Hún er aðeins 18 ára en samt er þegar farið að tala um hana sem bestu skriðsundskonu allra tíma.
Hér er verið að tala um bandarísku stúlkuna Katie Ledecky sem er nýútskrifuð úr framhaldsskóla. Hún hefur verið að slá í gegn á HM í sundi í Kazan.
Í undanrásunum í 1.500 metra sundi þá sló hún heimsmetið í greininni. Hún sagði það hafa verið alveg óvart. „Ég var ekkert að sparka mjög mikið," sagði Ledecky hissa eftir sundið.
Í úrslitasundinu sama dag þá sló hún heimsmetið á ný og það sem meira er þá bætti hún metið um meira en tvær sekúndur.
Hún synti á 15:25,48 mínútum. Til samanburðar má nefna að besti sundkarl Bandaríkjanna í dag, Ryan Lochte, synti sömu vegalengd á 15:28,37 mínútum er hann var 19 ára.
Lochte hefur unnið ellefu Ólympíuverðlaun og þó svo hann einblíni á styttri vegalengdir þá hefur hann synt með Ledecky.
„Hún er með þeim betri sem ég hef séð í lengri vegalengdum. Bæði karla og kvenna. Ég læfði með henni og hún lét mig líta út fyrir að vera ekki á hreyfingu. Hún flaug fram úr mér," sagði Lochte.
Ledecky sló heimsmetið í greininni fyrst í fyrra og þá um sex sekúndur. Í apríl synti hún 400 metra skriðsund á sama tíma og Michael Phelps. Samt var tími hennar fjórum sekúndum frá eigin heimsmeti.
Hún er yfirburðarmanneskja í sínum flokkum og verður örugglega áberandi í lauginni í Ríó næsta sumar.
Sló óvart heimsmetið

Mest lesið



Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

„Þetta er hreinn og klár glæpur“
Körfubolti

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Gylfi valdið mestum vonbrigðum
Íslenski boltinn

Laugardalsvöllur tekur lit
Fótbolti
