Á þriðja milljarð í húsnæðismál Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. september 2015 07:00 Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að ríkisstjórnin sé að efna fyrirheit sem gefin voru í vor. vísir/vilhelm Gert er ráð fyrir að 2,6 milljörðum króna verði varið til húsnæðismála, samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Þar af fara 1,5 milljarðar í stofnframlög vegna uppbyggingar á félagslegu leiguhúsnæði, en 1,1 milljarður í húsaleigubætur. Í frumvarpinu kemur fram að þetta sé í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í lok maí í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. „Í henni lýstum við yfir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að byggja allt að 2.300 leiguíbúðir á næstu fjórum árum sem yrði þá fjármagnað með stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga og beinum vaxtagreiðslum líka,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, í samtali við Fréttablaðið. Miðað er við að hægt verði að hefja þetta átak strax á næsta ári og byggja þá eða kaupa allt að 400 leiguíbúðir. Spurð hvort leiguhúsnæðið verði byggt upp í Reykjavík eða annars staðar á landinu segir Eygló að það muni ráðast af þörfinni. „Þörfin hefur verið mest á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Eygló. En hún bætir því við að aukinn ferðamannastraumur víða utan höfuðborgarsvæðisins og viðleitni sveitarfélaga til að snúa við byggðaþróun hafi valdið því að mikill skortur á leiguhúsnæði hafi myndast þar líka. Í fjárlagafrumvarpinu er einnig lagt til að frítekjumark fjármagnstekjuskatts af leigutekjum einstaklinga af íbúðarhúsnæði verði hækkað úr 30 prósentum í 50 prósent. Virk skattbyrði leigutekna mun þar með lækka úr 14 prósentum í 10 prósent. Markmiðið með þessu er að hvetja til langtímaleigu íbúðarhúsnæðis. En hætta er á að skammtímaleiga húsnæðis, til dæmis í gegnum vefsíður á borð við Airbnb, sé til þess fallin að draga úr framboði á leiguhúsnæði til langs tíma og þrýsta þar með upp leiguverði. „Þetta er í samræmi við tillögur sem komu frá verkefnastjórn um framtíðarskipan húsnæðismála og við lofuðum líka í samræmi við kjarasamninga,“ segir Eygló og vísar í fyrrgreinda yfirlýsingu sem gefin var út i vor. Þar hét ríkisstjórnin því að hvatt yrði til aukins framboðs á íbúðum og að menn væru þá meira tilbúnir til þess að leigja til almennra heimila. Eygló telur að með þessu sé ríkisstjórnin að efna þau fyrirheit sem gefin voru í vor. „Þetta er það sem við lofuðum. Við erum síðan að vinna að ýmsum öðrum tillögum sem hafa ekki bein fjárútlát í för með sér. En þetta eru stóru tillögurnar sem snúa að fjárlagafrumvarpinu og mjög stórt skref í breytingum á húsnæðismarkaði,“ segir hún. Eygló segist að öðru leyti vera mjög sátt við áhersluna sem endurspeglast í frumvarpinu. Í því felist auknar fjárveitingar til velferðarmála og húsnæðismála. Og að ekki sé gerð aðhaldskrafa á almannatryggingar og atvinnuleysisbætur. „Þannig að ég er mjög sátt.“ Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Gert er ráð fyrir að 2,6 milljörðum króna verði varið til húsnæðismála, samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Þar af fara 1,5 milljarðar í stofnframlög vegna uppbyggingar á félagslegu leiguhúsnæði, en 1,1 milljarður í húsaleigubætur. Í frumvarpinu kemur fram að þetta sé í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í lok maí í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. „Í henni lýstum við yfir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að byggja allt að 2.300 leiguíbúðir á næstu fjórum árum sem yrði þá fjármagnað með stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga og beinum vaxtagreiðslum líka,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, í samtali við Fréttablaðið. Miðað er við að hægt verði að hefja þetta átak strax á næsta ári og byggja þá eða kaupa allt að 400 leiguíbúðir. Spurð hvort leiguhúsnæðið verði byggt upp í Reykjavík eða annars staðar á landinu segir Eygló að það muni ráðast af þörfinni. „Þörfin hefur verið mest á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Eygló. En hún bætir því við að aukinn ferðamannastraumur víða utan höfuðborgarsvæðisins og viðleitni sveitarfélaga til að snúa við byggðaþróun hafi valdið því að mikill skortur á leiguhúsnæði hafi myndast þar líka. Í fjárlagafrumvarpinu er einnig lagt til að frítekjumark fjármagnstekjuskatts af leigutekjum einstaklinga af íbúðarhúsnæði verði hækkað úr 30 prósentum í 50 prósent. Virk skattbyrði leigutekna mun þar með lækka úr 14 prósentum í 10 prósent. Markmiðið með þessu er að hvetja til langtímaleigu íbúðarhúsnæðis. En hætta er á að skammtímaleiga húsnæðis, til dæmis í gegnum vefsíður á borð við Airbnb, sé til þess fallin að draga úr framboði á leiguhúsnæði til langs tíma og þrýsta þar með upp leiguverði. „Þetta er í samræmi við tillögur sem komu frá verkefnastjórn um framtíðarskipan húsnæðismála og við lofuðum líka í samræmi við kjarasamninga,“ segir Eygló og vísar í fyrrgreinda yfirlýsingu sem gefin var út i vor. Þar hét ríkisstjórnin því að hvatt yrði til aukins framboðs á íbúðum og að menn væru þá meira tilbúnir til þess að leigja til almennra heimila. Eygló telur að með þessu sé ríkisstjórnin að efna þau fyrirheit sem gefin voru í vor. „Þetta er það sem við lofuðum. Við erum síðan að vinna að ýmsum öðrum tillögum sem hafa ekki bein fjárútlát í för með sér. En þetta eru stóru tillögurnar sem snúa að fjárlagafrumvarpinu og mjög stórt skref í breytingum á húsnæðismarkaði,“ segir hún. Eygló segist að öðru leyti vera mjög sátt við áhersluna sem endurspeglast í frumvarpinu. Í því felist auknar fjárveitingar til velferðarmála og húsnæðismála. Og að ekki sé gerð aðhaldskrafa á almannatryggingar og atvinnuleysisbætur. „Þannig að ég er mjög sátt.“
Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira