Carla Bruni til liðs við Ford Finnur Thorlacius skrifar 11. september 2015 14:19 Carla Bruni. Bílaframleiðandinn Ford hefur fengið fyrrum forsetafrú Frakklands, Carla Bruni, til að leika í auglýsingamyndbandi fyrir Ford bíla. Með þessu vill Ford komast nær hjarta fransmanna og færast með því á heimavöll samkeppnisaðilanna Renault og Peugeot-Citroën. Ford viðurkennir að fyrirtækið taki með þessu vissa áhættu þar sem Carla Bruni hafi verið eiginkona afar hægri sinnaðs forseta sem í valdatíð sinni á árunum 2007 til 2012 hafi verið kallaður “president bling bling” vegna óhóflegar sýniþarfar. Hinsvegar hafi Ford þótt Carla Bruni afar heppilegur kostur vegna fjölhæfni hennar sem fyrirsætu og síðar söngkonu og leikkonu og enn síðar sem forsetafrú. Ford er ekki með mikla markaðshlutdeild í Frakklandi og hyggst breyta því. Sala Ford þar nemur nú 4,3% af heildarbílamarkaðnum en sala Peugeot-Citroën er 30% og Renault 26%. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent
Bílaframleiðandinn Ford hefur fengið fyrrum forsetafrú Frakklands, Carla Bruni, til að leika í auglýsingamyndbandi fyrir Ford bíla. Með þessu vill Ford komast nær hjarta fransmanna og færast með því á heimavöll samkeppnisaðilanna Renault og Peugeot-Citroën. Ford viðurkennir að fyrirtækið taki með þessu vissa áhættu þar sem Carla Bruni hafi verið eiginkona afar hægri sinnaðs forseta sem í valdatíð sinni á árunum 2007 til 2012 hafi verið kallaður “president bling bling” vegna óhóflegar sýniþarfar. Hinsvegar hafi Ford þótt Carla Bruni afar heppilegur kostur vegna fjölhæfni hennar sem fyrirsætu og síðar söngkonu og leikkonu og enn síðar sem forsetafrú. Ford er ekki með mikla markaðshlutdeild í Frakklandi og hyggst breyta því. Sala Ford þar nemur nú 4,3% af heildarbílamarkaðnum en sala Peugeot-Citroën er 30% og Renault 26%.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent