Þarf að leiðrétta misskilning í málefnum EFTA gagnvart flóttamönnum fyrir þjóðinni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. september 2015 11:01 Gunnar Bragi Sveinsson segist eiga von á því að ráðherranefnd sem fer heildstætt yfir flóttamannavandann skili af sér á næstu dögum. „Eða allavega innan ekki svo langs tíma.“ Þetta sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Viðtalið við Gunnar Braga var í beinni útsendingu frá utanríkisráðuneytinu en það má sjá í heild sinni hér að ofan. Ráðherranefndin fer yfir málin í heild sinni, það er að segja nefndinni var falið að fara yfir verklag milli ráðuneyta varðandi flóttamenn og innflytjendur hér á landi, skoða málefni hælisleitanda og þar að auki hvað það er sem Ísland getur gert á vettvangi erlendis. Ráðherranefndin kom fyrst saman fyrir tæpum tveimur vikum en mikill þrýstingur hefur verið á íslensk stjórnvöld að bregðast við flóttamannavandanum sem fyrst. Dugar þar að nefna síðuna „Kæra Eygló“ þar sem þúsundir Íslendingar sögðust tilbúnir til að bjóða fram heimili sín, herbergi eða hjálpa til með öðrum hætti svo hægt sé að koma fólki í neyð til aðstoðar sem allra fyrst.Ísland tekur ákvarðanir um eigin málefni „Evrópusambandið getur ekkert stillt okkur upp við vegg hvað þetta varðar,“ sagði Gunnar Bragi spurður um þá afdráttarlausu afstöðu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra að hann láti ekki „hóta“ stjórnvöldum hér á landi til að taka við flóttamönnum. En Evrópusambandið vill að EFTA-ríkin taki þátt í áætlun sem miðar að því að jafna hlut ríkjanna í móttöku flóttamanna. „Það eru ákveðnir samningar í gangi, ákveðnir ferlar í gangi. Við munum taka þessar ákvarðanir á okkar forsendum byggt á því hvað við treystum okkur til og hvað við getum gert,“ sagði Gunnar Bragi. Þá sagði hann ákveðinn misskiling í „þessu öllu saman.“ „Það er ákveðinn misskilingur í þessu öllu saman sem við munum bara þurfa að skýra, fyrir þjóðinni að sjálfsögðu og í viðræðum okkar við okkar kollega á næstunni. Ég hef meðal annars beðið um fund hjá EFTA-ríkjunum til þess að fara í gegnum ferlana í þessu öllu saman.“ Viðtalið við Gunnar Braga hefst á mínútu 1.40. Flóttamenn Tengdar fréttir Tugir drukknuðu á flótta sínum í gær Yfir þrjátíu manns fórust, þar á meðal að minnsta kosti eitt barn, þegar trébáti með um 130 flóttamenn hvolfdi við gríska eyjaklasann Farmakonisi í gærmorgun. Daily Mail hafði um kvöldmatarleytið í gær eftir grísku strandgæslunni að 34 lík hefðu fundist. 14. september 2015 07:00 Mikil togstreita innan Evrópusambandsins „Maður sér að Þjóðverjar eru að fara af miklum þunga fram á endursamning á öllu kerfinu. Þeir eru farnir að tala mjög harkalega í garð þeirra ríkja sem neita að taka þátt í því að koma upp kvótafyrirkomulagi,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. 14. september 2015 07:00 Nú má handtaka flóttafólk í Ungverjalandi Þá er einnig refsivert að vinna skemmdir á nýjum fjögurra metra háum vegg sem settur hefur verið upp við landamærin að Serbíu. 15. september 2015 07:44 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson segist eiga von á því að ráðherranefnd sem fer heildstætt yfir flóttamannavandann skili af sér á næstu dögum. „Eða allavega innan ekki svo langs tíma.“ Þetta sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Viðtalið við Gunnar Braga var í beinni útsendingu frá utanríkisráðuneytinu en það má sjá í heild sinni hér að ofan. Ráðherranefndin fer yfir málin í heild sinni, það er að segja nefndinni var falið að fara yfir verklag milli ráðuneyta varðandi flóttamenn og innflytjendur hér á landi, skoða málefni hælisleitanda og þar að auki hvað það er sem Ísland getur gert á vettvangi erlendis. Ráðherranefndin kom fyrst saman fyrir tæpum tveimur vikum en mikill þrýstingur hefur verið á íslensk stjórnvöld að bregðast við flóttamannavandanum sem fyrst. Dugar þar að nefna síðuna „Kæra Eygló“ þar sem þúsundir Íslendingar sögðust tilbúnir til að bjóða fram heimili sín, herbergi eða hjálpa til með öðrum hætti svo hægt sé að koma fólki í neyð til aðstoðar sem allra fyrst.Ísland tekur ákvarðanir um eigin málefni „Evrópusambandið getur ekkert stillt okkur upp við vegg hvað þetta varðar,“ sagði Gunnar Bragi spurður um þá afdráttarlausu afstöðu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra að hann láti ekki „hóta“ stjórnvöldum hér á landi til að taka við flóttamönnum. En Evrópusambandið vill að EFTA-ríkin taki þátt í áætlun sem miðar að því að jafna hlut ríkjanna í móttöku flóttamanna. „Það eru ákveðnir samningar í gangi, ákveðnir ferlar í gangi. Við munum taka þessar ákvarðanir á okkar forsendum byggt á því hvað við treystum okkur til og hvað við getum gert,“ sagði Gunnar Bragi. Þá sagði hann ákveðinn misskiling í „þessu öllu saman.“ „Það er ákveðinn misskilingur í þessu öllu saman sem við munum bara þurfa að skýra, fyrir þjóðinni að sjálfsögðu og í viðræðum okkar við okkar kollega á næstunni. Ég hef meðal annars beðið um fund hjá EFTA-ríkjunum til þess að fara í gegnum ferlana í þessu öllu saman.“ Viðtalið við Gunnar Braga hefst á mínútu 1.40.
Flóttamenn Tengdar fréttir Tugir drukknuðu á flótta sínum í gær Yfir þrjátíu manns fórust, þar á meðal að minnsta kosti eitt barn, þegar trébáti með um 130 flóttamenn hvolfdi við gríska eyjaklasann Farmakonisi í gærmorgun. Daily Mail hafði um kvöldmatarleytið í gær eftir grísku strandgæslunni að 34 lík hefðu fundist. 14. september 2015 07:00 Mikil togstreita innan Evrópusambandsins „Maður sér að Þjóðverjar eru að fara af miklum þunga fram á endursamning á öllu kerfinu. Þeir eru farnir að tala mjög harkalega í garð þeirra ríkja sem neita að taka þátt í því að koma upp kvótafyrirkomulagi,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. 14. september 2015 07:00 Nú má handtaka flóttafólk í Ungverjalandi Þá er einnig refsivert að vinna skemmdir á nýjum fjögurra metra háum vegg sem settur hefur verið upp við landamærin að Serbíu. 15. september 2015 07:44 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Tugir drukknuðu á flótta sínum í gær Yfir þrjátíu manns fórust, þar á meðal að minnsta kosti eitt barn, þegar trébáti með um 130 flóttamenn hvolfdi við gríska eyjaklasann Farmakonisi í gærmorgun. Daily Mail hafði um kvöldmatarleytið í gær eftir grísku strandgæslunni að 34 lík hefðu fundist. 14. september 2015 07:00
Mikil togstreita innan Evrópusambandsins „Maður sér að Þjóðverjar eru að fara af miklum þunga fram á endursamning á öllu kerfinu. Þeir eru farnir að tala mjög harkalega í garð þeirra ríkja sem neita að taka þátt í því að koma upp kvótafyrirkomulagi,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. 14. september 2015 07:00
Nú má handtaka flóttafólk í Ungverjalandi Þá er einnig refsivert að vinna skemmdir á nýjum fjögurra metra háum vegg sem settur hefur verið upp við landamærin að Serbíu. 15. september 2015 07:44