Samfylkingin með sögulega lágt fylgi og Björt framtíð þurrkast út Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. september 2015 19:10 Frá landsfundi Samfylkingarinnar sem berst nú við mikið fylgistap. Vísir/HMP Töluverð hreyfing er á fylgi stjórnmálaflokka milli mánaða. Píratar og Vinstrihreyfingin - grænt framboð bæta við sig en að sama skapi minnkar fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins milli mánaða er framkemur í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Píratar eru sem fyrr langstærsti stjórnmálaflokkur landsins í skoðanakönnunum en hann mælist nú með um 36 prósent fylgi. Það er tæplega fjórum prósentustigum meira en fyrir mánuði. Sjálfstæðisflokksins minnkar um rúmlega tvö prósentustig milli mánaða en tæplega 22% segjast myndu kjósa flokkinn ef gengið væri til kosninga nú. Flokkurinn hefur ekki mælst með minna fylgi síðan skömmu eftir hrun bankakerfisins undir lok árs 2008. Samfylkingin ríður heldur ekki feitum hesti frá könnuninni. Rúmlega 9 prósent segjast myndu kjósa flokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag sem er um þremur prósentustigum minna en fyrir mánuði. Samfylkingin hefur ekki notið minni hylli meðal kjósenda frá því frá því í maí 1998 þegar hann bauð fyrst fram.Mynd/GallupFylgi Framsóknarflokksins og Bjartrar framtíðar minnkar lítið milli mánaða. Liðlega 11 prósent segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn og rösklega 4 prósent Bjarta framtíð. Yrði það niðurstaðan í næstu kosningum myndi Björt framtíð þurrkast út af þingi.Þá minnkar stuðningur við ríkisstjórnina en 34 prósent kjósenda segjast nú styðja hana - það er tveimur prósentustigum minni stuðningur en í síðasta mánuði. Könnunin var gerð dagana 6. til 30. ágúst. 4290 voru í úrtaki Gallup, svarhlutfallið var 56,9%. Af þeim sem svöruðu nefndu 76,8% einhvern flokk, 11,5% tóku ekki afstöðu eða neituðu að svara og 11,7% sögðust myndu skila auðu eða ekki kjósa. Vikmörkin í könnuninni eru 0,9-2,2%, að því er kemur fram á fréttavef Ríkisútvarpsins. Alþingi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Töluverð hreyfing er á fylgi stjórnmálaflokka milli mánaða. Píratar og Vinstrihreyfingin - grænt framboð bæta við sig en að sama skapi minnkar fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins milli mánaða er framkemur í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Píratar eru sem fyrr langstærsti stjórnmálaflokkur landsins í skoðanakönnunum en hann mælist nú með um 36 prósent fylgi. Það er tæplega fjórum prósentustigum meira en fyrir mánuði. Sjálfstæðisflokksins minnkar um rúmlega tvö prósentustig milli mánaða en tæplega 22% segjast myndu kjósa flokkinn ef gengið væri til kosninga nú. Flokkurinn hefur ekki mælst með minna fylgi síðan skömmu eftir hrun bankakerfisins undir lok árs 2008. Samfylkingin ríður heldur ekki feitum hesti frá könnuninni. Rúmlega 9 prósent segjast myndu kjósa flokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag sem er um þremur prósentustigum minna en fyrir mánuði. Samfylkingin hefur ekki notið minni hylli meðal kjósenda frá því frá því í maí 1998 þegar hann bauð fyrst fram.Mynd/GallupFylgi Framsóknarflokksins og Bjartrar framtíðar minnkar lítið milli mánaða. Liðlega 11 prósent segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn og rösklega 4 prósent Bjarta framtíð. Yrði það niðurstaðan í næstu kosningum myndi Björt framtíð þurrkast út af þingi.Þá minnkar stuðningur við ríkisstjórnina en 34 prósent kjósenda segjast nú styðja hana - það er tveimur prósentustigum minni stuðningur en í síðasta mánuði. Könnunin var gerð dagana 6. til 30. ágúst. 4290 voru í úrtaki Gallup, svarhlutfallið var 56,9%. Af þeim sem svöruðu nefndu 76,8% einhvern flokk, 11,5% tóku ekki afstöðu eða neituðu að svara og 11,7% sögðust myndu skila auðu eða ekki kjósa. Vikmörkin í könnuninni eru 0,9-2,2%, að því er kemur fram á fréttavef Ríkisútvarpsins.
Alþingi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira