Starfshópur um óvænt dauðsföll í heilbrigðisþjónustunni lokið verki Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. september 2015 18:30 Hjúkrunarfræðingur var í fyrra ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Vísir/Vilhelm Starfshópur sem Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra skipaði í janúar til að móta tilögur um verklag í tengslum við tilkynningar og rannsókn óvæntra dauðsfalla sem ætla má að rekja megi til mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks við meðferð sjúklings, hefur skilað ráðherra tillögum sínum. Þetta kemur fram í tilkynningu velferðarráðuneytisins. Síðastliðin 15 ár hafa lögregla og ákæruvald haft innan við tíu mál til meðferðar vegna óvæntra, alvarlegra atvika og óvæntra dauðsfalla innan heilbrigðisþjónustunnar. Ákæra var gefin út í einu máli. Það var mál hjúkrunarkonunnar sem var í maí á síðasta ári ákærð fyrir manndráp af gáleysi. Hún neitaði sök fyrir héraðsdómi. Eftirfarandi tillögur eru helstu tillögur starfshópsins: Velferðarráðuneytið vinni reglugerð um viðbrögð og rannsókn Embættis landlæknis á óvæntum, alvarlegum atvikum og óvæntum dauðsföllum. Ríkissaksóknari gefi út fyrirmæli til handa lögreglu um rannsókn óvæntra, alvarlegra atvika og óvæntra dauðsfalla. Unnar verði verklagsreglur hjá Embætti landlæknis og lögreglu þar sem samstarf þessara stjórnvalda verði nánar útfært varðandi rannsókn óvæntra, alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu og óvæntra dauðsfalla. Mælt er með því að Embætti landlæknis og lögregla skipuleggi samstarf um rannsóknaraðgerðir, til dæmis með því að koma á fót vettvangsrannsóknarteymi. Skýra þarf nánar í lögum hvaða óvæntu dauðsföll ber að tilkynna til lögreglu. Skapa þarf grundvöll innan heilbrigðisþjónustunnar til að geta áfram unnið gæða- og umbótastarf og að upplýsingar sem aflað er í þeim tilgangi verði ekki aðgengilegar öðrum stjórnvöldum. Tekið verði upp samræmt og samtengt skráningakerfi um skráningu, úrvinnslu og eftirfylgd atvika um allt land. Innanríkisráðuneytið taki til skoðunar hvort rétt sé að bæta ákvæði um cumulativa hlutlæga refsiábyrgð í almenn hegningarlög. Embætti landlæknis og lögreglu verði tryggt fjármagn til að ráðast í aðgerðir til að bæta verklag á þessu sviði. Nánari grein er gerð fyrir tillögunum í skýrslu hópsins sem má finna á síðu velferðarráðuneytisins. Ráðherra var ánægður með vinnu starfshópsins. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. „Skipun starfshópsins og markmiðin með vinnu hans var að finna leiðir til að auka öryggi sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna og stuðla að því að löggjöf, verklag og rannsókn vegna óvæntra dauðsfalla í heilbrigðisþjónustu verði sem best háttað hér á landi. Eftir að starfshópurinn hóf vinnu sína ákvað hann að fjalla einnig um önnur óvænt, alvarleg atvik sem upp koma innan heilbrigðisþjónustunnar og hafa valdið eða eða hefðu getað valdið sjúklingi alvarlegu tjóni svo sem varanlegum örkumlum. Tíu mál verið til meðferðar vegna alvarlegra atvika og óvæntra dauðsfalla Hluti af vinnu hópsins fólst því í að yfirfara gildandi löggjöf hér á landi varðandi þessi mál og kanna hvort breytinga væri þörf. Liður í því var að skoða löggjöf nágrannaþjóða og verklag sem þar tíðkast. Um þetta er nokkuð ítarlega fjallað í skýrslunni, auk þess sem lýst er lagaumhverfi og verklagi hér á landi vegna alvarlegra atvika af þeim toga sem starfshópurinn fjallaði um. Öll óvænt, alvarleg atvik og óvænt dauðsföll ber að tilkynna til Embættis landlæknis samkvæmt lögum. Tilgangurinn er einkum sá að embættið geti rannsakað slík mál til að finna á þeim skýringu og tryggja eftir því sem kostur er að sambærileg atvik endurtaki sig ekki. Í lögum er einnig fjallað um tilkynningarskyldu til lögreglu vegna óvæntra dauðsfalla á heilbrigðisstofnunum eða annars staðar þar sem heilbrigðisþjónusta er veitt sem ætla má að rekja megi til mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks. Í skýrslu starfshópsins segir að vegna þeirrar staðreyndar að í tiltölulega fáum tilkynningum um óvænt, alvarleg atvik og óvænt dauðsföll í heilbrigðisþjónustu felast aðstæður þar sem grunur er um að ástæða atviks stafi af háttsemi sem felur í sér refsiábyrgð sé æskilegt að lögregla hefji aðeins rannsókn í málum sem fengið hafa rannsókn hjá færustu sérfræðingum sem völ er á,“ segir í tilkynningu. Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira
Starfshópur sem Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra skipaði í janúar til að móta tilögur um verklag í tengslum við tilkynningar og rannsókn óvæntra dauðsfalla sem ætla má að rekja megi til mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks við meðferð sjúklings, hefur skilað ráðherra tillögum sínum. Þetta kemur fram í tilkynningu velferðarráðuneytisins. Síðastliðin 15 ár hafa lögregla og ákæruvald haft innan við tíu mál til meðferðar vegna óvæntra, alvarlegra atvika og óvæntra dauðsfalla innan heilbrigðisþjónustunnar. Ákæra var gefin út í einu máli. Það var mál hjúkrunarkonunnar sem var í maí á síðasta ári ákærð fyrir manndráp af gáleysi. Hún neitaði sök fyrir héraðsdómi. Eftirfarandi tillögur eru helstu tillögur starfshópsins: Velferðarráðuneytið vinni reglugerð um viðbrögð og rannsókn Embættis landlæknis á óvæntum, alvarlegum atvikum og óvæntum dauðsföllum. Ríkissaksóknari gefi út fyrirmæli til handa lögreglu um rannsókn óvæntra, alvarlegra atvika og óvæntra dauðsfalla. Unnar verði verklagsreglur hjá Embætti landlæknis og lögreglu þar sem samstarf þessara stjórnvalda verði nánar útfært varðandi rannsókn óvæntra, alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu og óvæntra dauðsfalla. Mælt er með því að Embætti landlæknis og lögregla skipuleggi samstarf um rannsóknaraðgerðir, til dæmis með því að koma á fót vettvangsrannsóknarteymi. Skýra þarf nánar í lögum hvaða óvæntu dauðsföll ber að tilkynna til lögreglu. Skapa þarf grundvöll innan heilbrigðisþjónustunnar til að geta áfram unnið gæða- og umbótastarf og að upplýsingar sem aflað er í þeim tilgangi verði ekki aðgengilegar öðrum stjórnvöldum. Tekið verði upp samræmt og samtengt skráningakerfi um skráningu, úrvinnslu og eftirfylgd atvika um allt land. Innanríkisráðuneytið taki til skoðunar hvort rétt sé að bæta ákvæði um cumulativa hlutlæga refsiábyrgð í almenn hegningarlög. Embætti landlæknis og lögreglu verði tryggt fjármagn til að ráðast í aðgerðir til að bæta verklag á þessu sviði. Nánari grein er gerð fyrir tillögunum í skýrslu hópsins sem má finna á síðu velferðarráðuneytisins. Ráðherra var ánægður með vinnu starfshópsins. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. „Skipun starfshópsins og markmiðin með vinnu hans var að finna leiðir til að auka öryggi sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna og stuðla að því að löggjöf, verklag og rannsókn vegna óvæntra dauðsfalla í heilbrigðisþjónustu verði sem best háttað hér á landi. Eftir að starfshópurinn hóf vinnu sína ákvað hann að fjalla einnig um önnur óvænt, alvarleg atvik sem upp koma innan heilbrigðisþjónustunnar og hafa valdið eða eða hefðu getað valdið sjúklingi alvarlegu tjóni svo sem varanlegum örkumlum. Tíu mál verið til meðferðar vegna alvarlegra atvika og óvæntra dauðsfalla Hluti af vinnu hópsins fólst því í að yfirfara gildandi löggjöf hér á landi varðandi þessi mál og kanna hvort breytinga væri þörf. Liður í því var að skoða löggjöf nágrannaþjóða og verklag sem þar tíðkast. Um þetta er nokkuð ítarlega fjallað í skýrslunni, auk þess sem lýst er lagaumhverfi og verklagi hér á landi vegna alvarlegra atvika af þeim toga sem starfshópurinn fjallaði um. Öll óvænt, alvarleg atvik og óvænt dauðsföll ber að tilkynna til Embættis landlæknis samkvæmt lögum. Tilgangurinn er einkum sá að embættið geti rannsakað slík mál til að finna á þeim skýringu og tryggja eftir því sem kostur er að sambærileg atvik endurtaki sig ekki. Í lögum er einnig fjallað um tilkynningarskyldu til lögreglu vegna óvæntra dauðsfalla á heilbrigðisstofnunum eða annars staðar þar sem heilbrigðisþjónusta er veitt sem ætla má að rekja megi til mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks. Í skýrslu starfshópsins segir að vegna þeirrar staðreyndar að í tiltölulega fáum tilkynningum um óvænt, alvarleg atvik og óvænt dauðsföll í heilbrigðisþjónustu felast aðstæður þar sem grunur er um að ástæða atviks stafi af háttsemi sem felur í sér refsiábyrgð sé æskilegt að lögregla hefji aðeins rannsókn í málum sem fengið hafa rannsókn hjá færustu sérfræðingum sem völ er á,“ segir í tilkynningu.
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira
Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46