanir eru um þátttöku BDSM-samtakanna í gleðigöngunni. Vísir/Stefán Karlsson BDSM-samtökin munu ekki taka þátt í gleðigöngunni á Hinsegin dögum í Reykjavík í ár. Samtökin sóttu ekki um að taka þátt í göngunni í ár eftir að hafa fengið neitun í fyrra en höfðu áður verið hluti af MSC-vagninum í gleðigöngunni. „Við áttum í töluverðum samskiptum við félagið í fyrra og niðurstaðan varð sú að þau tækju ekki þátt í göngunni í fyrra,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri stjórnar Hinsegin daga í Reykjavík, þegar hann er spurður út í málið. Fyrst var greint frá málinu á vefnum Gay Iceland þar sem Friðrika Benónýsdóttir ræðir við Magnús Hákonarson, formann BDSM-samtakanna á Íslandi, sem segir mörgum hafa sárnað þegar samtökunum var meinuð þátttaka í fyrra. Hann segist vita af mörgum innan samfélags samkynhneigðra sem finnst forsvarsmenn Hinsegin daga og gleðigöngunnar vera teprulegir vegna ákvörðunarinnar.Gunnlaugur Bragi BjörnssonGunnlaugur Bragi segir ýmsar ástæður fyrir því að BDSM-samtökin fengu ekki að taka þátt í göngunni í fyrra. „Ein af þeim ástæðum er sú að stjórn og forsvarsmenn hátíðarinnar hreinlega töldu sig ekki hafa næga þekkingu á málstað BDSM-félagsins til að geta svarað fyrir þeirra atriði eða þeirra þátttöku. Það er í okkar höndum að svara fyrir hvað það er sem kemur þarna fram í okkar nafni,“ segir Gunnlaugur Bragi. „Hinsegin dagar eru auðvitað mannréttinda og menningarhátíð hinsegin fólks þar sem við berjumst fyrir réttindum þess hóps og mannréttindum meðan það eru mjög skipta skoðanir á því bæði hversu djörf hátíðin er í dag og hversu mikið kynlíf og kynlífsfrelsi eigi heima undir þessum hatti. Það eru mjög skiptar skoðanir á því.“ Hann segir stjórn Hinsegin daga og forsvarsmenn gleðigöngunnar hins vegar hafa hvatt BDSM-samtökin til að opna umræðuna fyrst með fræðslufyrirlestrum. „Við tókum svo sjálf það skref áfram og vorum með fræðsluerindi í fyrra sem hét Kynlíf og önnur tabú þar sem við opnuðum aðeins þá umræðu,“ segir Gunnlaugur Bragi en samtökin munu vera með fræðsluerindi í kringum Hinsegin daga í ár. „Það eru skiptar skoðanir hvort þetta eigi heima undir þessari regnhlíf eða ekki. En auðvitað er hinsegin fólk sem stundar BDSM-kynlíf eins og aðrir,“ segir Gunnlaugur Bragi. Hinsegin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
BDSM-samtökin munu ekki taka þátt í gleðigöngunni á Hinsegin dögum í Reykjavík í ár. Samtökin sóttu ekki um að taka þátt í göngunni í ár eftir að hafa fengið neitun í fyrra en höfðu áður verið hluti af MSC-vagninum í gleðigöngunni. „Við áttum í töluverðum samskiptum við félagið í fyrra og niðurstaðan varð sú að þau tækju ekki þátt í göngunni í fyrra,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri stjórnar Hinsegin daga í Reykjavík, þegar hann er spurður út í málið. Fyrst var greint frá málinu á vefnum Gay Iceland þar sem Friðrika Benónýsdóttir ræðir við Magnús Hákonarson, formann BDSM-samtakanna á Íslandi, sem segir mörgum hafa sárnað þegar samtökunum var meinuð þátttaka í fyrra. Hann segist vita af mörgum innan samfélags samkynhneigðra sem finnst forsvarsmenn Hinsegin daga og gleðigöngunnar vera teprulegir vegna ákvörðunarinnar.Gunnlaugur Bragi BjörnssonGunnlaugur Bragi segir ýmsar ástæður fyrir því að BDSM-samtökin fengu ekki að taka þátt í göngunni í fyrra. „Ein af þeim ástæðum er sú að stjórn og forsvarsmenn hátíðarinnar hreinlega töldu sig ekki hafa næga þekkingu á málstað BDSM-félagsins til að geta svarað fyrir þeirra atriði eða þeirra þátttöku. Það er í okkar höndum að svara fyrir hvað það er sem kemur þarna fram í okkar nafni,“ segir Gunnlaugur Bragi. „Hinsegin dagar eru auðvitað mannréttinda og menningarhátíð hinsegin fólks þar sem við berjumst fyrir réttindum þess hóps og mannréttindum meðan það eru mjög skipta skoðanir á því bæði hversu djörf hátíðin er í dag og hversu mikið kynlíf og kynlífsfrelsi eigi heima undir þessum hatti. Það eru mjög skiptar skoðanir á því.“ Hann segir stjórn Hinsegin daga og forsvarsmenn gleðigöngunnar hins vegar hafa hvatt BDSM-samtökin til að opna umræðuna fyrst með fræðslufyrirlestrum. „Við tókum svo sjálf það skref áfram og vorum með fræðsluerindi í fyrra sem hét Kynlíf og önnur tabú þar sem við opnuðum aðeins þá umræðu,“ segir Gunnlaugur Bragi en samtökin munu vera með fræðsluerindi í kringum Hinsegin daga í ár. „Það eru skiptar skoðanir hvort þetta eigi heima undir þessari regnhlíf eða ekki. En auðvitað er hinsegin fólk sem stundar BDSM-kynlíf eins og aðrir,“ segir Gunnlaugur Bragi.
Hinsegin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira