Óttarr og Unnur Brá heimsóttu flóttamenn Una Sighvatsdóttir skrifar 15. september 2015 19:45 Evrópusambandið stendur ráðþrota frammi fyrir vaxandi flóttamannastraumi en kanslarar Þýskalands og Austurríkis kölluðu í dag eftir allsherjarfundi um málið í næstu viku. Hundruð flóttamanna bíða nú á landamærum Serbíu, eftir að leiðinni til Ungverjalands var alfarið lokað á miðnætti í gær. Vandinn er þó enn umfangsmeiri í nágrannaríkjum Sýrlands, meðal annars Tyrklandi, þar sem Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, og Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Evrópuráðsþingsins, kynntu sér málin í landamæraborginni Gaziantep í dag. Þau sitja bæði í þverpólitískri þingmannanefnd um útlendingamál sem unnið hefur að heildarendurskoðun útlendingalaganna og er ferðin liður í þeirri vinnu. „Við hittum borgarstjórann hér í Gaziantep áðan og hún talaði um að það væru 400.000 flóttamenn frá Sýrlandi í borginni og héraðinu hennar. Það er meira en helmingi fleiri en eru í Evrópu. Stóru vandamálin eru náttúrulega hér í nágrannaríkjunum," segir Óttarr og bætir við að ástandið sé jafnvel enn erfiðara í Líbanon og Jórdaníu.Mikill fjöldi barna er í flóttamannabúðunum sem þau Óttarr Proppé og Unnur Brá Konráðsdóttir heimsóttu í Tyrklandi í dag.Erfið upplifun að ganga inn í búðirnar Í morgun heimsóttu þingmennirnir búðir þar sem flóttafólk í sérstaklega viðkvæmri stöðu dvelst, það er aldraðir og fatlaðir, einstæðir foreldrar og börn. Íslensk stjórnvöld horfa einmitt til þess að fá hingað fólk sem telst í viðkvæmri stöðu. „Jú það hefur verið horft til þess. Það er náttúrulega málið að þeir sem komast lengst, þeir sem komast upp til Evrópu, það eru þeir sem geta gengið eða komið sér þangað. Hinir verða eftir og komast ekki lengra, þannig að það er mikill vandi," segir Óttarr. Í búðunum búa um 50.000 flóttamenn. Óttarr segir það hafa verið skrýtið fyrir Íslending að ganga þar inn. „Það var náttúrulega mjög erfið upplifun. Þetta var einhvern veginn svo skrýtið að upplifa fólk í svona vonlausri stöðu, eða vonlítilli stöðu. Að upplifa það. En auðvitað er maður líka búinn að undirbúa sig andlega, einhvern veginn." Vilja komast heim í frið Hann bætir við að það hafi engu að síður verið upplífgandi að hitta fólkið sjálft. „Það var þrátt fyrir allt heilmikil von hjá fólki, og menn eru þakklátir. Maður finnur það líka hér í Tyrklandi að menn líta á Sýrlendinga sem gesti og sjálfa sig sem gestgjafa. Þeir horfa á þetta sem í raun og veru sjálfsagðan hlut að gera sitt besta og maður fann það líka á fólkinu í búðunum að það upplifði það þannig að það væri verið að gera eins vel fyrir þau og hægt væri. En hinsvegar heyrði maður það líka, að vonin dofnar þegar árin líða. Þau tala um að auðvitað langar þau að fara heim í frið, en það er ekki í augsýn." Þótt hraður veldisvöxtur hafi orðið í straumi flóttafólks til Evrópu á síðustu vikum er vandinn ekki nýr fyrir Tyrki. „Þau tala líka um það hérna að framan af hafi fólk komið og haldið að þetta yrði tímabundið, kannski í vikur eða mánuði. Síðan fara að verða liðin 5 ár síðan bylgjan reið yfir þanig að nú er þetta orðið lengra vandamál. Talað er um það hérna að það séu kannski 20.000 börn sem eru ekki með skólavist. Það er náttúrulega vandamál ekki bara í dag heldur til framtíðar. Það er hætta á týndri kynslóð," segir Óttarr. Þingmennirnir munu kynna stöðu mála fyrir kollegum sínum og innanríkisráðuneytinu þegar þau snúa aftur heim til Íslands og segist Óttarr vona að heimsóknin verði gott innlegg í alla vinnu sem snýr að málefnum útlendinga. Flóttamenn Tengdar fréttir „Eigum alltaf meira en fólk sem á ekki neitt“ Íslenskir læknanemar í Debrecen hafa lagt sitt af mörkum við að aðstoða flóttafólk, en ungversk stjórnvöld hyggjast loka landamærunum fyrir flóttafólki í kvöld. 14. september 2015 20:30 Þarf að leiðrétta misskilning í málefnum EFTA gagnvart flóttamönnum fyrir þjóðinni Gunnar Bragi Sveinsson á von á því að ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda skili af sér á næstu dögum. 15. september 2015 11:01 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Evrópusambandið stendur ráðþrota frammi fyrir vaxandi flóttamannastraumi en kanslarar Þýskalands og Austurríkis kölluðu í dag eftir allsherjarfundi um málið í næstu viku. Hundruð flóttamanna bíða nú á landamærum Serbíu, eftir að leiðinni til Ungverjalands var alfarið lokað á miðnætti í gær. Vandinn er þó enn umfangsmeiri í nágrannaríkjum Sýrlands, meðal annars Tyrklandi, þar sem Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, og Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Evrópuráðsþingsins, kynntu sér málin í landamæraborginni Gaziantep í dag. Þau sitja bæði í þverpólitískri þingmannanefnd um útlendingamál sem unnið hefur að heildarendurskoðun útlendingalaganna og er ferðin liður í þeirri vinnu. „Við hittum borgarstjórann hér í Gaziantep áðan og hún talaði um að það væru 400.000 flóttamenn frá Sýrlandi í borginni og héraðinu hennar. Það er meira en helmingi fleiri en eru í Evrópu. Stóru vandamálin eru náttúrulega hér í nágrannaríkjunum," segir Óttarr og bætir við að ástandið sé jafnvel enn erfiðara í Líbanon og Jórdaníu.Mikill fjöldi barna er í flóttamannabúðunum sem þau Óttarr Proppé og Unnur Brá Konráðsdóttir heimsóttu í Tyrklandi í dag.Erfið upplifun að ganga inn í búðirnar Í morgun heimsóttu þingmennirnir búðir þar sem flóttafólk í sérstaklega viðkvæmri stöðu dvelst, það er aldraðir og fatlaðir, einstæðir foreldrar og börn. Íslensk stjórnvöld horfa einmitt til þess að fá hingað fólk sem telst í viðkvæmri stöðu. „Jú það hefur verið horft til þess. Það er náttúrulega málið að þeir sem komast lengst, þeir sem komast upp til Evrópu, það eru þeir sem geta gengið eða komið sér þangað. Hinir verða eftir og komast ekki lengra, þannig að það er mikill vandi," segir Óttarr. Í búðunum búa um 50.000 flóttamenn. Óttarr segir það hafa verið skrýtið fyrir Íslending að ganga þar inn. „Það var náttúrulega mjög erfið upplifun. Þetta var einhvern veginn svo skrýtið að upplifa fólk í svona vonlausri stöðu, eða vonlítilli stöðu. Að upplifa það. En auðvitað er maður líka búinn að undirbúa sig andlega, einhvern veginn." Vilja komast heim í frið Hann bætir við að það hafi engu að síður verið upplífgandi að hitta fólkið sjálft. „Það var þrátt fyrir allt heilmikil von hjá fólki, og menn eru þakklátir. Maður finnur það líka hér í Tyrklandi að menn líta á Sýrlendinga sem gesti og sjálfa sig sem gestgjafa. Þeir horfa á þetta sem í raun og veru sjálfsagðan hlut að gera sitt besta og maður fann það líka á fólkinu í búðunum að það upplifði það þannig að það væri verið að gera eins vel fyrir þau og hægt væri. En hinsvegar heyrði maður það líka, að vonin dofnar þegar árin líða. Þau tala um að auðvitað langar þau að fara heim í frið, en það er ekki í augsýn." Þótt hraður veldisvöxtur hafi orðið í straumi flóttafólks til Evrópu á síðustu vikum er vandinn ekki nýr fyrir Tyrki. „Þau tala líka um það hérna að framan af hafi fólk komið og haldið að þetta yrði tímabundið, kannski í vikur eða mánuði. Síðan fara að verða liðin 5 ár síðan bylgjan reið yfir þanig að nú er þetta orðið lengra vandamál. Talað er um það hérna að það séu kannski 20.000 börn sem eru ekki með skólavist. Það er náttúrulega vandamál ekki bara í dag heldur til framtíðar. Það er hætta á týndri kynslóð," segir Óttarr. Þingmennirnir munu kynna stöðu mála fyrir kollegum sínum og innanríkisráðuneytinu þegar þau snúa aftur heim til Íslands og segist Óttarr vona að heimsóknin verði gott innlegg í alla vinnu sem snýr að málefnum útlendinga.
Flóttamenn Tengdar fréttir „Eigum alltaf meira en fólk sem á ekki neitt“ Íslenskir læknanemar í Debrecen hafa lagt sitt af mörkum við að aðstoða flóttafólk, en ungversk stjórnvöld hyggjast loka landamærunum fyrir flóttafólki í kvöld. 14. september 2015 20:30 Þarf að leiðrétta misskilning í málefnum EFTA gagnvart flóttamönnum fyrir þjóðinni Gunnar Bragi Sveinsson á von á því að ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda skili af sér á næstu dögum. 15. september 2015 11:01 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
„Eigum alltaf meira en fólk sem á ekki neitt“ Íslenskir læknanemar í Debrecen hafa lagt sitt af mörkum við að aðstoða flóttafólk, en ungversk stjórnvöld hyggjast loka landamærunum fyrir flóttafólki í kvöld. 14. september 2015 20:30
Þarf að leiðrétta misskilning í málefnum EFTA gagnvart flóttamönnum fyrir þjóðinni Gunnar Bragi Sveinsson á von á því að ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda skili af sér á næstu dögum. 15. september 2015 11:01