Aukin dauðsföll gangandi vegfarenda vegna símnotkunar Finnur Thorlacius skrifar 9. september 2015 13:45 Gangandi vegfarendur skeyta ekki um umferðina og eru djúpt sokknir í síma sína. Þó svo að dauðsföll í umferðinni hafi minnkað í Bandaríkjunum á undaförnum árum hefur dauðsföllum gangandi vegfarenda þar fjölgað um 15% frá 2009 til 2013 og er símnotkun vegfarenda þar kennt um. Árið 2013 dóu 4.735 gangandi vegfarendur í Bandaríkjunum og voru það 14% allra dauðsfalla í umferðinni þar vestra. Það þýðir að á tveggja klukkutíma fresti lætur einhver gangandi vegfarandi lífið. Í mörgum borgum Bandaríkjanna hafa borgaryfirvöld hafið herferðir sem beint er að gangandi vegfarendum og símnotkunar þeirra. Í Philadelphia auglýsa borgaryfirvöld undir yfirskriftinni „Put Phone Down“ og er þar bent á að margir gangandi vegfarendur skeyti ekkert um umferðina og gangi yfir götur kafsokknir í eigin síma og sé því mikil hætta búin. Í Flórída er samskonar herferð í gangi undir yfirskriftinni „Alert Today, Alive Tomorrow“. Rannsóknir sýna að áfengi kemur mest við sögu við dauðsföll gangandi vegfarenda, en í 49% slíkra tilvika voru annaðhvort vegfarendurnir sjálfir eða bílstjórarnir undir áhrifum. Í könnun sem gerð var við 20 hættuleg vegamót í Bandarískum borgum voru 26% gangandi vegfarenda með tónlist í eyrunum, 13% voru í símanum en 15% voru að skoða upplýsingar í síma sínum eða senda textaskilaboð úr honum. Af þeim sem gengu yfir þessi gatnamót með logandi „Dont Walk“-skilaboð voru helmingur vegfarenda uppteknir af símum sínum. Þessi vandi einskorðast náttúrulega ekki við Bandaríkin og kannast margir í umferðinni hér á landi við þennan vanda. Því þurfa ökumenn nú að vera meðvitaðri en áður um gangandi vegfarendur. Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent
Þó svo að dauðsföll í umferðinni hafi minnkað í Bandaríkjunum á undaförnum árum hefur dauðsföllum gangandi vegfarenda þar fjölgað um 15% frá 2009 til 2013 og er símnotkun vegfarenda þar kennt um. Árið 2013 dóu 4.735 gangandi vegfarendur í Bandaríkjunum og voru það 14% allra dauðsfalla í umferðinni þar vestra. Það þýðir að á tveggja klukkutíma fresti lætur einhver gangandi vegfarandi lífið. Í mörgum borgum Bandaríkjanna hafa borgaryfirvöld hafið herferðir sem beint er að gangandi vegfarendum og símnotkunar þeirra. Í Philadelphia auglýsa borgaryfirvöld undir yfirskriftinni „Put Phone Down“ og er þar bent á að margir gangandi vegfarendur skeyti ekkert um umferðina og gangi yfir götur kafsokknir í eigin síma og sé því mikil hætta búin. Í Flórída er samskonar herferð í gangi undir yfirskriftinni „Alert Today, Alive Tomorrow“. Rannsóknir sýna að áfengi kemur mest við sögu við dauðsföll gangandi vegfarenda, en í 49% slíkra tilvika voru annaðhvort vegfarendurnir sjálfir eða bílstjórarnir undir áhrifum. Í könnun sem gerð var við 20 hættuleg vegamót í Bandarískum borgum voru 26% gangandi vegfarenda með tónlist í eyrunum, 13% voru í símanum en 15% voru að skoða upplýsingar í síma sínum eða senda textaskilaboð úr honum. Af þeim sem gengu yfir þessi gatnamót með logandi „Dont Walk“-skilaboð voru helmingur vegfarenda uppteknir af símum sínum. Þessi vandi einskorðast náttúrulega ekki við Bandaríkin og kannast margir í umferðinni hér á landi við þennan vanda. Því þurfa ökumenn nú að vera meðvitaðri en áður um gangandi vegfarendur.
Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent