Þungi sögunnar hvílir á Þýskalandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júlí 2015 13:04 Angela Merkel, kanslari Þýskalands Vísir/Epa Mikil ábyrgð er nú sögð hvíla á herðum Angelu Merkel Þýskalandskanslara fyrir komandi viðræður leiðtoga evruríkjanna fyrir stöðu Grikklands innan myntsamstarfsins. Það kom skýrt fram í viðbörgðum Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxemborgar sem var ómyrkur í máli við fréttamenn fyrir fund fjármálaráðherra evruríkjanna í Brussel í dag. „Það verður að koma í veg fyrir að Grikkir yfirgefi evrusamstarfið,“ sagði Asselborn í samtali við þýska blaðið Süddeutsche Zeitung. „Það myndi hafa verulega skaðleg áhrif á stöðu Þýskalands innan Evrópusambandsins og heimsþorpsins.“ Asselborn bætti við: „Ábyrgð Þjóðverja er mikil og snýst í grunninn um að endurvekja ekki drauga fortíðarinnar. Ef Þjóðverjar fara fram á að Grikkir hætti í evrusamstarfinu myndi það hafa í för með sér djúpstæð átök við Frakka. Það myndi þýða glundroða fyrir Evrópu.“ Andrúmsloftið var lævi blandið í Brussel í dag og spennan mikil. Þýski miðillinn Der Spiegel sagði daginn í dag þann stærsta í 10 ára valdatíð Angelu Merkel og biðlaði til kanslarans að hún „sýndi mikilleika“ og bjargaði Evrópu. Þar er einnig greint frá orðrómum þess efnis að Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, hygðist ætla að kljást við Merkel ef fundurinn þróaðist ekki á þá vegu sem hann vonaðist. Hann ætli sér að setja hnefann í borðið og lýsa því yfir að Evrópusamstarfið myndi ekki þrífast ef Þýskaland hefði í hyggju að halda áfram að niðurlægja samstarfslönd sín. Grikkland Tengdar fréttir Fundi aflýst með skömmum fyrirvara Leiðtogar Evrópusambandsins hugðust ákveða framtíð Grikklands. 12. júlí 2015 09:41 Tillögur Grikkja ræddar Fjármálaráðherrar evruríkjanna hittast á fundi í dag til að ræða tillögur Grikkja til að taka á skuldavanda landsins. 11. júlí 2015 10:27 Óvíst hvort grískur almenningur þoli tvö ár af óvissu Gangi Grikkir úr evrusamstarfinu geta myndast aðstæður sem líkjast fremur stríðssvæði en efnhagsvanda að mati grísks efnahags- og fjármálaráðgjafa. 11. júlí 2015 20:23 Sigmundur segir vanda Grikkja geta haft neikvæð áhrif hér á landi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir viðbúið að komi til efnahagssamdráttar á evrusvæðinu út af skuldavanda Grikklands muni það hafa neikvæð áhrif hér á landi. 11. júlí 2015 12:57 Erfiður en árangurslítill dagur að baki í Brussel Talið er að leiðtogar evrusvæðisins séu verulega efins um að Grikkir fylgi niðurskurðartillögum sínum eftir en áfram verður fundað um vanda gríska ríkisins á morgun. 11. júlí 2015 22:34 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Mikil ábyrgð er nú sögð hvíla á herðum Angelu Merkel Þýskalandskanslara fyrir komandi viðræður leiðtoga evruríkjanna fyrir stöðu Grikklands innan myntsamstarfsins. Það kom skýrt fram í viðbörgðum Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxemborgar sem var ómyrkur í máli við fréttamenn fyrir fund fjármálaráðherra evruríkjanna í Brussel í dag. „Það verður að koma í veg fyrir að Grikkir yfirgefi evrusamstarfið,“ sagði Asselborn í samtali við þýska blaðið Süddeutsche Zeitung. „Það myndi hafa verulega skaðleg áhrif á stöðu Þýskalands innan Evrópusambandsins og heimsþorpsins.“ Asselborn bætti við: „Ábyrgð Þjóðverja er mikil og snýst í grunninn um að endurvekja ekki drauga fortíðarinnar. Ef Þjóðverjar fara fram á að Grikkir hætti í evrusamstarfinu myndi það hafa í för með sér djúpstæð átök við Frakka. Það myndi þýða glundroða fyrir Evrópu.“ Andrúmsloftið var lævi blandið í Brussel í dag og spennan mikil. Þýski miðillinn Der Spiegel sagði daginn í dag þann stærsta í 10 ára valdatíð Angelu Merkel og biðlaði til kanslarans að hún „sýndi mikilleika“ og bjargaði Evrópu. Þar er einnig greint frá orðrómum þess efnis að Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, hygðist ætla að kljást við Merkel ef fundurinn þróaðist ekki á þá vegu sem hann vonaðist. Hann ætli sér að setja hnefann í borðið og lýsa því yfir að Evrópusamstarfið myndi ekki þrífast ef Þýskaland hefði í hyggju að halda áfram að niðurlægja samstarfslönd sín.
Grikkland Tengdar fréttir Fundi aflýst með skömmum fyrirvara Leiðtogar Evrópusambandsins hugðust ákveða framtíð Grikklands. 12. júlí 2015 09:41 Tillögur Grikkja ræddar Fjármálaráðherrar evruríkjanna hittast á fundi í dag til að ræða tillögur Grikkja til að taka á skuldavanda landsins. 11. júlí 2015 10:27 Óvíst hvort grískur almenningur þoli tvö ár af óvissu Gangi Grikkir úr evrusamstarfinu geta myndast aðstæður sem líkjast fremur stríðssvæði en efnhagsvanda að mati grísks efnahags- og fjármálaráðgjafa. 11. júlí 2015 20:23 Sigmundur segir vanda Grikkja geta haft neikvæð áhrif hér á landi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir viðbúið að komi til efnahagssamdráttar á evrusvæðinu út af skuldavanda Grikklands muni það hafa neikvæð áhrif hér á landi. 11. júlí 2015 12:57 Erfiður en árangurslítill dagur að baki í Brussel Talið er að leiðtogar evrusvæðisins séu verulega efins um að Grikkir fylgi niðurskurðartillögum sínum eftir en áfram verður fundað um vanda gríska ríkisins á morgun. 11. júlí 2015 22:34 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Fundi aflýst með skömmum fyrirvara Leiðtogar Evrópusambandsins hugðust ákveða framtíð Grikklands. 12. júlí 2015 09:41
Tillögur Grikkja ræddar Fjármálaráðherrar evruríkjanna hittast á fundi í dag til að ræða tillögur Grikkja til að taka á skuldavanda landsins. 11. júlí 2015 10:27
Óvíst hvort grískur almenningur þoli tvö ár af óvissu Gangi Grikkir úr evrusamstarfinu geta myndast aðstæður sem líkjast fremur stríðssvæði en efnhagsvanda að mati grísks efnahags- og fjármálaráðgjafa. 11. júlí 2015 20:23
Sigmundur segir vanda Grikkja geta haft neikvæð áhrif hér á landi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir viðbúið að komi til efnahagssamdráttar á evrusvæðinu út af skuldavanda Grikklands muni það hafa neikvæð áhrif hér á landi. 11. júlí 2015 12:57
Erfiður en árangurslítill dagur að baki í Brussel Talið er að leiðtogar evrusvæðisins séu verulega efins um að Grikkir fylgi niðurskurðartillögum sínum eftir en áfram verður fundað um vanda gríska ríkisins á morgun. 11. júlí 2015 22:34