Hafdís Sigurðardóttir, UFA, setti í dag nýtt Íslandsmet í langstökki á Unglingalandsmóti UMFÍ á Akureyri.
Hafdís stökk 6,56 metra en hún átti gamla metið sem var 6,45 metrar. Hún setti það einnig á Akureyri, á vormóti UFA í maí á þessu ári.
Lágmarkið fyrir heimsmeistaramótið í Peking í Kína síðar í mánuðinum er 6,70 metrar. Hafdís verður að ná því fyrir 10. ágúst. Þessi sama lengd er líka lágmarkið fyrir Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári.
„Ég fann það í fyrsta stökki og þetta gæti gerst. Þetta met gefur mér vonandi byr í seglin að ná lágmörkum fyrir HM í Peking. Ég er að fá boð um að keppa á mótum erlendis en get ekki þegið þau vegna peningaskorts. Því miður er staðan þessi en við verðum að vona það besta,“ sagði Hafdís í samtali við heimasíðu UMFÍ eftir metstökkið í dag.
Hafdís setti nýtt Íslandsmet í langstökki
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


„Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“
Íslenski boltinn

Fótboltamaður lést í upphitun
Fótbolti

„Hann er tekinn út úr leiknum“
Körfubolti




Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér
Íslenski boltinn

„Vilja allir spila fyrir Man United“
Enski boltinn

Chelsea upp í fjórða sætið
Enski boltinn