Fréttir bárust af því fyrir nokkrum dögum að ISIS-liðar höfðu eyðilagt sigurbogann í fornu borginni sem er um tvö þúsund ára gamall.
Einungis er um stutt myndskeið að ræða en á því má glögglega sjá þær skemmdir sem hafa verið unnar á honum.
Forna borgin í Palmyra er á heimsminjaskrá UNESCO, en ISIS-liðar náðu borginni á sitt vald í maí síðastliðinn og hafa síðan eyðilagt og unnið skemmdir á gömlum hofum og öðrum minjum.