Bjarni: Indriði er KR-ingur og við viljum hafa KR-inga í liðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. október 2015 16:31 „Ég er mjög sáttur,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, við Vísi í KR-heimilinu um liðsstyrkinn sem vesturbæjarliðið fékk í dag. Indriði Sigurðsson er kominn heim eftir 16 ára atvinnumennsku, en hann skrifaði undir tveggja ára samning við uppeldisfélagið.Sjá einnig:Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt „Indriði á nóg eftir þó hann sé að koma heim úr atvinnumennskunni. Hann er fullur af metnaði fyrir félagið og fyrir sjálfan sig,“ sagði Bjarni. „Fyrir utan völlinn er hann leiðtogi og mikill karakter. Svo er hann náttúrlega KR-ingur. Það er mikill fengur fyrir félagið að fá Indriða í félagið á þessum tímapunkti á hans ferli.“Indriði kominn í KR-búninginn.vísir/vilhelmGerir aðra betri Indriði hefur spilað með Viking í Stavanger undanfarin sjö ár og verið fyrirliði liðsins frá 2011. Hann segist sjálfur að síðustu þrjú ár hafa verið hans bestu í atvinnumennskunni. „Hann er búinn að vera mjög góður og hefði getað verið áfram úti. Við fögnum því að hann ákvað að koma heim. Það skín ekki alltaf í gegn hversu góður Indriði er, en hann gerir leikmenn í kringum sig betri,“ sagði Bjarni.Sjá einnig:Indriði: Næ leikjafjölda pabba eftir svona ellefu ár „Þetta er hæfileiki sem ekki margir hafa en Indriði hefur það,“ sagði Bjarni, en Indriði kemur líka með mikla reynslu inn í klefann og ætti að gera KR-liðinu mikið utan vallar. „Við lítum fyrst og fremst á Indriða sem leikmann en hitt skiptir miklu máli. Hann er karakter, hefur leiðtogahæfileika og er ákveðið stál. Svona menn eru ekki á hverju strái og svo viljum við líka hafa KR-inga í liðinu. Þetta er allt saman mjög jákvætt.“Jacob Schoop má líta í kringum sig.vísir/stefánBergsveinn talið sig fá að spila meira hjá FH Er frekari frétta að vænta af leikmannamálum KR? „Við erum að reyna að vinna í leikmannamálunum innanbúðar fyrst áður en við förum að líta í kringum okkur. Við vorum mjög ánægðir með hópinn okkar í sumar. Hann var ekki of stór en gæðin mikil,“ sagði Bjarni. „Það eru spurningamerki samt. Jacob má skoða önnur lið í janúar til dæmis þannig við vitum ekki alveg hvernig veturinn fer.“ KR spilaði á Rasmus Christiansen og Skúla Jóni Friðgeirssyni sem miðvarðapari í sumar. Þarf annar þeirra að fara nú þegar Indriði er kominn? „Við erum að fá mjög sterkan miðvörð inn. Sem þjálfari vill maður hafa hópinn sem breiðastan og sterkastan til að takast á við það sem gerist yfir sumartímann. Það fer samt ekki alltaf saman hvað þjálfarinn vill og hvað stjórnin treystir sér að gera fyrir félagið. Það er eitthvað sem við skoðum í framhaldi af þessu,“ sagði Bjarni. Bergsveinn Ólafsson var leikmaður sem KR reyndi að fá, en hann valdi að fara til FH og samdi við Íslandsmeistarana í gær. Var sárt að missa af honum? „Nei, við ræddum við hann eins og við höfum gert við aðra leikmenn áður. Hann ákvað að fara í FH og taldi væntanlega líklegra að hann fengi að spila þar en hér. Við óskum honum bara til hamingju með það sem hann er að gera,“ sagði Bjarni Guðjónsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
„Ég er mjög sáttur,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, við Vísi í KR-heimilinu um liðsstyrkinn sem vesturbæjarliðið fékk í dag. Indriði Sigurðsson er kominn heim eftir 16 ára atvinnumennsku, en hann skrifaði undir tveggja ára samning við uppeldisfélagið.Sjá einnig:Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt „Indriði á nóg eftir þó hann sé að koma heim úr atvinnumennskunni. Hann er fullur af metnaði fyrir félagið og fyrir sjálfan sig,“ sagði Bjarni. „Fyrir utan völlinn er hann leiðtogi og mikill karakter. Svo er hann náttúrlega KR-ingur. Það er mikill fengur fyrir félagið að fá Indriða í félagið á þessum tímapunkti á hans ferli.“Indriði kominn í KR-búninginn.vísir/vilhelmGerir aðra betri Indriði hefur spilað með Viking í Stavanger undanfarin sjö ár og verið fyrirliði liðsins frá 2011. Hann segist sjálfur að síðustu þrjú ár hafa verið hans bestu í atvinnumennskunni. „Hann er búinn að vera mjög góður og hefði getað verið áfram úti. Við fögnum því að hann ákvað að koma heim. Það skín ekki alltaf í gegn hversu góður Indriði er, en hann gerir leikmenn í kringum sig betri,“ sagði Bjarni.Sjá einnig:Indriði: Næ leikjafjölda pabba eftir svona ellefu ár „Þetta er hæfileiki sem ekki margir hafa en Indriði hefur það,“ sagði Bjarni, en Indriði kemur líka með mikla reynslu inn í klefann og ætti að gera KR-liðinu mikið utan vallar. „Við lítum fyrst og fremst á Indriða sem leikmann en hitt skiptir miklu máli. Hann er karakter, hefur leiðtogahæfileika og er ákveðið stál. Svona menn eru ekki á hverju strái og svo viljum við líka hafa KR-inga í liðinu. Þetta er allt saman mjög jákvætt.“Jacob Schoop má líta í kringum sig.vísir/stefánBergsveinn talið sig fá að spila meira hjá FH Er frekari frétta að vænta af leikmannamálum KR? „Við erum að reyna að vinna í leikmannamálunum innanbúðar fyrst áður en við förum að líta í kringum okkur. Við vorum mjög ánægðir með hópinn okkar í sumar. Hann var ekki of stór en gæðin mikil,“ sagði Bjarni. „Það eru spurningamerki samt. Jacob má skoða önnur lið í janúar til dæmis þannig við vitum ekki alveg hvernig veturinn fer.“ KR spilaði á Rasmus Christiansen og Skúla Jóni Friðgeirssyni sem miðvarðapari í sumar. Þarf annar þeirra að fara nú þegar Indriði er kominn? „Við erum að fá mjög sterkan miðvörð inn. Sem þjálfari vill maður hafa hópinn sem breiðastan og sterkastan til að takast á við það sem gerist yfir sumartímann. Það fer samt ekki alltaf saman hvað þjálfarinn vill og hvað stjórnin treystir sér að gera fyrir félagið. Það er eitthvað sem við skoðum í framhaldi af þessu,“ sagði Bjarni. Bergsveinn Ólafsson var leikmaður sem KR reyndi að fá, en hann valdi að fara til FH og samdi við Íslandsmeistarana í gær. Var sárt að missa af honum? „Nei, við ræddum við hann eins og við höfum gert við aðra leikmenn áður. Hann ákvað að fara í FH og taldi væntanlega líklegra að hann fengi að spila þar en hér. Við óskum honum bara til hamingju með það sem hann er að gera,“ sagði Bjarni Guðjónsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira