Vill fleiri ferðamenn um vetur: Hálf milljón heimsækja Vík í ár en rými til aukningar Bjarki Ármannsson skrifar 14. júlí 2015 10:48 Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, forstöðumaður Kötluseturs, segist hafa orðið var við greinilega aukningu ferðamanna í Mýrdalnum í sumar. Myndir/Þórir Kjartansson Vík í Mýrdal heimsækja orðið yfir hálf milljón ferðamanna á ári hverju en þar á bæ telja menn sig þó enn geta tekið við fleirum. Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, forstöðumaður Kötluseturs, segist hafa orðið var við greinilega aukningu ferðamanna í sumar. „Þrátt fyrir þessa aukningu búum við svo vel að geta að tekið á móti henni,“ segir Eiríkur. „Gistirýmum hefur verið að fjölga og getum við nú tekið á móti vel yfir þúsund manns í gistingu hverja nótt. Um leið og gistirýmið eykst einnig traffíkin á veitingastöðum og þeim fjölgar sem kaupa afþreyingu, þannig að við kvörtum ekki.“ Aðeins 489 manns bjuggu í Mýrdalshreppi öllum við upphaf síðasta árs. Þrátt fyrir það segir Eiríkur þennan mikla fjölda ferðamanna ekki of mikinn og telur að rými sé til frekari fjölgunar ferðamanna. Hann segir engin alvarleg vandamál hafa komið upp í sumar vegna ferðamannaflaumsins.Sjá einnig: Of fáir ferðamenn á Íslandi „Við verðum auðvitað að halda vel á spöðunum til þess að halda okkar vinsælustu ferðamannastöðum við svo þeir drabbist ekki niður, en ég tel að við stöndum okkur vel í því,“ segir hann. „Að dreifa álaginu er líka eitthvað sem við hugsum markvisst að, sem og að auka við afþreyingu sem ferðamenn geta stundað sjálfir án þess að greiða fyrir. Til dæmis með merkingu gönguleiða, en í Mýrdalnum eru sjö stikaðar gönguleiðir sem haldið er við.“ Eiríkur segir töluverðar sveiflur í starfsmannaþörf fyrirtækja á svæðinu milli sumars og veturs. Á sumrin þurfi fyrirtækin að leita út fyrir svæðið til þess að hafa nægilega marga í vinnu. „Ég vona sérstaklega að fleiri muni leggja leið sína til Víkur að vetri til,“ segir hann. „Það myndi gera ferðaþjónustuna að heilsársatvinnugrein. Nú þegar er orðinn mikill fjöldi heilsársstarfa í ferðaþjónustunni á svæðinu og er það virkilega jákvæð þróun.“ Mikil náttúrufegurð er á svæðinu og segir Eiríkur gott aðgengi að náttúruperlum á borð við Sólheimajökul, Dyrhólaey og Reynisfjöru helstu ástæðuna fyrir vinsældum Mýrdalsins meðal ferðamanna.Sjá einnig: Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru „Ekki þarf sérútbúna bíla, nema auðvitað til jöklaferða,“ bendir hann á. „Einnig er lundinn afskaplega vinsæll og ekki má gleyma því hve vel við erum búin af staðbundnum mat. Allir veitingastaðir svæðisins bjóða upp á staðbundinn mat ásamt öðru.“Vísir mun í sumar fjalla um ferðamennsku á Íslandi og taka púlsinn á helstu ferðamannastöðum. Allar ábendingar og fréttaskot er snerta ferðamennsku á Íslandi með einum eða öðrum hætti eru vel þegnar á [email protected]. Fullum trúnaði er heitið. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira
Vík í Mýrdal heimsækja orðið yfir hálf milljón ferðamanna á ári hverju en þar á bæ telja menn sig þó enn geta tekið við fleirum. Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, forstöðumaður Kötluseturs, segist hafa orðið var við greinilega aukningu ferðamanna í sumar. „Þrátt fyrir þessa aukningu búum við svo vel að geta að tekið á móti henni,“ segir Eiríkur. „Gistirýmum hefur verið að fjölga og getum við nú tekið á móti vel yfir þúsund manns í gistingu hverja nótt. Um leið og gistirýmið eykst einnig traffíkin á veitingastöðum og þeim fjölgar sem kaupa afþreyingu, þannig að við kvörtum ekki.“ Aðeins 489 manns bjuggu í Mýrdalshreppi öllum við upphaf síðasta árs. Þrátt fyrir það segir Eiríkur þennan mikla fjölda ferðamanna ekki of mikinn og telur að rými sé til frekari fjölgunar ferðamanna. Hann segir engin alvarleg vandamál hafa komið upp í sumar vegna ferðamannaflaumsins.Sjá einnig: Of fáir ferðamenn á Íslandi „Við verðum auðvitað að halda vel á spöðunum til þess að halda okkar vinsælustu ferðamannastöðum við svo þeir drabbist ekki niður, en ég tel að við stöndum okkur vel í því,“ segir hann. „Að dreifa álaginu er líka eitthvað sem við hugsum markvisst að, sem og að auka við afþreyingu sem ferðamenn geta stundað sjálfir án þess að greiða fyrir. Til dæmis með merkingu gönguleiða, en í Mýrdalnum eru sjö stikaðar gönguleiðir sem haldið er við.“ Eiríkur segir töluverðar sveiflur í starfsmannaþörf fyrirtækja á svæðinu milli sumars og veturs. Á sumrin þurfi fyrirtækin að leita út fyrir svæðið til þess að hafa nægilega marga í vinnu. „Ég vona sérstaklega að fleiri muni leggja leið sína til Víkur að vetri til,“ segir hann. „Það myndi gera ferðaþjónustuna að heilsársatvinnugrein. Nú þegar er orðinn mikill fjöldi heilsársstarfa í ferðaþjónustunni á svæðinu og er það virkilega jákvæð þróun.“ Mikil náttúrufegurð er á svæðinu og segir Eiríkur gott aðgengi að náttúruperlum á borð við Sólheimajökul, Dyrhólaey og Reynisfjöru helstu ástæðuna fyrir vinsældum Mýrdalsins meðal ferðamanna.Sjá einnig: Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru „Ekki þarf sérútbúna bíla, nema auðvitað til jöklaferða,“ bendir hann á. „Einnig er lundinn afskaplega vinsæll og ekki má gleyma því hve vel við erum búin af staðbundnum mat. Allir veitingastaðir svæðisins bjóða upp á staðbundinn mat ásamt öðru.“Vísir mun í sumar fjalla um ferðamennsku á Íslandi og taka púlsinn á helstu ferðamannastöðum. Allar ábendingar og fréttaskot er snerta ferðamennsku á Íslandi með einum eða öðrum hætti eru vel þegnar á [email protected]. Fullum trúnaði er heitið.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira