Kókaínneysla algeng meðal íshokkí-leikmanna í NHL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2015 15:30 Jarret Stoll. Vísir/AFP Nýjar tölur frá NHL, norður-amerísku atvinnumannadeildinni í íshokkí, sýna fram á það að fleiri og fleiri leikmenn deildarinnar mælast með kókaín í lyfjaprófum sínum. Kókaínneysla virðist vera því í mikilli sókn meðal bestu íshokkí-leikmanna heimsins og þótt að forráðamenn deildarinnar vilji ekki tala um krísu þá viðurkenna þeir að eitthvað þurfi að gera í málinu. Kókaín er ekki á bannlista NHL en forráðamenn deildarinnar hafa þegar hafið viðræður við leikmannasamtökin um að kókaín og önnur lík efni rati inn á bannlistann. „Kókaín hefur fundist í auknum mæli í lyfjaprófum leikmanna og neysla efnisins er í sókn. Ég vil ekki tala um krísu. Vinsældir eiturlyfja eins og kókaíns ganga í hringi og Kókaín er inni í dag," sagði Bill Daly, næstráðandi NHL-deildarinnar, í samtali við blaðamann The Sports Network í Kanada. Allir leikmenn hvers liðs í NHL-deildinni gangast alltaf undir tvö lyfjapróf á hverju ári, eitt á undirbúningstímabilinu og eitt á tímabilinu. Einstakir leikmenn geta einnig verið teknir tilviljunarkennt í lyfjapróf á meðan tímabilinu stendur. Stjarnan og tvöfaldi NHL-meistarinn Jarret Stoll var meðal annars handtekinn í Las Vegas fyrr á þessu ári með kókaín í fórum sínum. Hann spilar nú með New York Rangers en vann titlana með Los Angeles Kings 2012 og 2014. 2400 lyfjapróf voru framkvæmd á síðasta ári og það þótt ástæða til að skoða 800 þeirra betur til að skoða betur leifar af efnum eins og kókaíni. Nánari athugun á þessum sýnum hefur síðan sýnt fram á það að vinsældir kókaíns eru að aukast innan geirans. NHL-deildin hefur sett af stað átak í að kynna betur fyrir leikmönnum deildarinnar þær hættur sem fylgja aukinni frægð og freistingar sem blasa við mönnum út á lífinu. „Við leggjum áherslu á að vara menn við partý-eiturlyfjum eins og kókaín, alsælu, mollí og fleiri slíkum efnum. Þegar slæmir hlutir gerast þá reynum við að taka á þeim strax," sagði Daly í umræddu viðtali. Íþróttir Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Nýjar tölur frá NHL, norður-amerísku atvinnumannadeildinni í íshokkí, sýna fram á það að fleiri og fleiri leikmenn deildarinnar mælast með kókaín í lyfjaprófum sínum. Kókaínneysla virðist vera því í mikilli sókn meðal bestu íshokkí-leikmanna heimsins og þótt að forráðamenn deildarinnar vilji ekki tala um krísu þá viðurkenna þeir að eitthvað þurfi að gera í málinu. Kókaín er ekki á bannlista NHL en forráðamenn deildarinnar hafa þegar hafið viðræður við leikmannasamtökin um að kókaín og önnur lík efni rati inn á bannlistann. „Kókaín hefur fundist í auknum mæli í lyfjaprófum leikmanna og neysla efnisins er í sókn. Ég vil ekki tala um krísu. Vinsældir eiturlyfja eins og kókaíns ganga í hringi og Kókaín er inni í dag," sagði Bill Daly, næstráðandi NHL-deildarinnar, í samtali við blaðamann The Sports Network í Kanada. Allir leikmenn hvers liðs í NHL-deildinni gangast alltaf undir tvö lyfjapróf á hverju ári, eitt á undirbúningstímabilinu og eitt á tímabilinu. Einstakir leikmenn geta einnig verið teknir tilviljunarkennt í lyfjapróf á meðan tímabilinu stendur. Stjarnan og tvöfaldi NHL-meistarinn Jarret Stoll var meðal annars handtekinn í Las Vegas fyrr á þessu ári með kókaín í fórum sínum. Hann spilar nú með New York Rangers en vann titlana með Los Angeles Kings 2012 og 2014. 2400 lyfjapróf voru framkvæmd á síðasta ári og það þótt ástæða til að skoða 800 þeirra betur til að skoða betur leifar af efnum eins og kókaíni. Nánari athugun á þessum sýnum hefur síðan sýnt fram á það að vinsældir kókaíns eru að aukast innan geirans. NHL-deildin hefur sett af stað átak í að kynna betur fyrir leikmönnum deildarinnar þær hættur sem fylgja aukinni frægð og freistingar sem blasa við mönnum út á lífinu. „Við leggjum áherslu á að vara menn við partý-eiturlyfjum eins og kókaín, alsælu, mollí og fleiri slíkum efnum. Þegar slæmir hlutir gerast þá reynum við að taka á þeim strax," sagði Daly í umræddu viðtali.
Íþróttir Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira