Utanríkisráðuneytið hefur kallað sendiherra ríkjanna fimm til fundar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. júlí 2015 12:17 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Vísir/Pjetur Utanríkisráðuneytið hefur kallað sendiherra Bandaríkjanna, Danmerkur, Kanada, Noregs og Rússlands til fundar í ráðuneytinu en ríkin fimm gerðu með sér samkomulag þann 16. júlí síðastliðinn um takmarkanir á veiðum á norðurheimskautinu og um rannsóknir á lífríki svæðisins. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að búið er að koma á framfæri athugasemdum við samráð ríkjanna í liðinni viku. „Yfirlýsing ríkjanna fimm er óskuldbindandi en Ísland telur mikilvægt að allir aðilar sitji við borðið til að tryggja skilvirkni og styrkja grundvöll samstarfs um fiskveiðar á alþjóðlegum hafsvæðum þ.m.t. í Norður Íshafi,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Íslandi var ekki boðin þátttaka að samkomulaginu en stendur til boða að ganga að því síðar. Samkomulagið tilgreinir að fiskveiðiskip ríkjanna fimm skuli fylgja fyrirmælum svæðisbundinna fiskveiðistjórnunarsamtaka og að alþjóðlegum reglum um veiði og lífríki sjávar skuli fylgt. Tilkyning utanríkisráðuneytisins vegna málsins í heild sinni:Utanríkisráðuneytið hefur kallað sendiherra Bandaríkjanna, Danmerkur, Kanada, Noregs og Rússlands til fundar í ráðuneytinu og komið á framfæri athugasemdum við samráð ríkjanna fimm um fiskveiðar í Norður-Íshafi, en yfirlýsing ríkjanna var undirrituð í Osló í síðustu viku. Yfirlýsing ríkjanna fimm er óskuldbindandi en Ísland telur mikilvægt að allir aðilar sitji við borðið til að tryggja skilvirkni og styrkja grundvöll samstarfs um fiskveiðar á alþjóðlegum hafsvæðum þ.m.t. í Norður Íshafi.Loftslagsbreytingar og hlýnun sjávar hafa m.a. í för með sér að alþjóðleg hafsvæði á Norðurslóðum geta í náinni framtíð orðið aðgengileg fyrir fiskveiðar. Stjórnun og fyrirkomulag slíkra veiða varða Ísland, sem byggir afkomu sína ekki síst á auðlindum sjávar, miklu. Ísland leggur áherslu á að vísindaleg þekking og veiðireynsla landsins geti verið mikilvægt framlag til samráðs og viðræðna á þessu sviði.Mikilvægt er að öll ríki sem hagsmuna eiga að gæta taki þátt í sameiginlegri stefnumótun á Norðurslóðum. Íslandi var ekki boðin aðild að yfirlýsingunni, þrátt fyrir að málefni hafsins skipti Ísland sköpum og Ísland sé meðal leiðandi fiskveiðiþjóða í heiminum. Allt frá því að ríkin fimm hófu samráð sín í milli án þátttöku Íslands, með Ilullisat-yfirlýsingunni frá 2008, hafa íslensk stjórnvöld reglubundið gert athugasemdir við það að Íslandi sé haldið utan við umræður um mikilvæg málefni sem varða Norðurslóðir.Afstaða íslenskra stjórnvalda byggir m.a. á eftirfarandi:Málefni hafsins eru gríðarlega þýðingarmikil fyrir Ísland og Ísland hefur lagt þunga áherslu á svæðisbundið samstarf á traustum vísindalegum grundvelli. Ísland tekur t.a.m. virkan þátt í Norðaustur- Atlantshafs fiskveiðinefndinni (NEAFC),Norðvestur Atlantshafs fiskveiðistofnuninni (NAFO) og Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) og er samningsaðili að úthafsveiðisamningi Sameinuðu þjóðanna sem myndar lagalegan ramma um fiskveiðar á alþjóðlegum hafsvæðum, m.a. í Norður Íshafi;Ísland er meðal leiðandi fiskveiðiþjóða í heiminum og ekkert Norðurskautsríkjanna á jafn mikið undir fiskveiðum og Ísland;Ísland viðurkennir að óvissa ríki um framtíðarnýtingu fiskistofna á Norðurslóðum en leggur um leið áherslu á að vísindaleg þekking og veiðireynsla Íslands geti verið mikilvægt framlag til samráðs og viðræðna á þessu sviði;Ísland harmar að þrátt fyrir að hafa ítrekað farið fram á að vera þátttakandi í þessu starfi hafa ríkin fimm afráðið að halda Íslandi utan við samráð og undirbúning að umræddri yfirlýsingu;Þátttaka í viðræðum ríkjanna fimm hefur með réttu ekki verið skilyrt við að ríkin ættu efnahagslögsögu að Norður Íshafinu enda uppfylla hvorki Noregur né Færeyjar slíkar forsendur. Ísland hefur sömu réttindi og skyldur til að taka þátt í öllum viðræðum um framtíðarþróun fiskveiða á alþjóðlegum hafsvæðum í Norður Íshafi og því órökrétt með öllu að útiloka Ísland frá þátttöku;Yfirlýsing ríkjanna fimm er óskuldbindandi að alþjóðalögum og er ekki gerð á vegum eða í nafni nokkurrar alþjóðastofnunar eða alþjóðasáttmála. Ísland er því óbundið af þessari yfirlýsingu en telur að nauðsynlegt sé að allir aðilar sitji við borðið til að tryggja skilvirkni og styrkja grundvöll samstarfs um fiskveiðar á alþjóðlegum hafsvæðum, þ.m.t. í Norður Íshafi.Íslensk stjórnvöld munu áfram leggja áherslu á að þekking og reynsla Íslendinga á fiskveiðum í norðurhöfum nýtist við framtíðarstefnumótun í þeim málum og að Ísland sé viðurkenndur þátttakandi í samráði ríkjanna á jafnréttisgrundvelli. Tengdar fréttir Skautuðu fram hjá Íslandi Fimm ríki gerðu með sér samning um veiðar á norðurheimskautinu án aðkomu Íslands. Að sögn bandaríska utanríkisráðuneytisins eiga aðeins ríki með efnahagslögsögu að pólnum aðild að samningum. 23. júlí 2015 07:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur kallað sendiherra Bandaríkjanna, Danmerkur, Kanada, Noregs og Rússlands til fundar í ráðuneytinu en ríkin fimm gerðu með sér samkomulag þann 16. júlí síðastliðinn um takmarkanir á veiðum á norðurheimskautinu og um rannsóknir á lífríki svæðisins. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að búið er að koma á framfæri athugasemdum við samráð ríkjanna í liðinni viku. „Yfirlýsing ríkjanna fimm er óskuldbindandi en Ísland telur mikilvægt að allir aðilar sitji við borðið til að tryggja skilvirkni og styrkja grundvöll samstarfs um fiskveiðar á alþjóðlegum hafsvæðum þ.m.t. í Norður Íshafi,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Íslandi var ekki boðin þátttaka að samkomulaginu en stendur til boða að ganga að því síðar. Samkomulagið tilgreinir að fiskveiðiskip ríkjanna fimm skuli fylgja fyrirmælum svæðisbundinna fiskveiðistjórnunarsamtaka og að alþjóðlegum reglum um veiði og lífríki sjávar skuli fylgt. Tilkyning utanríkisráðuneytisins vegna málsins í heild sinni:Utanríkisráðuneytið hefur kallað sendiherra Bandaríkjanna, Danmerkur, Kanada, Noregs og Rússlands til fundar í ráðuneytinu og komið á framfæri athugasemdum við samráð ríkjanna fimm um fiskveiðar í Norður-Íshafi, en yfirlýsing ríkjanna var undirrituð í Osló í síðustu viku. Yfirlýsing ríkjanna fimm er óskuldbindandi en Ísland telur mikilvægt að allir aðilar sitji við borðið til að tryggja skilvirkni og styrkja grundvöll samstarfs um fiskveiðar á alþjóðlegum hafsvæðum þ.m.t. í Norður Íshafi.Loftslagsbreytingar og hlýnun sjávar hafa m.a. í för með sér að alþjóðleg hafsvæði á Norðurslóðum geta í náinni framtíð orðið aðgengileg fyrir fiskveiðar. Stjórnun og fyrirkomulag slíkra veiða varða Ísland, sem byggir afkomu sína ekki síst á auðlindum sjávar, miklu. Ísland leggur áherslu á að vísindaleg þekking og veiðireynsla landsins geti verið mikilvægt framlag til samráðs og viðræðna á þessu sviði.Mikilvægt er að öll ríki sem hagsmuna eiga að gæta taki þátt í sameiginlegri stefnumótun á Norðurslóðum. Íslandi var ekki boðin aðild að yfirlýsingunni, þrátt fyrir að málefni hafsins skipti Ísland sköpum og Ísland sé meðal leiðandi fiskveiðiþjóða í heiminum. Allt frá því að ríkin fimm hófu samráð sín í milli án þátttöku Íslands, með Ilullisat-yfirlýsingunni frá 2008, hafa íslensk stjórnvöld reglubundið gert athugasemdir við það að Íslandi sé haldið utan við umræður um mikilvæg málefni sem varða Norðurslóðir.Afstaða íslenskra stjórnvalda byggir m.a. á eftirfarandi:Málefni hafsins eru gríðarlega þýðingarmikil fyrir Ísland og Ísland hefur lagt þunga áherslu á svæðisbundið samstarf á traustum vísindalegum grundvelli. Ísland tekur t.a.m. virkan þátt í Norðaustur- Atlantshafs fiskveiðinefndinni (NEAFC),Norðvestur Atlantshafs fiskveiðistofnuninni (NAFO) og Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) og er samningsaðili að úthafsveiðisamningi Sameinuðu þjóðanna sem myndar lagalegan ramma um fiskveiðar á alþjóðlegum hafsvæðum, m.a. í Norður Íshafi;Ísland er meðal leiðandi fiskveiðiþjóða í heiminum og ekkert Norðurskautsríkjanna á jafn mikið undir fiskveiðum og Ísland;Ísland viðurkennir að óvissa ríki um framtíðarnýtingu fiskistofna á Norðurslóðum en leggur um leið áherslu á að vísindaleg þekking og veiðireynsla Íslands geti verið mikilvægt framlag til samráðs og viðræðna á þessu sviði;Ísland harmar að þrátt fyrir að hafa ítrekað farið fram á að vera þátttakandi í þessu starfi hafa ríkin fimm afráðið að halda Íslandi utan við samráð og undirbúning að umræddri yfirlýsingu;Þátttaka í viðræðum ríkjanna fimm hefur með réttu ekki verið skilyrt við að ríkin ættu efnahagslögsögu að Norður Íshafinu enda uppfylla hvorki Noregur né Færeyjar slíkar forsendur. Ísland hefur sömu réttindi og skyldur til að taka þátt í öllum viðræðum um framtíðarþróun fiskveiða á alþjóðlegum hafsvæðum í Norður Íshafi og því órökrétt með öllu að útiloka Ísland frá þátttöku;Yfirlýsing ríkjanna fimm er óskuldbindandi að alþjóðalögum og er ekki gerð á vegum eða í nafni nokkurrar alþjóðastofnunar eða alþjóðasáttmála. Ísland er því óbundið af þessari yfirlýsingu en telur að nauðsynlegt sé að allir aðilar sitji við borðið til að tryggja skilvirkni og styrkja grundvöll samstarfs um fiskveiðar á alþjóðlegum hafsvæðum, þ.m.t. í Norður Íshafi.Íslensk stjórnvöld munu áfram leggja áherslu á að þekking og reynsla Íslendinga á fiskveiðum í norðurhöfum nýtist við framtíðarstefnumótun í þeim málum og að Ísland sé viðurkenndur þátttakandi í samráði ríkjanna á jafnréttisgrundvelli.
Tengdar fréttir Skautuðu fram hjá Íslandi Fimm ríki gerðu með sér samning um veiðar á norðurheimskautinu án aðkomu Íslands. Að sögn bandaríska utanríkisráðuneytisins eiga aðeins ríki með efnahagslögsögu að pólnum aðild að samningum. 23. júlí 2015 07:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Skautuðu fram hjá Íslandi Fimm ríki gerðu með sér samning um veiðar á norðurheimskautinu án aðkomu Íslands. Að sögn bandaríska utanríkisráðuneytisins eiga aðeins ríki með efnahagslögsögu að pólnum aðild að samningum. 23. júlí 2015 07:00