Jón Arnór enn andvaka vegna tapsins gegn Stjörnunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. september 2015 09:30 Stutt í tárin hjá Jóni Arnóri, Jakobi Sigurðar, Fannari Ólafs og fleirum eftir tapið í Laugardalshöllinni gegn Stjörnunni. Vísir Jón Arnór verður 33 ára þann 21. september og óvíst hve mörg ár hann á eftir í fremstu röð í körfuboltanum. Hversu langur sem atvinnumannaferilinn verður er eitt ákveðið. Hann ætlar að ljúka ferlinum með uppeldisfélagi sínu, KR. „Ég er harður á því og alltaf séð það fyrir mér. Ég á eftir að takast á við áskorun heima,“ segir Jón Arnór og nefnir strax bikarmeistaratitilinn. „Mig langar rosalega að hampa titli í Höllinni.“ Jón tapaði í tvígang úrslitaleik með KR í Laugardalshöllinni. Í síðara skiptið gegn Stjörnunni þar sem reiknað var með því að Vesturbæingar myndu leiða óreynda og minni spámenn úr Garðabæ til slátrunar. Jón Arnór skoraði reyndar 29 stig í leiknum sem dugði ekki til í 78-76 tapi.Jakob Örn Sigurðarson og Jón Arnór ásamt Böðvari Guðjónssyni, formanni körfuknattleiksdeildar KR, haustið 2008 þegar landsliðsmennirnir sömdu til eins árs við uppeldisfélagið.VísirStutt í tárin „Ég hugsa stundum um þennan leik þegar ég er að fara að sofa og það heldur fyrir mér vöku á nóttunni. Ég er ekki að grínast,“ segir Jón Arnór um leikinn eftirminnilega. Stjörnumenn minnast þess enn hve fagmannlega Jón Arnór tók tapinu. Hann kom inn í klefa til þeirra eftir leik og óskaði þeim til hamingju með sigurinn. „Stjarnan átti þetta fyllilega skilið og kannski þurftum við á þessu að halda, og körfuboltinn heima líka. Það eru allir sjúkir í að litlu liðin skelli þeim stóru,“ segir Jón Arnór. Tapið hafi engu að síður verið gríðarlega sárt og stutt í tárin.Jón Arnór Stefánsson var í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Þar ræðir Jón um ástina, NBA-ævintýrið, eltingaleikinn við stúdentsprófið og ástæðu þess að hann hafnaði á lista með hryðjuverkamönnum. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór aðeins einu sinni orðið stjörnustjarfur Þrátt fyrir að körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson hafi ýmist spilað með eða gegn fremstu leikmönnum Evrópu og æft með einu stærsta félaginu í NBA segist hann alltaf hafa haldið ró sinni, nema einu sinni. 19. september 2015 23:15 „Hvað er málið með þennan númer átta?“ Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í Berlín hefur vakið mikla athygli að sögn Jóns Arnórs Stefánssonar. 18. september 2015 23:10 Frú Ingigerður var umboðsmaður Jóns Arnórs í æsku "Mamma tók símtalið á Benna og lét hann heyra það,“ segir Jón Arnór Stefánsson. 19. september 2015 15:00 Lúxuslíf síðan ég byrjaði með Lilju Jón Arnór Stefánsson hefur flakkað um heiminn með körfubolta í hendi í átján ár. Íþróttamaður ársins leiddi landsliðið á sitt fyrsta Evrópumót, var á lista yfir hryðjuverkamenn og ætlar að fagna stúdentnum fyrir fertugt. 19. september 2015 08:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Sjá meira
Jón Arnór verður 33 ára þann 21. september og óvíst hve mörg ár hann á eftir í fremstu röð í körfuboltanum. Hversu langur sem atvinnumannaferilinn verður er eitt ákveðið. Hann ætlar að ljúka ferlinum með uppeldisfélagi sínu, KR. „Ég er harður á því og alltaf séð það fyrir mér. Ég á eftir að takast á við áskorun heima,“ segir Jón Arnór og nefnir strax bikarmeistaratitilinn. „Mig langar rosalega að hampa titli í Höllinni.“ Jón tapaði í tvígang úrslitaleik með KR í Laugardalshöllinni. Í síðara skiptið gegn Stjörnunni þar sem reiknað var með því að Vesturbæingar myndu leiða óreynda og minni spámenn úr Garðabæ til slátrunar. Jón Arnór skoraði reyndar 29 stig í leiknum sem dugði ekki til í 78-76 tapi.Jakob Örn Sigurðarson og Jón Arnór ásamt Böðvari Guðjónssyni, formanni körfuknattleiksdeildar KR, haustið 2008 þegar landsliðsmennirnir sömdu til eins árs við uppeldisfélagið.VísirStutt í tárin „Ég hugsa stundum um þennan leik þegar ég er að fara að sofa og það heldur fyrir mér vöku á nóttunni. Ég er ekki að grínast,“ segir Jón Arnór um leikinn eftirminnilega. Stjörnumenn minnast þess enn hve fagmannlega Jón Arnór tók tapinu. Hann kom inn í klefa til þeirra eftir leik og óskaði þeim til hamingju með sigurinn. „Stjarnan átti þetta fyllilega skilið og kannski þurftum við á þessu að halda, og körfuboltinn heima líka. Það eru allir sjúkir í að litlu liðin skelli þeim stóru,“ segir Jón Arnór. Tapið hafi engu að síður verið gríðarlega sárt og stutt í tárin.Jón Arnór Stefánsson var í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Þar ræðir Jón um ástina, NBA-ævintýrið, eltingaleikinn við stúdentsprófið og ástæðu þess að hann hafnaði á lista með hryðjuverkamönnum.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór aðeins einu sinni orðið stjörnustjarfur Þrátt fyrir að körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson hafi ýmist spilað með eða gegn fremstu leikmönnum Evrópu og æft með einu stærsta félaginu í NBA segist hann alltaf hafa haldið ró sinni, nema einu sinni. 19. september 2015 23:15 „Hvað er málið með þennan númer átta?“ Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í Berlín hefur vakið mikla athygli að sögn Jóns Arnórs Stefánssonar. 18. september 2015 23:10 Frú Ingigerður var umboðsmaður Jóns Arnórs í æsku "Mamma tók símtalið á Benna og lét hann heyra það,“ segir Jón Arnór Stefánsson. 19. september 2015 15:00 Lúxuslíf síðan ég byrjaði með Lilju Jón Arnór Stefánsson hefur flakkað um heiminn með körfubolta í hendi í átján ár. Íþróttamaður ársins leiddi landsliðið á sitt fyrsta Evrópumót, var á lista yfir hryðjuverkamenn og ætlar að fagna stúdentnum fyrir fertugt. 19. september 2015 08:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Sjá meira
Jón Arnór aðeins einu sinni orðið stjörnustjarfur Þrátt fyrir að körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson hafi ýmist spilað með eða gegn fremstu leikmönnum Evrópu og æft með einu stærsta félaginu í NBA segist hann alltaf hafa haldið ró sinni, nema einu sinni. 19. september 2015 23:15
„Hvað er málið með þennan númer átta?“ Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í Berlín hefur vakið mikla athygli að sögn Jóns Arnórs Stefánssonar. 18. september 2015 23:10
Frú Ingigerður var umboðsmaður Jóns Arnórs í æsku "Mamma tók símtalið á Benna og lét hann heyra það,“ segir Jón Arnór Stefánsson. 19. september 2015 15:00
Lúxuslíf síðan ég byrjaði með Lilju Jón Arnór Stefánsson hefur flakkað um heiminn með körfubolta í hendi í átján ár. Íþróttamaður ársins leiddi landsliðið á sitt fyrsta Evrópumót, var á lista yfir hryðjuverkamenn og ætlar að fagna stúdentnum fyrir fertugt. 19. september 2015 08:00