Um tíu til tólf björgunarsveitarmenn frá Mývatni, Húsavík og Kópaskeri eru nú á leið að Dettifossi en kona féll við fossinn og slasaði sig á fæti.
Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að bera þurfi konuna nokkur hundruð metra til að koma henni í sjúkrabíl.
Reikna má með að það taki um klukkustund að koma henni upp á bílastæði en þaðan verður hún flutt á sjúkrahús til aðhlynningar.
Fyrr í dag voru björgunarsveitir frá Vík og undan Eyjafjöllum kallaðar út vegna ferðamanns sem féll í gil við Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi. Í þann mund sem sveitirnar voru að leggja af stað kom tilkynning um að aðrir ferðamenn mundu aðstoða viðkomandi til byggða en hann var minna slasaður en í fyrstu var talið.
Sækja slasaða konu við Dettifoss
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar

Mest lesið





Engin röð á Læknavaktinni
Innlent



Ógeðslega stoltur af kennurum
Innlent


Kjarasamningur kennara í höfn
Innlent