Seat Altea skipt út fyrir jeppling Finnur Thorlacius skrifar 25. ágúst 2015 12:42 Seat Altea XL. Sá flokkur bíla sem er á mestu undanhaldi í dag eru fjölnotabílar eða strumpastrætóar eins og sumir kalla þá. Hinsvegar er flokkur jepplinga í mikilli sókn og því kemur það kannski ekki á óvart að spænski bílaframleiðandinn Seat skuli hætta framleiðslu Seat Altea fjölnotabílsins og með því búa til rúm til framleiðslu jepplings. Seat, sem er í eigu Volkswagen, hefur framleitt Altea og Altea XL fjölnotabílana frá árinu 2004. Á fyrsta ári Altea seldist bíllinn framar vonum og runnu 31.223 eintök af honum frá færiböndunum til kaupenda, en nú hefur hægt svo á sölu bílsins að Seat hefur ákveðið að hætta framleiðslu hans. Á næsta ári mun hinsvegar koma á markað jepplingur sem byggður verður á sama undirvagni og Seat Leon fólksbíllinn. Þar hoppar Seat á jepplingahraðlestina eins og aðrir bílaframleiðendur, en 1,56 milljónir slíkra bíla seldust í Evrópu og búist er við því að sú tala verði komin í 2 milljónir árið 2020. Aðeins 500.000 jepplingar seldust þar árið 2006, sem sýnir best hraðan vöxtinn í þessum flokki bíla. Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent
Sá flokkur bíla sem er á mestu undanhaldi í dag eru fjölnotabílar eða strumpastrætóar eins og sumir kalla þá. Hinsvegar er flokkur jepplinga í mikilli sókn og því kemur það kannski ekki á óvart að spænski bílaframleiðandinn Seat skuli hætta framleiðslu Seat Altea fjölnotabílsins og með því búa til rúm til framleiðslu jepplings. Seat, sem er í eigu Volkswagen, hefur framleitt Altea og Altea XL fjölnotabílana frá árinu 2004. Á fyrsta ári Altea seldist bíllinn framar vonum og runnu 31.223 eintök af honum frá færiböndunum til kaupenda, en nú hefur hægt svo á sölu bílsins að Seat hefur ákveðið að hætta framleiðslu hans. Á næsta ári mun hinsvegar koma á markað jepplingur sem byggður verður á sama undirvagni og Seat Leon fólksbíllinn. Þar hoppar Seat á jepplingahraðlestina eins og aðrir bílaframleiðendur, en 1,56 milljónir slíkra bíla seldust í Evrópu og búist er við því að sú tala verði komin í 2 milljónir árið 2020. Aðeins 500.000 jepplingar seldust þar árið 2006, sem sýnir best hraðan vöxtinn í þessum flokki bíla.
Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent