Fyrsta þrívíddartískudúkkan lítur dagsins ljós Ritstjórn skrifar 28. september 2015 12:45 Lindsay Vixson Fyrsta þriííddarprentaða tískudúkkan hefur litið dagsins ljós. Var fyrirsætan Lindsay Vixon fyrirmynd dúkkunar, sem tók heilt ár að þróa og búa til. Til þess að gera dúkkuna var allur líkami Vixon skannaður inn og mældur og því næst prentuð út í þrívíddarprentara í púðri. Þaðan tóku förðunarfræðingurinn Ralph Siciliano, hárgreiðslumeistarinn Thanos Samaras og stílistinn Charlotte Stockdale við og bjuggu til níu mismunandi útgáfur af dúkkunni.ChanelÖll fötin sem dúkkan klæðist eru föt af tískupöllunum og valdi Stockdale sín uppáhalds sem voru síðan útfærð á dúkkuna. Efni í fötin voru prentuð í mini útgáfu og í efnum sem pössuðu við efni og áferð dúkkunar. Hárið og förðunin voru sérvalin útfrá fötunum, en þó þannig að persónueinkennum Vixon yrðu gerð góð skil. Sjón er svo sannarlega sögu ríkari og inni á heimasíðu verkefnisins modollproject.com má finna myndbönd frá gerð dúkkunar. Hún verður einungis framleidd í takmörkuðu upplagi og ekki er vitað hvort og þá hvar hún verður seld eða til sýnis. Marc JacobsMiu MiuSaint LaurentPradaRalph LaurenFendiGucci Glamour Fegurð Mest lesið Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Chanel sækir innblástur til Grikklands hins forna Glamour NYX opnar snyrtivöruverslun á Íslandi Glamour Bestu sýningarnar á tískuvikunni í New York Glamour 16 hlutir sem bara besta vinkona þín myndi segja þér um óléttu og fæðingar Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Fimm nauðsynjar fyrir Versló Glamour Vivienne Westwood vill bjarga Norðurheimsskautinu Glamour Ein vinsælasta lýtaaðgerðin í dag Glamour Kim og Kendall eru með hlutverk í Ocean's Eight Glamour
Fyrsta þriííddarprentaða tískudúkkan hefur litið dagsins ljós. Var fyrirsætan Lindsay Vixon fyrirmynd dúkkunar, sem tók heilt ár að þróa og búa til. Til þess að gera dúkkuna var allur líkami Vixon skannaður inn og mældur og því næst prentuð út í þrívíddarprentara í púðri. Þaðan tóku förðunarfræðingurinn Ralph Siciliano, hárgreiðslumeistarinn Thanos Samaras og stílistinn Charlotte Stockdale við og bjuggu til níu mismunandi útgáfur af dúkkunni.ChanelÖll fötin sem dúkkan klæðist eru föt af tískupöllunum og valdi Stockdale sín uppáhalds sem voru síðan útfærð á dúkkuna. Efni í fötin voru prentuð í mini útgáfu og í efnum sem pössuðu við efni og áferð dúkkunar. Hárið og förðunin voru sérvalin útfrá fötunum, en þó þannig að persónueinkennum Vixon yrðu gerð góð skil. Sjón er svo sannarlega sögu ríkari og inni á heimasíðu verkefnisins modollproject.com má finna myndbönd frá gerð dúkkunar. Hún verður einungis framleidd í takmörkuðu upplagi og ekki er vitað hvort og þá hvar hún verður seld eða til sýnis. Marc JacobsMiu MiuSaint LaurentPradaRalph LaurenFendiGucci
Glamour Fegurð Mest lesið Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Chanel sækir innblástur til Grikklands hins forna Glamour NYX opnar snyrtivöruverslun á Íslandi Glamour Bestu sýningarnar á tískuvikunni í New York Glamour 16 hlutir sem bara besta vinkona þín myndi segja þér um óléttu og fæðingar Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Fimm nauðsynjar fyrir Versló Glamour Vivienne Westwood vill bjarga Norðurheimsskautinu Glamour Ein vinsælasta lýtaaðgerðin í dag Glamour Kim og Kendall eru með hlutverk í Ocean's Eight Glamour