Í myndböndum sem Bieber deildi á Snapchat, og berja má augum hér að neðan, má sjá söngvarann í tannlæknastólnum skömmu áður en hann undirgekkst aðgerðina.
Sjá einnig: Bieber berar bossann á Bora Bora
Félagar hans eru með í för, einn á myndavélinni og annar að nudda stjörnuna sem sjálfir er undir áhrifum deyfilyfja og tjáir áhorfendum að hann muni fljótlega sofna. „Þau eru að fara að lyfja mig. Mun líklega finna fyrir því,“ segir hinn hálfvankaði Bieber.