Fær leiðréttingu þrátt fyrir að hafa aldrei átt fasteignina Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. september 2015 12:48 Frá fundinum í Hörpu er forsætisráðherra og fjármálaráðherra tilkynntu um leiðréttinguna. Þeir tengjast fréttinni ekki að öðru leiti en því að hafa komið leiðréttingunni á fót. vísir/gva Fyrrverandi eiginkona manns á rétt á helmingi leiðréttingar vegna húseignar sem var alfarið í eigu fyrrverandi eiginmanns hennar. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána. Áður en þau gengu í hjúskap skrifuðu þau undir kaupmála þar sem fram kom að maðurinn væri alfarið húseigandi fasteignarinnar og sá hann alfarið um afborganir lánanna sem á eigninni hvíldu. Til hjónabandsins var stofnað í janúar 2008 en leiðir skildu í apríl 2014. Eigandi fasteignarinnar kvartaði í mars þessa árs er hann sá að helmningur leiðréttingarinnar rann til fyrrverandi eiginkonu sinnar. Framvísaði hann bæði kaupmálanum og skilnaðarsamningnum sem sýndi fram á að eignin væri alfarið hans. Taldi hann að það væri tilgangur leiðréttingarinnar að húseigandi og skuldari fengi leiðréttinguna en ekki manneskja sem hafi aldrei tekið við nokkrum af þeim skuldbindingunum sem nú á að leiðrétta. Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar er vísað til athugasemda við frumvarp það er varð að lögum nr. 35/2014. Þar kemur fram að tilkall til leiðréttingar vegna lána til öflunar húsnæðis til sameiginlegs heimilishalds eigi jafnt við um hjón og einstaklinga sem höfðu sambærilega fjárhagslega samstöðu vegna sambúðar óháð því hvort viðkomandi var formlega skráður fyrir lánum á því tímabili sem leiðréttingu er ætlað að taka til. Orðrétt segir í úrskurðinum að „fjárhæð leiðréttingar og hámark hennar tekur mið af hjúskapar- og heimilisstöðu leiðréttingartímabilsins, óháð því hvor aðili var skráður fyrir leiðréttum lánum á tímabilinu og óháð því hvor er nú ábyrgur fyrir skuldum ef sambýlisfólk uppfyllir skilyrði samsköttunar. Kaupmáli breytir engu í þessu sambandi.“ Af því leiðir að fyrrverandi eiginkona mannsins átti sjálfstæðan rétt á hluta leiðréttingarinnar á meðan þau nutu samsköttunar. Tilkall hennar nemur helmingi leiðréttingar þeirra eða 840.209 krónum. Kröfu mannsins var því hafnað. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Tengdar fréttir Fékk rúma milljón í leiðréttingu en greiddi aldrei af láni Maðurinn fékk helming þeirrar leiðréttingarupphæðar sem féll til vegna láns þáverandi sambýliskonu hans. 9. júlí 2015 14:16 Krefjast frekari svara um Leiðréttinguna Formaður Vinstri-grænna segir brýnt að sem mest gegnsæi ríki um lækkun verðtryggðra húsnæðislána. 4. júlí 2015 07:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira
Fyrrverandi eiginkona manns á rétt á helmingi leiðréttingar vegna húseignar sem var alfarið í eigu fyrrverandi eiginmanns hennar. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána. Áður en þau gengu í hjúskap skrifuðu þau undir kaupmála þar sem fram kom að maðurinn væri alfarið húseigandi fasteignarinnar og sá hann alfarið um afborganir lánanna sem á eigninni hvíldu. Til hjónabandsins var stofnað í janúar 2008 en leiðir skildu í apríl 2014. Eigandi fasteignarinnar kvartaði í mars þessa árs er hann sá að helmningur leiðréttingarinnar rann til fyrrverandi eiginkonu sinnar. Framvísaði hann bæði kaupmálanum og skilnaðarsamningnum sem sýndi fram á að eignin væri alfarið hans. Taldi hann að það væri tilgangur leiðréttingarinnar að húseigandi og skuldari fengi leiðréttinguna en ekki manneskja sem hafi aldrei tekið við nokkrum af þeim skuldbindingunum sem nú á að leiðrétta. Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar er vísað til athugasemda við frumvarp það er varð að lögum nr. 35/2014. Þar kemur fram að tilkall til leiðréttingar vegna lána til öflunar húsnæðis til sameiginlegs heimilishalds eigi jafnt við um hjón og einstaklinga sem höfðu sambærilega fjárhagslega samstöðu vegna sambúðar óháð því hvort viðkomandi var formlega skráður fyrir lánum á því tímabili sem leiðréttingu er ætlað að taka til. Orðrétt segir í úrskurðinum að „fjárhæð leiðréttingar og hámark hennar tekur mið af hjúskapar- og heimilisstöðu leiðréttingartímabilsins, óháð því hvor aðili var skráður fyrir leiðréttum lánum á tímabilinu og óháð því hvor er nú ábyrgur fyrir skuldum ef sambýlisfólk uppfyllir skilyrði samsköttunar. Kaupmáli breytir engu í þessu sambandi.“ Af því leiðir að fyrrverandi eiginkona mannsins átti sjálfstæðan rétt á hluta leiðréttingarinnar á meðan þau nutu samsköttunar. Tilkall hennar nemur helmingi leiðréttingar þeirra eða 840.209 krónum. Kröfu mannsins var því hafnað.
Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Tengdar fréttir Fékk rúma milljón í leiðréttingu en greiddi aldrei af láni Maðurinn fékk helming þeirrar leiðréttingarupphæðar sem féll til vegna láns þáverandi sambýliskonu hans. 9. júlí 2015 14:16 Krefjast frekari svara um Leiðréttinguna Formaður Vinstri-grænna segir brýnt að sem mest gegnsæi ríki um lækkun verðtryggðra húsnæðislána. 4. júlí 2015 07:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira
Fékk rúma milljón í leiðréttingu en greiddi aldrei af láni Maðurinn fékk helming þeirrar leiðréttingarupphæðar sem féll til vegna láns þáverandi sambýliskonu hans. 9. júlí 2015 14:16
Krefjast frekari svara um Leiðréttinguna Formaður Vinstri-grænna segir brýnt að sem mest gegnsæi ríki um lækkun verðtryggðra húsnæðislána. 4. júlí 2015 07:00