Mitsubishi kynnir nýjan rafmagnsbíl Finnur Thorlacius skrifar 9. október 2015 16:16 Mitsubishi eX Concept. Flestir japönsku bílaframleiðendanna munu kynna nýja bíla á komandi bílasýningu í Tokyo. Þar verður Mitshubishi enginn eftirbátur annarra og mun sýna nýjan rafmagnsjeppling, eX Concept, sem komast mun 400 kílómetra á hverri hleðslu. Bíllinn verður fjórhjóladrifinn, mun geta ekið sjálfur, verður afar vel nettengdur og með sjálfvirkum öryggisbúnaði sem stöðvar bílinn við aðsteðjandi hættu. Eins og títt er með tilraunabíla er hann á mjög stórum felgum og hjólum og með einkar litla glugga, en það þýðir alls ekki að endanleg útgáfa bílsins, það er ef hann fer í framleiðslu, verði nákvæmlega svona. Mitsubishi segir að það séu um 5 ár í komu þessa bíls á markað. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent
Flestir japönsku bílaframleiðendanna munu kynna nýja bíla á komandi bílasýningu í Tokyo. Þar verður Mitshubishi enginn eftirbátur annarra og mun sýna nýjan rafmagnsjeppling, eX Concept, sem komast mun 400 kílómetra á hverri hleðslu. Bíllinn verður fjórhjóladrifinn, mun geta ekið sjálfur, verður afar vel nettengdur og með sjálfvirkum öryggisbúnaði sem stöðvar bílinn við aðsteðjandi hættu. Eins og títt er með tilraunabíla er hann á mjög stórum felgum og hjólum og með einkar litla glugga, en það þýðir alls ekki að endanleg útgáfa bílsins, það er ef hann fer í framleiðslu, verði nákvæmlega svona. Mitsubishi segir að það séu um 5 ár í komu þessa bíls á markað.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent