Úber góð þróun Hildur Sverrisdóttir skrifar 18. september 2015 11:00 Ég finn til með vekjaraklukkuframleiðendum. Ég veit ekki hversu mikla markaðshlutdeild þeir hafa misst síðan snjallsímarnir tóku við því hlutverki að vekja fólk en ég ímynda mér að það sé hellingur. Eins með Kodak sem vissi ekki sitt rjúkandi ráð þegar stafrænu myndavélarnar komu til sögunnar – sem lentu svo líka í klandri vegna snjallsímanna. Það er þó ólíklegt að snjallsímarnir hrósi sigri til eilífðar. Neytendur munu taka arftaka þeirra fagnandi. Slík þróun hefur alltaf mætt mótspyrnu þeirra sem eftir sitja. Kveikt var í prjónavélum iðnbyltingarinnar og nú brenna leigubílstjórar í París bíla til að mótmæla nýju bílaþjónustunni Úber sem býður þjónustu sína með færri handtökum vinnandi manna. Það er nefnilega lífseig skoðun að vélvæðing og tækniþróun stuðli að atvinnuleysi. Ef sú kenning stæðist hefði atvinnuleysi aukist með hverri einustu tækniframför en því er auðvitað þveröfugt farið. Með hverri nýjung eykst þjóðfélagslegur ávinningur. Allt frá iðnbyltingu hafa verið settar ýmsar reglur til að tryggja atvinnu hagsmunahópa og bjarga ákveðinni starfsemi frá samkeppni nýrrar tækni. Það er vond hugmynd sem hefur alltaf reynst tilgangslaus og skaðleg. Ef hestakerruframleiðslu hefði verið haldið lifandi með opinberum aðgerðum til að vernda atvinnu hefði ávinningi okkar af bílaöldinni seinkað. Kannski finnst okkur annað eiga við nú þar sem tæknin sé orðin svo feikinóg að það réttlæti inngrip hins opinbera. Sama fannst frú Eleanor Roosevelt sem sagði árið 1945 að tæknin væri orðin svo mikil að vinnuaflssparandi aðferðir væru einungis af hinu góða ef þær kostuðu engan verkamann vinnuna. Það var eflaust vel meint en ef sú hefði orðið raunin gætum við gleymt allri tækniþróun síðan þá og hagsældinni sem hún hefur veitt okkur. Og gætum ekki spjallað um það í snjallsímunum okkar. Sem sagt: Leyfum bílaþjónustu Úber. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
Ég finn til með vekjaraklukkuframleiðendum. Ég veit ekki hversu mikla markaðshlutdeild þeir hafa misst síðan snjallsímarnir tóku við því hlutverki að vekja fólk en ég ímynda mér að það sé hellingur. Eins með Kodak sem vissi ekki sitt rjúkandi ráð þegar stafrænu myndavélarnar komu til sögunnar – sem lentu svo líka í klandri vegna snjallsímanna. Það er þó ólíklegt að snjallsímarnir hrósi sigri til eilífðar. Neytendur munu taka arftaka þeirra fagnandi. Slík þróun hefur alltaf mætt mótspyrnu þeirra sem eftir sitja. Kveikt var í prjónavélum iðnbyltingarinnar og nú brenna leigubílstjórar í París bíla til að mótmæla nýju bílaþjónustunni Úber sem býður þjónustu sína með færri handtökum vinnandi manna. Það er nefnilega lífseig skoðun að vélvæðing og tækniþróun stuðli að atvinnuleysi. Ef sú kenning stæðist hefði atvinnuleysi aukist með hverri einustu tækniframför en því er auðvitað þveröfugt farið. Með hverri nýjung eykst þjóðfélagslegur ávinningur. Allt frá iðnbyltingu hafa verið settar ýmsar reglur til að tryggja atvinnu hagsmunahópa og bjarga ákveðinni starfsemi frá samkeppni nýrrar tækni. Það er vond hugmynd sem hefur alltaf reynst tilgangslaus og skaðleg. Ef hestakerruframleiðslu hefði verið haldið lifandi með opinberum aðgerðum til að vernda atvinnu hefði ávinningi okkar af bílaöldinni seinkað. Kannski finnst okkur annað eiga við nú þar sem tæknin sé orðin svo feikinóg að það réttlæti inngrip hins opinbera. Sama fannst frú Eleanor Roosevelt sem sagði árið 1945 að tæknin væri orðin svo mikil að vinnuaflssparandi aðferðir væru einungis af hinu góða ef þær kostuðu engan verkamann vinnuna. Það var eflaust vel meint en ef sú hefði orðið raunin gætum við gleymt allri tækniþróun síðan þá og hagsældinni sem hún hefur veitt okkur. Og gætum ekki spjallað um það í snjallsímunum okkar. Sem sagt: Leyfum bílaþjónustu Úber.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun