Kökupinnar í nýju ljósi sigga dögg skrifar 18. ágúst 2015 15:00 Vísir/Getty Kökupinnar hafa fyrir löngu rutt sér til rúms í barnaafmælum og brúðkaupum sem girnilegir smábitar þar sem saman fer kaka, krem og súkkulaðihúð. Ef þú þekkir ekki hvernig hið hefbundna form kökupinnans er þá er það yfirleitt bökuð kaka sem er mulin saman við krem, mótuð í kúlur, fryst í stutta stund, svo súkkulaðið húðuð og sett á prik. Kökupinnar eru frábær leið til að nýta köku sem er dagsgömul og til að eiga inni köku í frysti sem tekur stutta stund að gera skemmtilega, sérstaklega fyrir börn. Hana er hægt að gera eins holla, og óholla, og þú vilt og í raun má nota næstum hvaða hefðbundnu köku sem er sem og krem. Hins vegar má einnig breyta útaf vananum því oft er það sú staðreynd að eitthvað góðgæti sé á priki se gleður og því má bæði einfalda sér málið en einnig gera það fjölbreyttara með þessum kökupinna tillögum. Oreo í sparibúningiVísir/Skjáskot Hér er hefbundið Oreo kex sett í sparibúning. Það má einnig gera þetta með kremkexi eða í raun hvaða kexi sem er þar sem hægt er að splæsa tveimur saman og jafnvel smyrja með kremi á milli. Prikin fást í Hagkaupum en einnig er hægt að nota skrautleg pappírsrör sem fást í Söstrene Grene og Tiger. Vísir/Skjáskot Svo má auðvitað nota sykurpúða! Hér eru einu takmörin ímyndunaraflið og frumleikinn. Litað súkkulaði er hægt að nálgast í Kosti en einnig bræða sumir hvítt súkkulaði í vatnsbaði og bæta smávegis af matarlit útí. Vísir/Skjáskot Hér eru bananar í aðalhlutverki og er þetta frábær leið til að koma ávöxtum ofan í krílin, þú getur líka leyft þeim að skreyta sína eigin banana. Það getur verið gott að hafa gildari spýtur/rör eða jafnvel nota pinnana úr frostpinnum því þeir eru flatir og falla vel að banönum. Einnig er hægt að setja hefðbundna rice crispies köku á pinna. Eftirréttir Kökur og tertur Partýréttir Smákökur Uppskriftir Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Mari sló met í eggheimtu Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp
Kökupinnar hafa fyrir löngu rutt sér til rúms í barnaafmælum og brúðkaupum sem girnilegir smábitar þar sem saman fer kaka, krem og súkkulaðihúð. Ef þú þekkir ekki hvernig hið hefbundna form kökupinnans er þá er það yfirleitt bökuð kaka sem er mulin saman við krem, mótuð í kúlur, fryst í stutta stund, svo súkkulaðið húðuð og sett á prik. Kökupinnar eru frábær leið til að nýta köku sem er dagsgömul og til að eiga inni köku í frysti sem tekur stutta stund að gera skemmtilega, sérstaklega fyrir börn. Hana er hægt að gera eins holla, og óholla, og þú vilt og í raun má nota næstum hvaða hefðbundnu köku sem er sem og krem. Hins vegar má einnig breyta útaf vananum því oft er það sú staðreynd að eitthvað góðgæti sé á priki se gleður og því má bæði einfalda sér málið en einnig gera það fjölbreyttara með þessum kökupinna tillögum. Oreo í sparibúningiVísir/Skjáskot Hér er hefbundið Oreo kex sett í sparibúning. Það má einnig gera þetta með kremkexi eða í raun hvaða kexi sem er þar sem hægt er að splæsa tveimur saman og jafnvel smyrja með kremi á milli. Prikin fást í Hagkaupum en einnig er hægt að nota skrautleg pappírsrör sem fást í Söstrene Grene og Tiger. Vísir/Skjáskot Svo má auðvitað nota sykurpúða! Hér eru einu takmörin ímyndunaraflið og frumleikinn. Litað súkkulaði er hægt að nálgast í Kosti en einnig bræða sumir hvítt súkkulaði í vatnsbaði og bæta smávegis af matarlit útí. Vísir/Skjáskot Hér eru bananar í aðalhlutverki og er þetta frábær leið til að koma ávöxtum ofan í krílin, þú getur líka leyft þeim að skreyta sína eigin banana. Það getur verið gott að hafa gildari spýtur/rör eða jafnvel nota pinnana úr frostpinnum því þeir eru flatir og falla vel að banönum. Einnig er hægt að setja hefðbundna rice crispies köku á pinna.
Eftirréttir Kökur og tertur Partýréttir Smákökur Uppskriftir Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Mari sló met í eggheimtu Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp