Ættingjar reiðir vegna misvísandi upplýsinga um afdrif MH370 Heimir Már Pétursson skrifar 6. ágúst 2015 12:50 Ættingi eins fórnarlambanna lýsti yfir reiði sinni á skrifstofu Malasyia Airlines í Peking í dag. Vísir/EPA Ættingjar fólks sem fórst með MH370 farþegaflugvél Malaysian flugfélagsins í mars í fyrra eru margir reiðir yfir mismunandi upplýsingum um brak sem fannst á Reunion eyju í síðustu viku. Sérfræðingar komu saman í Toulouse í Frakklandi í gær til að skoða vænghluta af Boeing 777 þotu sem fannst á eyjunni Reunion á Indlandshafi í síðustu viku. Þar sem aðeins einnar slíkrar flugvélar er saknað í heiminum hefur verið talið mjög líklegt að vænhlutinn sé af flugvélinni í flugi MH370, sem hvarf fyrir 17 mánuðum á leið frá Kuala Lumpur til Peking með 239 manns innanborðs. Najib Razak forsætisráðherra Malasíu sagði í gær að sérfræðingarnir væru á einu máli um að vænghlutinn væri í MH370 flugvélinni. En skömmu síðar lýstu franskir sérfræðingar því yfir að það væri „mjög líklegt" að hluturinn væri úr flugvélinni. Flestir farþeganna um borð voru kínverskir. Hópur ættingja þeirra mótmælti fyrir utan skrifstofur Malaysian Air í Peking í dag og gagnrýndi að aukið væri á angist þeirra með misvísandi yfirlýsingum. Þá sögðust margir þeirra ekki trúa útskýringum flugfélagsins og yfirvalda og þeir tryðu því jafnvel að ættingjar þeirra væru enn á lífi. Því væri haldið leyndu fyrir þeim. Fregnir herma að meira brak en vænghlutinn og ferðataska sem fannst á sama tíma hafi fundist á svipuðum slóðum á Reunion eyju. Meðal annars gluggi og sætispúðar sem einnig hafi verið sendir til skoðunar hjá alþjóðlegum hópi sérfræðinga í Frakklandi. Þegar rannsókn sérfræðinganna hófst var sagt að staðfesting á því hvort um hlut úr MH370 þotunni væri að ræða væri að vænta fyrir helgi. En talið er að ýmis framleiðslunúmer ættu að geta staðfest það með óyggjandi hætti. Flugvélahvarf MH370 Tengdar fréttir Flugvélabrakið í rannsókn Sérfræðingar eru nú að hefjast handa við að rannsaka flugvélabrak sem fannst á strönd Reunion-eyjar á Indlandshafi í síðustu viku og talið er að sé úr malaísku farþegaþotunni MH370 sem fórst í mars í fyrra. 5. ágúst 2015 07:06 Vélinni vísvitandi flogið af leið? Ummerki á brakinu eru talin renna stoðum undir kenningar um að flugmenn MH370 hafi grandað vélinni með 239 farþega innanborðs af ásettu ráði. 1. ágúst 2015 19:59 Segir styttast í að ráðgátan um MH370 leysist Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, segir styttast í að ráðgátan um hvarf malaísku farþegaþotunnar MH370 leysist, eftir að staðfest var að vænghluti sem fannst á Reunion-eyju á Indlandshafi væri úr þotunni sjálfri. 6. ágúst 2015 07:24 Staðfest að brakið kom frá MH370 Flugvélin hvarf 8. mars 2014 og þangað til nú var sem hún hefði horfið sporlaust. 5. ágúst 2015 19:07 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Ættingjar fólks sem fórst með MH370 farþegaflugvél Malaysian flugfélagsins í mars í fyrra eru margir reiðir yfir mismunandi upplýsingum um brak sem fannst á Reunion eyju í síðustu viku. Sérfræðingar komu saman í Toulouse í Frakklandi í gær til að skoða vænghluta af Boeing 777 þotu sem fannst á eyjunni Reunion á Indlandshafi í síðustu viku. Þar sem aðeins einnar slíkrar flugvélar er saknað í heiminum hefur verið talið mjög líklegt að vænhlutinn sé af flugvélinni í flugi MH370, sem hvarf fyrir 17 mánuðum á leið frá Kuala Lumpur til Peking með 239 manns innanborðs. Najib Razak forsætisráðherra Malasíu sagði í gær að sérfræðingarnir væru á einu máli um að vænghlutinn væri í MH370 flugvélinni. En skömmu síðar lýstu franskir sérfræðingar því yfir að það væri „mjög líklegt" að hluturinn væri úr flugvélinni. Flestir farþeganna um borð voru kínverskir. Hópur ættingja þeirra mótmælti fyrir utan skrifstofur Malaysian Air í Peking í dag og gagnrýndi að aukið væri á angist þeirra með misvísandi yfirlýsingum. Þá sögðust margir þeirra ekki trúa útskýringum flugfélagsins og yfirvalda og þeir tryðu því jafnvel að ættingjar þeirra væru enn á lífi. Því væri haldið leyndu fyrir þeim. Fregnir herma að meira brak en vænghlutinn og ferðataska sem fannst á sama tíma hafi fundist á svipuðum slóðum á Reunion eyju. Meðal annars gluggi og sætispúðar sem einnig hafi verið sendir til skoðunar hjá alþjóðlegum hópi sérfræðinga í Frakklandi. Þegar rannsókn sérfræðinganna hófst var sagt að staðfesting á því hvort um hlut úr MH370 þotunni væri að ræða væri að vænta fyrir helgi. En talið er að ýmis framleiðslunúmer ættu að geta staðfest það með óyggjandi hætti.
Flugvélahvarf MH370 Tengdar fréttir Flugvélabrakið í rannsókn Sérfræðingar eru nú að hefjast handa við að rannsaka flugvélabrak sem fannst á strönd Reunion-eyjar á Indlandshafi í síðustu viku og talið er að sé úr malaísku farþegaþotunni MH370 sem fórst í mars í fyrra. 5. ágúst 2015 07:06 Vélinni vísvitandi flogið af leið? Ummerki á brakinu eru talin renna stoðum undir kenningar um að flugmenn MH370 hafi grandað vélinni með 239 farþega innanborðs af ásettu ráði. 1. ágúst 2015 19:59 Segir styttast í að ráðgátan um MH370 leysist Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, segir styttast í að ráðgátan um hvarf malaísku farþegaþotunnar MH370 leysist, eftir að staðfest var að vænghluti sem fannst á Reunion-eyju á Indlandshafi væri úr þotunni sjálfri. 6. ágúst 2015 07:24 Staðfest að brakið kom frá MH370 Flugvélin hvarf 8. mars 2014 og þangað til nú var sem hún hefði horfið sporlaust. 5. ágúst 2015 19:07 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Flugvélabrakið í rannsókn Sérfræðingar eru nú að hefjast handa við að rannsaka flugvélabrak sem fannst á strönd Reunion-eyjar á Indlandshafi í síðustu viku og talið er að sé úr malaísku farþegaþotunni MH370 sem fórst í mars í fyrra. 5. ágúst 2015 07:06
Vélinni vísvitandi flogið af leið? Ummerki á brakinu eru talin renna stoðum undir kenningar um að flugmenn MH370 hafi grandað vélinni með 239 farþega innanborðs af ásettu ráði. 1. ágúst 2015 19:59
Segir styttast í að ráðgátan um MH370 leysist Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, segir styttast í að ráðgátan um hvarf malaísku farþegaþotunnar MH370 leysist, eftir að staðfest var að vænghluti sem fannst á Reunion-eyju á Indlandshafi væri úr þotunni sjálfri. 6. ágúst 2015 07:24
Staðfest að brakið kom frá MH370 Flugvélin hvarf 8. mars 2014 og þangað til nú var sem hún hefði horfið sporlaust. 5. ágúst 2015 19:07