Gerir kvikmynd um morðin á Sjöundá Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2015 12:48 Friðrik Þór tekur hér við verðlaunum á Eddunni 2014 fyrir myndina Hross í oss en hann framleiddi þá mynd. vísir/daníel Kvikmyndaleikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson hyggst gera mynd byggða á bók Gunnars Gunnarssonar, Svartfugli, sem kom út árið 1928. Frá þessu er greint á vef Screen International en Friðrik Þór er nú staddur á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada þar sem hann frumsýnir heimildarmyndina Sjóndeildarhringur. Eins og margir kannast við er söguþráður bókar Gunnars byggður á sannsögulegum atburðum sem áttu sér stað á bænum Sjöundá á Rauðasandi árið 1802. Tvö hjón bjuggu á jörðinni, annars vegar þau Bjarni Bjarnason og Guðrún Egilsdóttir og hins vegar Jón Þorgrímsson og Steinunn Sveinsdóttir. Skömmu eftir að Jón og Steinunn fluttu á jörðina byrjuðu hún og Bjarni að draga sig saman. Jón hvarf svo sporlaust í apríl 1802 og tveimur mánuðum síðar lést Guðrún snögglega. Grunsemdir vöknuðu þá um að þau hefðu verið myrt og játuðu Steinunn og Bjarni eftir miklar yfirheyrslur að hafa myrt maka sína. Þau voru dæmd til dauða fyrir morðin. Mynd Friðriks Þórs hefur verið lengi í bígerð en árið 2003 hlaut Íslenska kvikmyndasamsteypan handritastyrk vegna hennar frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Ingvar E. Sigurðsson mun fara með hlutverk Bjarna í myndinni en enn á eftir að finna leikkonu til að fara með hlutverk Steinunnar. „Ég elska glæpasögur og þessi saga sýnir hversu mikið fólk er tilbúið að fórna fyrir ástina,“ segir Friðrik Þór í samtali við Screen International. Tengdar fréttir Þrestir heimsfrumsýnd í Toronto í kvöld Aðstandendur kvikmyndarinnar Þrestir eru lentir í Toronto í Kanada til að vera viðstaddir heimsfrumsýningu á TIFF hátíðinni í kvöld klukkan 21.30 á staðartíma. 11. september 2015 16:00 Baltasar Kormákur á fjórar af tíu vinsælustu myndunum Leikstjórinn Baltasar Kormákur á fjórar af tíu vinælustu íslensku kvikmyndunum í fullri lengd sem frumsýndar voru á árunum 1996-2013. 16. júlí 2015 12:31 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Kvikmyndaleikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson hyggst gera mynd byggða á bók Gunnars Gunnarssonar, Svartfugli, sem kom út árið 1928. Frá þessu er greint á vef Screen International en Friðrik Þór er nú staddur á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada þar sem hann frumsýnir heimildarmyndina Sjóndeildarhringur. Eins og margir kannast við er söguþráður bókar Gunnars byggður á sannsögulegum atburðum sem áttu sér stað á bænum Sjöundá á Rauðasandi árið 1802. Tvö hjón bjuggu á jörðinni, annars vegar þau Bjarni Bjarnason og Guðrún Egilsdóttir og hins vegar Jón Þorgrímsson og Steinunn Sveinsdóttir. Skömmu eftir að Jón og Steinunn fluttu á jörðina byrjuðu hún og Bjarni að draga sig saman. Jón hvarf svo sporlaust í apríl 1802 og tveimur mánuðum síðar lést Guðrún snögglega. Grunsemdir vöknuðu þá um að þau hefðu verið myrt og játuðu Steinunn og Bjarni eftir miklar yfirheyrslur að hafa myrt maka sína. Þau voru dæmd til dauða fyrir morðin. Mynd Friðriks Þórs hefur verið lengi í bígerð en árið 2003 hlaut Íslenska kvikmyndasamsteypan handritastyrk vegna hennar frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Ingvar E. Sigurðsson mun fara með hlutverk Bjarna í myndinni en enn á eftir að finna leikkonu til að fara með hlutverk Steinunnar. „Ég elska glæpasögur og þessi saga sýnir hversu mikið fólk er tilbúið að fórna fyrir ástina,“ segir Friðrik Þór í samtali við Screen International.
Tengdar fréttir Þrestir heimsfrumsýnd í Toronto í kvöld Aðstandendur kvikmyndarinnar Þrestir eru lentir í Toronto í Kanada til að vera viðstaddir heimsfrumsýningu á TIFF hátíðinni í kvöld klukkan 21.30 á staðartíma. 11. september 2015 16:00 Baltasar Kormákur á fjórar af tíu vinsælustu myndunum Leikstjórinn Baltasar Kormákur á fjórar af tíu vinælustu íslensku kvikmyndunum í fullri lengd sem frumsýndar voru á árunum 1996-2013. 16. júlí 2015 12:31 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Þrestir heimsfrumsýnd í Toronto í kvöld Aðstandendur kvikmyndarinnar Þrestir eru lentir í Toronto í Kanada til að vera viðstaddir heimsfrumsýningu á TIFF hátíðinni í kvöld klukkan 21.30 á staðartíma. 11. september 2015 16:00
Baltasar Kormákur á fjórar af tíu vinsælustu myndunum Leikstjórinn Baltasar Kormákur á fjórar af tíu vinælustu íslensku kvikmyndunum í fullri lengd sem frumsýndar voru á árunum 1996-2013. 16. júlí 2015 12:31
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein