Metinnflutningur bíla til Bandaríkjanna Finnur Thorlacius skrifar 9. september 2015 16:00 Bílar sem bíða umskipunar í Bandaríkjunum. Aldrei í sögunni hefur innflutningur á bílum til Bandaríkjanna verið meiri en í ár. Sterk staða dollarans freistar bílframleiðenda frá öðrum heimshlutum að selja bíla sína þar. Að auki hefur þessi sterka staða dollarans hamlað bandarískum bílaframleiðendum að selja bíla sína utan heimalandsins og því er vöruskiptajöfnuðurinn í bílainn- og útflutningi verið Bandaríkjamönnum afar óhagstæður á árinu og hefur aukið á neikvæðan heildarvöruskiptajöfnuð. Bara bílainnflutningur nemur þriðjungi af þessum neikvæða vöruskiptajöfnuði í Bandaríkjunum á árinu. Flestir bílanna sem streymt hafa til Bandaríkjanna koma frá Mexíkó, en margir bílaframleiðendur smíða bíla sína þar til innflutnings á Bandaríkjamarkaði. Ennfremur er mikill innflutningur frá Japan og Þýskalandi. Ekki mun innflutningurinn frá Mexíkó minnka á næstu árum en bæði Ford og Toyota tilkynntu á árinu að fyrirtækin ætluðu að byggja nýjar verksmiðjur þar. Nemur fjárfesting Ford 2,5 milljörðum dollara og Toyota 1 milljarði. Í Mexíkó voru framleiddir ríflega 3 milljónir bíla í fyrra og sú tala fer bara vaxandi, enda er þar að finna ódýrt vinnuafl og gnægð verkamanna. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent
Aldrei í sögunni hefur innflutningur á bílum til Bandaríkjanna verið meiri en í ár. Sterk staða dollarans freistar bílframleiðenda frá öðrum heimshlutum að selja bíla sína þar. Að auki hefur þessi sterka staða dollarans hamlað bandarískum bílaframleiðendum að selja bíla sína utan heimalandsins og því er vöruskiptajöfnuðurinn í bílainn- og útflutningi verið Bandaríkjamönnum afar óhagstæður á árinu og hefur aukið á neikvæðan heildarvöruskiptajöfnuð. Bara bílainnflutningur nemur þriðjungi af þessum neikvæða vöruskiptajöfnuði í Bandaríkjunum á árinu. Flestir bílanna sem streymt hafa til Bandaríkjanna koma frá Mexíkó, en margir bílaframleiðendur smíða bíla sína þar til innflutnings á Bandaríkjamarkaði. Ennfremur er mikill innflutningur frá Japan og Þýskalandi. Ekki mun innflutningurinn frá Mexíkó minnka á næstu árum en bæði Ford og Toyota tilkynntu á árinu að fyrirtækin ætluðu að byggja nýjar verksmiðjur þar. Nemur fjárfesting Ford 2,5 milljörðum dollara og Toyota 1 milljarði. Í Mexíkó voru framleiddir ríflega 3 milljónir bíla í fyrra og sú tala fer bara vaxandi, enda er þar að finna ódýrt vinnuafl og gnægð verkamanna.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent