Aukning í bílasölu 70% í ágúst Finnur Thorlacius skrifar 3. september 2015 09:50 Bílaumferð í Reykjavík. Sala á nýjum fólksbílum frá 1. til 31. ágúst jókst um 69,8% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 842 bílar á móti 496 í sama mánuði 2014 eða aukning um 346 bíla. 41,7% aukning er í nýskráningum frá 1. janúar til og með 31. ágúst miðað við sama tímabil á fyrra ári en samtals hafa verið nýskráðir 11.533 fólksbílar það sem af er ári. Áframhaldandi aukning er í nýskráningum fólksbíla og er aukningin nú aðallega til einstaklinga og fyrirtækja en búið er að afgreiða megnið af bílaleigubílum sem afgreiddir verða á árinu. Um jákvæða þróun er að ræða með tilliti til öryggissjónarmiða og mengunar þar sem Ísland er enn í efstu sætum í Evrópu hvað varðar meðalaldur fólksbíla segir í frétt frá Bílgreinasambandinu. Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent
Sala á nýjum fólksbílum frá 1. til 31. ágúst jókst um 69,8% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 842 bílar á móti 496 í sama mánuði 2014 eða aukning um 346 bíla. 41,7% aukning er í nýskráningum frá 1. janúar til og með 31. ágúst miðað við sama tímabil á fyrra ári en samtals hafa verið nýskráðir 11.533 fólksbílar það sem af er ári. Áframhaldandi aukning er í nýskráningum fólksbíla og er aukningin nú aðallega til einstaklinga og fyrirtækja en búið er að afgreiða megnið af bílaleigubílum sem afgreiddir verða á árinu. Um jákvæða þróun er að ræða með tilliti til öryggissjónarmiða og mengunar þar sem Ísland er enn í efstu sætum í Evrópu hvað varðar meðalaldur fólksbíla segir í frétt frá Bílgreinasambandinu.
Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent