Comma fagnar eins árs afmæli 10. september 2015 14:00 Þau Hjördís Sif Bjarnadóttir og Hilmar Þórarinn Hilmarsson eiga og reka saman Comma í Smáralind. Þau halda nú upp á eins árs afmæli verslunarinnar. KYNNING: "Comma á sér langa og merkilega sögu,“ segir Hilmar Þórarinn Hilmarsson, sem á og rekur verslunina ásamt eiginkonu sinni, Hjördísi Sif Bjarnadóttur. „Comma er þýskt fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var árið 1973. Á þeim tíma var það háklassa merki á við Dolce Gabbana og Louis Vuitton. Þegar fjölskyldufaðirinn féll frá árið 2000 var Comma keypt af öðru fjölskyldufyrirtæki og endurskipulagt. Comma nær nú að brúa bilið á milli mainstream og hátísku á verði sem höfðar til allra,“ lýsir Hilmar.Boð sem ekki var hægt að hafna Hjördís hefur lifað og hrærst í fataverslunarbransanum frá unga aldri. Móðir hennar rak lengi Parísartískuna og sjálf er Hjördís klæðskeri. Þegar móðir hennar lést eftir veikindi tók hún alfarið við Parísartískunni. „Þá fengum við símtal að utan þar sem okkur var boðið að opna Comma verslun á Íslandi. Við vorum ekkert spennt fyrir að bæta við verslun á þessum tíma en þegar á okkur var þrýst ákváðum við að skoða málið. Við nánari athugun var þetta boð sem ekki var hægt að hafna. Við heilluðumst þegar við sáum klæðnaðinn, verðið og fallegar verslanir Comma,“ segir Hjördís.Miklar vinsældir Comma er afar þekkt í Þýskalandi en aðeins eru þrjú ár síðan slík verslun var opnuð utan landsteinanna. „Sem dæmi um vinsældir verslunarinnar hefur Comma, sem er fágaðri lína verslunarinnar, verið á toppnum yfir söluhæstu verslanir Þýskalands í ár og á topp tíu listanum í þrjú ár. Casual identity línan, sem er grófari lína Comma, hefur verið í sjöunda sæti,“ upplýsir Hilmar.Tólf línur á ári „Flest merki eru með fjórar árstíðabundnar línur en Comma er með nýja línu í hverjum mánuði,“ segir Hjördís og bætir glaðlega við að því séu þau sveitt að taka upp úr kössum í hverri viku. „Það sem heillaði mig sem klæðskera var að þó að þetta séu klassískar vörur þá er alltaf eitthvað spes, einhver skemmtileg smáatriði, við hverja vöru.“Hágæða fatnaður á góðu verði Þau hjónin leggja metnað í persónulega þjónustu og vilja helst geta dekrað sem mest við viðskiptavini sína. „Þeir sem gefa sér tíma geta fengið kaffi, sódavatn eða gos og á góðum stundum jafnvel léttvínsglas,“ segir Hilmar brosandi. Þrátt fyrir þetta er verðið á allra færi segja þau. „Við erum til dæmis með buxur á verðbilinu 7.900 til 19.490 krónur.“Afmælisveisla „Við höfum fengið alveg svakalega góðar viðtökur þetta fyrsta ár,“ segir Hilmar og nú er ætlunin að halda upp á áfangann. „Við munum halda upp á eins árs afmæli Comma í Smáralind í dag og á laugardaginn. Við munum bjóða upp á veitingar, plötusnúð og aðrar uppákomur. Þá verðum við líka með ýmsar afmælisvörur á tilboði,“ segir Hjördís og býður alla velkomna. Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Fleiri fréttir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Sjá meira
KYNNING: "Comma á sér langa og merkilega sögu,“ segir Hilmar Þórarinn Hilmarsson, sem á og rekur verslunina ásamt eiginkonu sinni, Hjördísi Sif Bjarnadóttur. „Comma er þýskt fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var árið 1973. Á þeim tíma var það háklassa merki á við Dolce Gabbana og Louis Vuitton. Þegar fjölskyldufaðirinn féll frá árið 2000 var Comma keypt af öðru fjölskyldufyrirtæki og endurskipulagt. Comma nær nú að brúa bilið á milli mainstream og hátísku á verði sem höfðar til allra,“ lýsir Hilmar.Boð sem ekki var hægt að hafna Hjördís hefur lifað og hrærst í fataverslunarbransanum frá unga aldri. Móðir hennar rak lengi Parísartískuna og sjálf er Hjördís klæðskeri. Þegar móðir hennar lést eftir veikindi tók hún alfarið við Parísartískunni. „Þá fengum við símtal að utan þar sem okkur var boðið að opna Comma verslun á Íslandi. Við vorum ekkert spennt fyrir að bæta við verslun á þessum tíma en þegar á okkur var þrýst ákváðum við að skoða málið. Við nánari athugun var þetta boð sem ekki var hægt að hafna. Við heilluðumst þegar við sáum klæðnaðinn, verðið og fallegar verslanir Comma,“ segir Hjördís.Miklar vinsældir Comma er afar þekkt í Þýskalandi en aðeins eru þrjú ár síðan slík verslun var opnuð utan landsteinanna. „Sem dæmi um vinsældir verslunarinnar hefur Comma, sem er fágaðri lína verslunarinnar, verið á toppnum yfir söluhæstu verslanir Þýskalands í ár og á topp tíu listanum í þrjú ár. Casual identity línan, sem er grófari lína Comma, hefur verið í sjöunda sæti,“ upplýsir Hilmar.Tólf línur á ári „Flest merki eru með fjórar árstíðabundnar línur en Comma er með nýja línu í hverjum mánuði,“ segir Hjördís og bætir glaðlega við að því séu þau sveitt að taka upp úr kössum í hverri viku. „Það sem heillaði mig sem klæðskera var að þó að þetta séu klassískar vörur þá er alltaf eitthvað spes, einhver skemmtileg smáatriði, við hverja vöru.“Hágæða fatnaður á góðu verði Þau hjónin leggja metnað í persónulega þjónustu og vilja helst geta dekrað sem mest við viðskiptavini sína. „Þeir sem gefa sér tíma geta fengið kaffi, sódavatn eða gos og á góðum stundum jafnvel léttvínsglas,“ segir Hilmar brosandi. Þrátt fyrir þetta er verðið á allra færi segja þau. „Við erum til dæmis með buxur á verðbilinu 7.900 til 19.490 krónur.“Afmælisveisla „Við höfum fengið alveg svakalega góðar viðtökur þetta fyrsta ár,“ segir Hilmar og nú er ætlunin að halda upp á áfangann. „Við munum halda upp á eins árs afmæli Comma í Smáralind í dag og á laugardaginn. Við munum bjóða upp á veitingar, plötusnúð og aðrar uppákomur. Þá verðum við líka með ýmsar afmælisvörur á tilboði,“ segir Hjördís og býður alla velkomna.
Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Fleiri fréttir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Sjá meira