Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 30. ágúst 2015 15:58 Hjálpa þarf flóttafólki að aðlagast samfélaginu á ýmsan máta. Vísir/EPA/Facebook Nokkrir Íslendingar hafa nú þegar brugðist kalli Eyglóar Harðardóttur velferðarráðherra en hún segir það grundvallast á því hversu mikið hinn almenni Íslendingur er tilbúinn til þess að leggja á sig hversu mörgum flóttamönnum landið getur tekið á móti. Þetta sagði hún í Sprengisandi í morgun. Bryndís Björgvinsdóttir stofnaði eftir viðtalið við Eygló Facebook-viðburðinn: „Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ í því skyni að sýna stjórnvöldum að vilji sé meðal almennings að taka á móti enn fleiri flóttamönnum á Sýrlandi en hefur verið rætt um. Ísland hefur skuldbundið sig til að taka á móti fimmtíu flóttamönnum en stjórnvöld hafa verið hvött til að hækka þá tölu umtalsvert.Sjá einnig: Velferðarráðherra vill ekki setja hámarkstölu á fjölda flóttafólks til ÍslandsEygló Harðardóttir segir ríkisstjórnina skoða möguleikana á því að taka við fleiri flóttamönnum en 50.Fréttablaðið/ErnirÍ viðburðinum óskar Bryndís eftir dvalar- og atvinnuleyfi ásamt kennitölu og helstu mannréttindum fyrir fimm Sýrlendinga. „Ég veit um mann sem getur hýst þá og gefið þeim að borða en ég skal borga undir þá flugið og kynna þá fyrir landi og þjóð. Í blöðunum segir að Íslendingar geti hugsað sér að taka á móti 50 Sýrlendingum en með þessu yrðu þeir 55,“ skrifar Bryndís.Munum aldrei geta sagt „þitt líf er minna virði en mitt líf“ Í viðburðinum er fólk ekki aðeins hvatt til þess að sýna að það sé tilbúið til að leggja hönd á plóg heldur er einnig kallað eftir hugmyndum um hvernig Íslendingar geta aðstoðað allan þann fjölda flóttamanna sem flýja nú stríðshrjáð heimalönd sín. Í síðasta mánuði komu 107 þúsund flóttamenn yfir landamæri Evrópulanda sem er met. „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar. Flóttafólk er framtíðarmakar okkar, bestu vinkonur, næsti sálufélagi, trommarinn í hljómveit barnanna okkar, næsti samstarfsmaður, ungfrú Ísland 2022, smiðurinn sem tekur baðherbergið loksins í gegn, kokkurinn í mötuneytinu, slökkviliðsmaður, hakkari og þáttastjórnandi. Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: „Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. Þar hafa fjölmargir íbúar hér á landi sagst vilja hjálpa til. „Sæl, ég heiti Unnur og er framhaldsskólakennari og aðjúnkt við HÍ. Ég er til í að kenna ungmennum í sjálfboðastarfi #þettaskaléggera,“ skrifar Unnur Gísladóttir. „Ég get gefið fullt af barnafötum, barnabækur, taubleiur og ýmsa barnavöru. Ég get líka verið með listasmiðju fyrir börnin og gefið málningu og annað efni í það,“ skrifar Bergrún Íris Sævarsdóttir. „Kæra Eygló Harðar. Èg býð mig fram til þess að hýsa 1-2 fjölskyldur frá Sýrlandi á heimili mínu. Ég óska hér með eftir landvistarleyfum, kennitölum og öllu því sem innflytjendur þurfa til þess að teljast gjaldgengir ríkisborgarar hér á landi. Með þessu vil ég hækka tölu flóttamannanna sem Ísland tekur á móti um sem nemur 1-2 fjölskyldum. Með samvinnu trúi ég að við getum gefið fleiri Sýrlendingum nýja og bjartari framtíð,“ skrifar Lukka Sigurðardóttir. Viðburðinn má sjá hér. Flóttamenn Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson: Íslensk stjórnvöld hljóti að bregðast við neyðarástandi í málefnum flóttamanna Til að standa jafnfætis Svíþjóð í móttöku flóttamanna, miðað við höfðatölu, ættum við að taka við um 1600 kvótaflóttamönnum á ári. 29. ágúst 2015 21:56 Flóttamannavandinn og ábyrgð Evrópu útskýrð á mannamáli á þremur mínútum Hans Rosling útskýrir flótta milljóna Sýrlendinga og hvernig Evrópa bregst við í vel framsettri þriggja mínútna kynningu. 29. ágúst 2015 23:15 „Skammarlega lítið“ að taka á móti 50 flóttamönnum Vinstri grænir hafa óskað eftir fundi í allsherjarnefnd vegna flóttamannavandans. 29. ágúst 2015 15:13 Flúði til Íslands frá Króatíu fyrir 20 árum: "Það sem fólk lætur útúr sér gerir mig virkilega sorgmædda“ Jovana Schally, kona á þrítugsaldri, kom hingað til lands þegar hún var aðeins sjö ára gömul eftir að hafa flúið Króatíu ásamt fjölskyldu sinni þegar stríð braust þar út. 30. ágúst 2015 12:24 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Nokkrir Íslendingar hafa nú þegar brugðist kalli Eyglóar Harðardóttur velferðarráðherra en hún segir það grundvallast á því hversu mikið hinn almenni Íslendingur er tilbúinn til þess að leggja á sig hversu mörgum flóttamönnum landið getur tekið á móti. Þetta sagði hún í Sprengisandi í morgun. Bryndís Björgvinsdóttir stofnaði eftir viðtalið við Eygló Facebook-viðburðinn: „Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ í því skyni að sýna stjórnvöldum að vilji sé meðal almennings að taka á móti enn fleiri flóttamönnum á Sýrlandi en hefur verið rætt um. Ísland hefur skuldbundið sig til að taka á móti fimmtíu flóttamönnum en stjórnvöld hafa verið hvött til að hækka þá tölu umtalsvert.Sjá einnig: Velferðarráðherra vill ekki setja hámarkstölu á fjölda flóttafólks til ÍslandsEygló Harðardóttir segir ríkisstjórnina skoða möguleikana á því að taka við fleiri flóttamönnum en 50.Fréttablaðið/ErnirÍ viðburðinum óskar Bryndís eftir dvalar- og atvinnuleyfi ásamt kennitölu og helstu mannréttindum fyrir fimm Sýrlendinga. „Ég veit um mann sem getur hýst þá og gefið þeim að borða en ég skal borga undir þá flugið og kynna þá fyrir landi og þjóð. Í blöðunum segir að Íslendingar geti hugsað sér að taka á móti 50 Sýrlendingum en með þessu yrðu þeir 55,“ skrifar Bryndís.Munum aldrei geta sagt „þitt líf er minna virði en mitt líf“ Í viðburðinum er fólk ekki aðeins hvatt til þess að sýna að það sé tilbúið til að leggja hönd á plóg heldur er einnig kallað eftir hugmyndum um hvernig Íslendingar geta aðstoðað allan þann fjölda flóttamanna sem flýja nú stríðshrjáð heimalönd sín. Í síðasta mánuði komu 107 þúsund flóttamenn yfir landamæri Evrópulanda sem er met. „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar. Flóttafólk er framtíðarmakar okkar, bestu vinkonur, næsti sálufélagi, trommarinn í hljómveit barnanna okkar, næsti samstarfsmaður, ungfrú Ísland 2022, smiðurinn sem tekur baðherbergið loksins í gegn, kokkurinn í mötuneytinu, slökkviliðsmaður, hakkari og þáttastjórnandi. Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: „Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. Þar hafa fjölmargir íbúar hér á landi sagst vilja hjálpa til. „Sæl, ég heiti Unnur og er framhaldsskólakennari og aðjúnkt við HÍ. Ég er til í að kenna ungmennum í sjálfboðastarfi #þettaskaléggera,“ skrifar Unnur Gísladóttir. „Ég get gefið fullt af barnafötum, barnabækur, taubleiur og ýmsa barnavöru. Ég get líka verið með listasmiðju fyrir börnin og gefið málningu og annað efni í það,“ skrifar Bergrún Íris Sævarsdóttir. „Kæra Eygló Harðar. Èg býð mig fram til þess að hýsa 1-2 fjölskyldur frá Sýrlandi á heimili mínu. Ég óska hér með eftir landvistarleyfum, kennitölum og öllu því sem innflytjendur þurfa til þess að teljast gjaldgengir ríkisborgarar hér á landi. Með þessu vil ég hækka tölu flóttamannanna sem Ísland tekur á móti um sem nemur 1-2 fjölskyldum. Með samvinnu trúi ég að við getum gefið fleiri Sýrlendingum nýja og bjartari framtíð,“ skrifar Lukka Sigurðardóttir. Viðburðinn má sjá hér.
Flóttamenn Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson: Íslensk stjórnvöld hljóti að bregðast við neyðarástandi í málefnum flóttamanna Til að standa jafnfætis Svíþjóð í móttöku flóttamanna, miðað við höfðatölu, ættum við að taka við um 1600 kvótaflóttamönnum á ári. 29. ágúst 2015 21:56 Flóttamannavandinn og ábyrgð Evrópu útskýrð á mannamáli á þremur mínútum Hans Rosling útskýrir flótta milljóna Sýrlendinga og hvernig Evrópa bregst við í vel framsettri þriggja mínútna kynningu. 29. ágúst 2015 23:15 „Skammarlega lítið“ að taka á móti 50 flóttamönnum Vinstri grænir hafa óskað eftir fundi í allsherjarnefnd vegna flóttamannavandans. 29. ágúst 2015 15:13 Flúði til Íslands frá Króatíu fyrir 20 árum: "Það sem fólk lætur útúr sér gerir mig virkilega sorgmædda“ Jovana Schally, kona á þrítugsaldri, kom hingað til lands þegar hún var aðeins sjö ára gömul eftir að hafa flúið Króatíu ásamt fjölskyldu sinni þegar stríð braust þar út. 30. ágúst 2015 12:24 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson: Íslensk stjórnvöld hljóti að bregðast við neyðarástandi í málefnum flóttamanna Til að standa jafnfætis Svíþjóð í móttöku flóttamanna, miðað við höfðatölu, ættum við að taka við um 1600 kvótaflóttamönnum á ári. 29. ágúst 2015 21:56
Flóttamannavandinn og ábyrgð Evrópu útskýrð á mannamáli á þremur mínútum Hans Rosling útskýrir flótta milljóna Sýrlendinga og hvernig Evrópa bregst við í vel framsettri þriggja mínútna kynningu. 29. ágúst 2015 23:15
„Skammarlega lítið“ að taka á móti 50 flóttamönnum Vinstri grænir hafa óskað eftir fundi í allsherjarnefnd vegna flóttamannavandans. 29. ágúst 2015 15:13
Flúði til Íslands frá Króatíu fyrir 20 árum: "Það sem fólk lætur útúr sér gerir mig virkilega sorgmædda“ Jovana Schally, kona á þrítugsaldri, kom hingað til lands þegar hún var aðeins sjö ára gömul eftir að hafa flúið Króatíu ásamt fjölskyldu sinni þegar stríð braust þar út. 30. ágúst 2015 12:24