100.000 mótorhjól samankomin í smábæ Finnur Thorlacius skrifar 10. ágúst 2015 09:31 Smábærinn Sturgis í S-Dakota í Bandaríkjunum er rólegur 7.000 manna bær, en í gær voru þar samankomnir yfir 100.000 mótorhjólamenn, flestir á Harley Davidson mótorhjólum. Þessi viðburður er nú haldinn í 75. skipti og kallast Sturgis Rally. Þessi hátíð mótorhjólamanna virðist ekki vera í rólegri kantinum, en í þetta skiptið hafa 12 mótorhjólamenn látið lífið við aksturinn, 140 slasast og 74 aðrar árekstar verið skráðir. Þetta er mesta mannfall sem átt hefur sér stað á þessari hátíð. Í fyrra dóu 3 á hátíðinni, en nú er sú tala fjórföld. Einn þátttakenda á hátíðinni tók þessar myndir með hjálp dróna og í meðfylgjandi myndskeiði sést hversu ótrúlegur fjöldi mótorhjóla var í bænum á þessum ótrúlega degi í Sturgis. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent
Smábærinn Sturgis í S-Dakota í Bandaríkjunum er rólegur 7.000 manna bær, en í gær voru þar samankomnir yfir 100.000 mótorhjólamenn, flestir á Harley Davidson mótorhjólum. Þessi viðburður er nú haldinn í 75. skipti og kallast Sturgis Rally. Þessi hátíð mótorhjólamanna virðist ekki vera í rólegri kantinum, en í þetta skiptið hafa 12 mótorhjólamenn látið lífið við aksturinn, 140 slasast og 74 aðrar árekstar verið skráðir. Þetta er mesta mannfall sem átt hefur sér stað á þessari hátíð. Í fyrra dóu 3 á hátíðinni, en nú er sú tala fjórföld. Einn þátttakenda á hátíðinni tók þessar myndir með hjálp dróna og í meðfylgjandi myndskeiði sést hversu ótrúlegur fjöldi mótorhjóla var í bænum á þessum ótrúlega degi í Sturgis.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent