Yogi „Jógi Björn“ Berra er látinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2015 08:15 Jógi og Jógi. vísir/getty Yogi Berra, ein mesta hafnaboltagoðsögn sögunnar, er látinn 90 ára að aldri. Forráðamenn Yogi Berra-safnsins í Bandaríkjunum tilkynntu að þessi heiðurshallarmeðlimur MLB-deildarinnar væri fallinn frá í gærkvöldi. Berra er einn allra besti leikmaðurinn í sögu hafnaboltans, en hann spilaði nánast allan sinn 19 ára feril með New York Yankees. Hann spilaði sem grípari og var þrisvar sinnum kjörinn besti leikmaður deildarinnar og varð þrettán sinnum meistari með Yankees. Berra var einn litríkasti karakterinn í bandarísku íþróttalífi um langt skeið og lét út úr sér margar frægar setningar á borð við: „Þetta er ekki búið fyrr en það er búið“ og „Þetta er eins og Déjà vu aftur“.We are deeply saddened by the loss of a Yankees legend and American hero, Yogi Berra. pic.twitter.com/Bf8uXxUPzR — New York Yankees (@Yankees) September 23, 2015Nokkrar af frægustu setningum Berra: „Það er ekki hitinn sem er að trufla okkur heldur hógværðin (e. It ain't the heat; it's the humility). „Hafnabolti snýst 90 prósent um hausinn á mönnum og hinn helmingurinn er líkamlegur.“ „Þú gefur þig 100 prósent í fyrri helming leiksins og ef það er ekki nóg gefurðu það sem eftir er í seinni hálfleik.“ „Ég sagði aldrei megnið af því sem ég sagði. Takið öllu með fyrirvara.“ „Ég veit ekki hvert þú ert að fara. Þú gætir endað einhversstaðar annars staðar.“ „Ég var alveg viss um að metið myndi standa þar til það yrði bætt.“ „Ef heimurinn væri ekki fullkominn væri hann það ekki.“ „Farið alltaf í jarðafarir annars fólks því annars kemur það ekki í þína.“We have lost an icon: https://t.co/bqLwILR1bbpic.twitter.com/h0SDSvUzkw — New York Yankees (@Yankees) September 23, 2015 Yogi Berra er sagður maðurinn sem William Hanna og Joseph Barbera, Hanna-Barbera, sköpuðu teiknimyndakarakterinn Jóga Björn eftir. Berra kærði þá félagana sem sögðu nafnið og stælana í skógarbirninum vinsæla vera hreina tilviljun. Það er samt talið nokkuð öruggt að Jógi Björn hafi verið skapaður í ímynd Berra. Hann féll frá kærunni og málið fór aldrei fyrir dómstóla. Aðrar íþróttir Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira
Yogi Berra, ein mesta hafnaboltagoðsögn sögunnar, er látinn 90 ára að aldri. Forráðamenn Yogi Berra-safnsins í Bandaríkjunum tilkynntu að þessi heiðurshallarmeðlimur MLB-deildarinnar væri fallinn frá í gærkvöldi. Berra er einn allra besti leikmaðurinn í sögu hafnaboltans, en hann spilaði nánast allan sinn 19 ára feril með New York Yankees. Hann spilaði sem grípari og var þrisvar sinnum kjörinn besti leikmaður deildarinnar og varð þrettán sinnum meistari með Yankees. Berra var einn litríkasti karakterinn í bandarísku íþróttalífi um langt skeið og lét út úr sér margar frægar setningar á borð við: „Þetta er ekki búið fyrr en það er búið“ og „Þetta er eins og Déjà vu aftur“.We are deeply saddened by the loss of a Yankees legend and American hero, Yogi Berra. pic.twitter.com/Bf8uXxUPzR — New York Yankees (@Yankees) September 23, 2015Nokkrar af frægustu setningum Berra: „Það er ekki hitinn sem er að trufla okkur heldur hógværðin (e. It ain't the heat; it's the humility). „Hafnabolti snýst 90 prósent um hausinn á mönnum og hinn helmingurinn er líkamlegur.“ „Þú gefur þig 100 prósent í fyrri helming leiksins og ef það er ekki nóg gefurðu það sem eftir er í seinni hálfleik.“ „Ég sagði aldrei megnið af því sem ég sagði. Takið öllu með fyrirvara.“ „Ég veit ekki hvert þú ert að fara. Þú gætir endað einhversstaðar annars staðar.“ „Ég var alveg viss um að metið myndi standa þar til það yrði bætt.“ „Ef heimurinn væri ekki fullkominn væri hann það ekki.“ „Farið alltaf í jarðafarir annars fólks því annars kemur það ekki í þína.“We have lost an icon: https://t.co/bqLwILR1bbpic.twitter.com/h0SDSvUzkw — New York Yankees (@Yankees) September 23, 2015 Yogi Berra er sagður maðurinn sem William Hanna og Joseph Barbera, Hanna-Barbera, sköpuðu teiknimyndakarakterinn Jóga Björn eftir. Berra kærði þá félagana sem sögðu nafnið og stælana í skógarbirninum vinsæla vera hreina tilviljun. Það er samt talið nokkuð öruggt að Jógi Björn hafi verið skapaður í ímynd Berra. Hann féll frá kærunni og málið fór aldrei fyrir dómstóla.
Aðrar íþróttir Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira