Hátíðarhöldum lauk í gærkvöldi með stórtónleikum og flugeldasýningu á bryggjunni og man Felix ekki eftir jafn mörgum samankomnum á Fiskideginum. Er fjölskyldudagskrá lauk var talsverð ölvun í bænum en allt fór vel fram.
Engin líkamsárás var kærð og enginn var tekinn fyrir ölvunarakstur. Lögreglan beinir þeim tilmælum til þeirra sem skemmtu sér fram undir morgunn að koma til sín og blása í áfengismæli áður en haldið er af stað.
