Nýr forstjóri en áframhaldandi erfiðleikar hjá Volkswagen Sæunn Gísladóttir skrifar 26. september 2015 07:00 Matthias Muller Nýr forstjóri hefur tekið við stýrinu hjá þýska bílaframleiðandanum Volkswagen eftir að dísilsvindlmálið kom upp. Þrátt fyrir nýjan forstjóra má búast við áframhaldandi erfiðleikum og fleiri málsóknum. Óvíst er hvort fyrirtækið nái að endurheimta traust viðskiptavina sinna sem tekið hefur áratugi að byggja upp. Nýi forstjórinn heitir Matthias Müller og tekur hann við af Martin Winterkorn. Müller er fyrrverandi forstjóri Porsche, sem er í eigu Volkswagen. Síðasta vika hefur verið stormasöm fyrir fyrirtækið eftir að í ljós kom að það hefði komið fyrir svindlhugbúnaði í 11 milljónum bíla víðsvegar um heiminn þannig að bílarnir virðast losa minna af mengandi lofttegundum en þeir gera í raun. Ráðning nýs forstjóra er einungis fyrsta skrefið í að endurvekja traust viðskiptavina til fyrirtækisins. Verkefnið verður miklu víðtækara. Enn er óljóst hversu margir bílar í Evrópu hafa orðið fyrir áhrifum. „Allt í einu ógnar Volkswagen þýska hagkerfinu meira heldur en gríska skuldakreppan,“ sagði Carsten Brzeski, aðalhagfræðingur ING bankans, í samtali við Reuters. Bílaiðnaðurinn hefur gríðarleg áhrif á hagkerfið í landinu. Þýskaland flutti út bíla og bílahluta fyrir jafnvirði 29 þúsund milljarða króna á síðasta ári. Það nemur fimmtungi af heildarútflutningi landsins. Umhverfiseftirlit Bandaríkjanna (EPA) gæti sektað VW um allt að 18 milljörðum dollara einungis vegna 482 þúsund bifreiða í Bandaríkjunum. Þar að auki hafa eigendur og leigjendur bílanna hafið hópmálsókn. Á síðasta ári þegar slík hópmálsókn átti sér stað þurftu Hyundai og Kia að greiða 300 milljónir dollara (39 milljarða króna) fyrir að ofmeta sparneytni bíla sinna. Þeir greiddu hverjum eiganda að meðaltali 353 dollara (45 þúsund krónur) í skaðabætur. Ef bandarískir bílaeigendur fengju sömu meðferð myndu tæplega fjórir milljarðar dollara bætast við kostnað VW. Eftir standa að minnsta kosti 10,5 milljónir bíla víðsvegar um heiminn og óvíst er hversu háar sektir hvert land mun leggja á bílaframleiðandann. Frakkland hefur nú þegar hafið rannsókn á málinu og í gær tilkynnti norska efnahagsbrotalögreglan að hún hygðist rannsaka hvort VW hefði brotið gegn norskum lögum í tengslum við útblásturshneykslið. Ef hugbúnaðurinn reynist vera í einhverjum vélum sem flutt hafa verið til Íslands, þá er Tollstjóra heimilt að endurákvarða gjöld allt að sex ár aftur í tímann. Gjöld af ökutækjum reiknast eftir útblæstri sem skráður er í ökutækjaskrá. Ef útblástur bifreiða hefur verið ranglega skráður af innflytjanda hjá Umferðarstofu þá má innheimta vanreiknuð gjöld. Markaðsverðmæti dróst saman um 25 milljarða evra (3.600 milljarða króna) þegar verð hlutabréfa í fyrirtækinu hríðféll í vikunni. Það mældist lægst á miðvikudagsmorgni, þá hafði það lækkað um 37% á þremur dögum. Sérfræðingar hjá Goldman Sachs telja að skaðinn af hneykslismálinu gæti falið í sér að eftirlitsaðilar lögfesti strangari reglur um mengun og að neytendur forðist dísilbíla. Dísill hefur alltaf verið talinn umhverfisvænni kostur og hefur aflað sér mikilla vinsælda í Evrópu undanfarin ár. Í dag eru dísilbílar 53% af bílaflota Evrópu. Bensín losar 147 grömm af CO2 á hvern kílómetra, en dísill einungis 132 grömm. Þetta hneykslismál gæti leitt til viðsnúnings í dísilvæðingu Evrópu. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Nýr forstjóri hefur tekið við stýrinu hjá þýska bílaframleiðandanum Volkswagen eftir að dísilsvindlmálið kom upp. Þrátt fyrir nýjan forstjóra má búast við áframhaldandi erfiðleikum og fleiri málsóknum. Óvíst er hvort fyrirtækið nái að endurheimta traust viðskiptavina sinna sem tekið hefur áratugi að byggja upp. Nýi forstjórinn heitir Matthias Müller og tekur hann við af Martin Winterkorn. Müller er fyrrverandi forstjóri Porsche, sem er í eigu Volkswagen. Síðasta vika hefur verið stormasöm fyrir fyrirtækið eftir að í ljós kom að það hefði komið fyrir svindlhugbúnaði í 11 milljónum bíla víðsvegar um heiminn þannig að bílarnir virðast losa minna af mengandi lofttegundum en þeir gera í raun. Ráðning nýs forstjóra er einungis fyrsta skrefið í að endurvekja traust viðskiptavina til fyrirtækisins. Verkefnið verður miklu víðtækara. Enn er óljóst hversu margir bílar í Evrópu hafa orðið fyrir áhrifum. „Allt í einu ógnar Volkswagen þýska hagkerfinu meira heldur en gríska skuldakreppan,“ sagði Carsten Brzeski, aðalhagfræðingur ING bankans, í samtali við Reuters. Bílaiðnaðurinn hefur gríðarleg áhrif á hagkerfið í landinu. Þýskaland flutti út bíla og bílahluta fyrir jafnvirði 29 þúsund milljarða króna á síðasta ári. Það nemur fimmtungi af heildarútflutningi landsins. Umhverfiseftirlit Bandaríkjanna (EPA) gæti sektað VW um allt að 18 milljörðum dollara einungis vegna 482 þúsund bifreiða í Bandaríkjunum. Þar að auki hafa eigendur og leigjendur bílanna hafið hópmálsókn. Á síðasta ári þegar slík hópmálsókn átti sér stað þurftu Hyundai og Kia að greiða 300 milljónir dollara (39 milljarða króna) fyrir að ofmeta sparneytni bíla sinna. Þeir greiddu hverjum eiganda að meðaltali 353 dollara (45 þúsund krónur) í skaðabætur. Ef bandarískir bílaeigendur fengju sömu meðferð myndu tæplega fjórir milljarðar dollara bætast við kostnað VW. Eftir standa að minnsta kosti 10,5 milljónir bíla víðsvegar um heiminn og óvíst er hversu háar sektir hvert land mun leggja á bílaframleiðandann. Frakkland hefur nú þegar hafið rannsókn á málinu og í gær tilkynnti norska efnahagsbrotalögreglan að hún hygðist rannsaka hvort VW hefði brotið gegn norskum lögum í tengslum við útblásturshneykslið. Ef hugbúnaðurinn reynist vera í einhverjum vélum sem flutt hafa verið til Íslands, þá er Tollstjóra heimilt að endurákvarða gjöld allt að sex ár aftur í tímann. Gjöld af ökutækjum reiknast eftir útblæstri sem skráður er í ökutækjaskrá. Ef útblástur bifreiða hefur verið ranglega skráður af innflytjanda hjá Umferðarstofu þá má innheimta vanreiknuð gjöld. Markaðsverðmæti dróst saman um 25 milljarða evra (3.600 milljarða króna) þegar verð hlutabréfa í fyrirtækinu hríðféll í vikunni. Það mældist lægst á miðvikudagsmorgni, þá hafði það lækkað um 37% á þremur dögum. Sérfræðingar hjá Goldman Sachs telja að skaðinn af hneykslismálinu gæti falið í sér að eftirlitsaðilar lögfesti strangari reglur um mengun og að neytendur forðist dísilbíla. Dísill hefur alltaf verið talinn umhverfisvænni kostur og hefur aflað sér mikilla vinsælda í Evrópu undanfarin ár. Í dag eru dísilbílar 53% af bílaflota Evrópu. Bensín losar 147 grömm af CO2 á hvern kílómetra, en dísill einungis 132 grömm. Þetta hneykslismál gæti leitt til viðsnúnings í dísilvæðingu Evrópu.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira