Mercedes Benz E-Class Maybach á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 24. ágúst 2015 09:35 Mercedes Benz S-Class Maybach. Mercedes Benz ætlar ekki að einskorða Maybach eðalbíla sína við S-Class bílalínu sína. Hinn öllu minni E-Class bíll verður einnig í boði í Maybach eðalútfærslu. Hann verður ekki síður glæsilegur og Maybach útfærslurnar af S-Class. Af myndum af E-Class Maybach bílnum að dæma er hann lengdur og því með stærri gluggum en hefðbundinn E-Class. Maybach var áður sjálfstætt fyrirtæki sem framleiddi afar vandaða lúxusbíla, en lenti í miklum fjárhagsvandræðum og var keypt af Mercedes Benz. Ekki gekk Benz miklu betur að selja Maybach bíla og tók þá til þess ráðs að framleiða Maybach útfærslur af stærstu gerð fólksbíla sinna, þ.e. S-Class. Sú breyting hefur virkað vel hjá Mercedes Benz og svo vel hja Benz að ákveðið hefur verið að framleiða fleiri og smærri bíla sína í þessari ofurlúxusbílaútfærslu. Maybach var stofnað árið 1909 en var keypt af Mercedes Benz árið 1960. Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent
Mercedes Benz ætlar ekki að einskorða Maybach eðalbíla sína við S-Class bílalínu sína. Hinn öllu minni E-Class bíll verður einnig í boði í Maybach eðalútfærslu. Hann verður ekki síður glæsilegur og Maybach útfærslurnar af S-Class. Af myndum af E-Class Maybach bílnum að dæma er hann lengdur og því með stærri gluggum en hefðbundinn E-Class. Maybach var áður sjálfstætt fyrirtæki sem framleiddi afar vandaða lúxusbíla, en lenti í miklum fjárhagsvandræðum og var keypt af Mercedes Benz. Ekki gekk Benz miklu betur að selja Maybach bíla og tók þá til þess ráðs að framleiða Maybach útfærslur af stærstu gerð fólksbíla sinna, þ.e. S-Class. Sú breyting hefur virkað vel hjá Mercedes Benz og svo vel hja Benz að ákveðið hefur verið að framleiða fleiri og smærri bíla sína í þessari ofurlúxusbílaútfærslu. Maybach var stofnað árið 1909 en var keypt af Mercedes Benz árið 1960.
Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent