Nýr Hyundai Tucson frumsýndur á laugardag Finnur Thorlacius skrifar 27. ágúst 2015 13:18 Hyundai Tucson. Hyundai við Kauptún í Garðabæ kynnir nk. laugardag milli kl. 12 og 16 nýja og gerbreytta gerð af fjórhjóladrifnum Hyundai Tucson sportjeppa. Hönnun og þróun nýja bílsins fór fram í hönnunarmiðstöð Hyundai í Þýskalandi en framleiðslan fer fram í fullkomnustu bílaverksmiðju Hyundai sem staðsett er í Nosovice í Tékklandi. Nýr Tucson var séstaklega hannaður fyrir Evrópumarkað og ber þess greinileg merki. Sportjeppanum er ætlað að renna enn frekari stoðum undir þá miklu velgengni sem Hyundai hefur átt að fagna meðal bíleigenda í Evrópu undanfarin ár. Gerðarheitið Tucson var notað á fjórhjóladrifinn jeppling frá Hyundai á árunum frá 2003 til 2009 og ávann sá bíll sér inn mikið traust á mörkuðunum fyrir áreiðanleika og endingu. Á árinu 2009 tók við sportjeppinn Hyundai ix35 og nú tekur nýr Tucson við á ný sem fulltrúi Hyundai í flokki millistórra sportjeppa.Nýtt útlit og innrétting Við endurhönnum Tucson var mikil áhersla lögð á framsækið og nútímalegt útlit. Miðað við nýleg ummæli erlendra bílablaðamanna sem skoðað hafa og reynsluekið nýja sportjeppanum er hér á ferð einhver sú mesta breyting sem gerð hefur verið á bíl frá Hyundai á undanförnum árum. Er því ekki óvarlegt að segja að um gerbreytingu sé að ræða þar sem vel hefur tekist til við hönnun ytra byrðis. Þá hefur innréttingin einnig tekið stakkaskiptum og sama er að segja um búnaðarstig. Meðal nýjunga sem velja má um má nefna virkan akgreinavara sem með hjálp myndavéla aðalagar stýri ökumannsins eftir veglínu vegarins. Tucson er einnig fáanlegur með íslensku leiðsögukerfi svo fátt eitt sé nefnt.Fullkomið fjórhjóladrif og ný 7 þrepa sjálfskipting Allar gerðir Tucson eru með sítengdu aldrifi sem er með sjálfvirka afldreifigu milli fram- og afturáss en þegar þörf krefur færist allt að 50% vélaraflsins til afturhjólanna. Hægt er að læsa drifbúnaðinum í 50/50 átaksstöðu til að auka drifgetu við erfiðar aðstæður. Aldrifsbúnaður Tucson er með nýrri skriðvörn sem kallast Advanced Traction Cornering Control eða ATCC sem eykur stöðugleika og öryggi í kröppum beygjum. Ný tveggja kúplinga 7 þrepa sjálfskipting er síðan fáanleg með nýrri 1,6 lítra bensínvél með forþjöppu sem skilar 177 hestöflum. Tveggja kúplinga sjálfskiptingar nýta afl og eldsneyti betur. Bíllinn er að sjálfsögðu einnig fáanlegur beinskiptur. Samkvæmt uppgefnum viðmiðunartölum framleiðanda er eldsneytisnotkun hennar 7,9 l/100 km með beinskiptingu og 7,6 l/100 km með sjálfskiptingu, hvort tveggja miðað við blandaðan akstur.Áhersla á sparneytnar dísilvélar Þrátt fyrir nýju 177 hestafla bensínvélina, sem er sparneytnari og aflmeiri en Hyundai hefur áður boðið upp á í þessum stærðarflokki, má búast við að áhugi viðskiptavina verði meiri á Tucson með dísilvél, sjálfskiptingu og fjórhjóladrifi. Dísilvélin er tveggja lítra og skilar 136 hestöflum. Samkvæmt uppgefnum viðmiðunartölum framleiðanda er eldsneytisnotkun hennar 6,1 l/100 km í blönduðum akstri.Mismunandi búnaðarstig Hyundai Tucson er hægt að fá í nokkrum útgáfum eftir búnaðarstigi. Grunngerðirnar eru Tucson Classic og Tucson Comfort sem eru nokkuð vel útbúnar, m.a. á 17“ álfelgum og með öllu því helsta sem nýir bílar hafa upp á að bjóða í dag. Tucson Style hefur að auki 360° öryggismyndavélabúnað með akgreinavara og neyðarhemlun og að auki íslenskan leiðsögubúnað í 8" litaskjá í mælaborði. Dýrasta útfræslan heitir Tucson Premium sem er á 19“ álfelgum. Sá bíll er búinn lofkældum framsætum, rafdrifinni opnum á afturhlera og Panorama glerþaki svo eitthvað sé nefnt. Hyundai Tucson kostar frá 5.490.000 kr. Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent
Hyundai við Kauptún í Garðabæ kynnir nk. laugardag milli kl. 12 og 16 nýja og gerbreytta gerð af fjórhjóladrifnum Hyundai Tucson sportjeppa. Hönnun og þróun nýja bílsins fór fram í hönnunarmiðstöð Hyundai í Þýskalandi en framleiðslan fer fram í fullkomnustu bílaverksmiðju Hyundai sem staðsett er í Nosovice í Tékklandi. Nýr Tucson var séstaklega hannaður fyrir Evrópumarkað og ber þess greinileg merki. Sportjeppanum er ætlað að renna enn frekari stoðum undir þá miklu velgengni sem Hyundai hefur átt að fagna meðal bíleigenda í Evrópu undanfarin ár. Gerðarheitið Tucson var notað á fjórhjóladrifinn jeppling frá Hyundai á árunum frá 2003 til 2009 og ávann sá bíll sér inn mikið traust á mörkuðunum fyrir áreiðanleika og endingu. Á árinu 2009 tók við sportjeppinn Hyundai ix35 og nú tekur nýr Tucson við á ný sem fulltrúi Hyundai í flokki millistórra sportjeppa.Nýtt útlit og innrétting Við endurhönnum Tucson var mikil áhersla lögð á framsækið og nútímalegt útlit. Miðað við nýleg ummæli erlendra bílablaðamanna sem skoðað hafa og reynsluekið nýja sportjeppanum er hér á ferð einhver sú mesta breyting sem gerð hefur verið á bíl frá Hyundai á undanförnum árum. Er því ekki óvarlegt að segja að um gerbreytingu sé að ræða þar sem vel hefur tekist til við hönnun ytra byrðis. Þá hefur innréttingin einnig tekið stakkaskiptum og sama er að segja um búnaðarstig. Meðal nýjunga sem velja má um má nefna virkan akgreinavara sem með hjálp myndavéla aðalagar stýri ökumannsins eftir veglínu vegarins. Tucson er einnig fáanlegur með íslensku leiðsögukerfi svo fátt eitt sé nefnt.Fullkomið fjórhjóladrif og ný 7 þrepa sjálfskipting Allar gerðir Tucson eru með sítengdu aldrifi sem er með sjálfvirka afldreifigu milli fram- og afturáss en þegar þörf krefur færist allt að 50% vélaraflsins til afturhjólanna. Hægt er að læsa drifbúnaðinum í 50/50 átaksstöðu til að auka drifgetu við erfiðar aðstæður. Aldrifsbúnaður Tucson er með nýrri skriðvörn sem kallast Advanced Traction Cornering Control eða ATCC sem eykur stöðugleika og öryggi í kröppum beygjum. Ný tveggja kúplinga 7 þrepa sjálfskipting er síðan fáanleg með nýrri 1,6 lítra bensínvél með forþjöppu sem skilar 177 hestöflum. Tveggja kúplinga sjálfskiptingar nýta afl og eldsneyti betur. Bíllinn er að sjálfsögðu einnig fáanlegur beinskiptur. Samkvæmt uppgefnum viðmiðunartölum framleiðanda er eldsneytisnotkun hennar 7,9 l/100 km með beinskiptingu og 7,6 l/100 km með sjálfskiptingu, hvort tveggja miðað við blandaðan akstur.Áhersla á sparneytnar dísilvélar Þrátt fyrir nýju 177 hestafla bensínvélina, sem er sparneytnari og aflmeiri en Hyundai hefur áður boðið upp á í þessum stærðarflokki, má búast við að áhugi viðskiptavina verði meiri á Tucson með dísilvél, sjálfskiptingu og fjórhjóladrifi. Dísilvélin er tveggja lítra og skilar 136 hestöflum. Samkvæmt uppgefnum viðmiðunartölum framleiðanda er eldsneytisnotkun hennar 6,1 l/100 km í blönduðum akstri.Mismunandi búnaðarstig Hyundai Tucson er hægt að fá í nokkrum útgáfum eftir búnaðarstigi. Grunngerðirnar eru Tucson Classic og Tucson Comfort sem eru nokkuð vel útbúnar, m.a. á 17“ álfelgum og með öllu því helsta sem nýir bílar hafa upp á að bjóða í dag. Tucson Style hefur að auki 360° öryggismyndavélabúnað með akgreinavara og neyðarhemlun og að auki íslenskan leiðsögubúnað í 8" litaskjá í mælaborði. Dýrasta útfræslan heitir Tucson Premium sem er á 19“ álfelgum. Sá bíll er búinn lofkældum framsætum, rafdrifinni opnum á afturhlera og Panorama glerþaki svo eitthvað sé nefnt. Hyundai Tucson kostar frá 5.490.000 kr.
Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent