Leitarvél fyrir Volkswagen-eigendur Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2015 09:29 Volkswagen bíll í framleiðslu. Búið er að koma upp þjónustusíðum á skoda.is og volkswagen.is með leitarvélum þar sem viðskiptavinir geta gengið úr skugga um hvort málið snerti þeirra bifreið. Á þessum síðum geta viðskiptavinir athugað hvort bifreið þeirra innihaldi hugbúnaðinn sem um ræðir. Ferlið er einfalt. Það eina sem þarf að gera er að slá verksmiðjunúmer bílsins inn í leitarvélina. Verksmiðjunúmer er auðkennisnúmer ökutækis sem finna má í skráningarskírteini og á yfirbyggingu bílsins. Hjá Volkswagen er unnið að því hörðum höndum að finna lausn á þessu máli. Haft verður samband við hvern og einn viðskiptavin sem málið varðar eins fljótt og auðið er. Auk leitarvéla á þjónustusíðum er einnig að finna mikilvæg svör um framvindu mála hjá Volkswagen Group en upplýsingar eru uppfærðar reglulega. Ákveðins misskilnings hefur gætt í umræðu síðustu daga þar sem rætt hefur verið um útblástur koltvísýrings eða CO₂ í tengslum við mál dísilvéla EA189. Hið rétta er að hugbúnaðurinn sem um ræðir olli frávikum á gildum fyrir köfnunarefnisoxíð (NOx) meðan útblástursprófið var framkvæmt en ekki CO₂. Ólíkt CO₂hefur NOx útblástur ekki áhrif á innflutnings- og bifreiðagjöld.Bein slóð á leitarvél VolkswagenBein slóð á leitarvél Skoda: Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent
Búið er að koma upp þjónustusíðum á skoda.is og volkswagen.is með leitarvélum þar sem viðskiptavinir geta gengið úr skugga um hvort málið snerti þeirra bifreið. Á þessum síðum geta viðskiptavinir athugað hvort bifreið þeirra innihaldi hugbúnaðinn sem um ræðir. Ferlið er einfalt. Það eina sem þarf að gera er að slá verksmiðjunúmer bílsins inn í leitarvélina. Verksmiðjunúmer er auðkennisnúmer ökutækis sem finna má í skráningarskírteini og á yfirbyggingu bílsins. Hjá Volkswagen er unnið að því hörðum höndum að finna lausn á þessu máli. Haft verður samband við hvern og einn viðskiptavin sem málið varðar eins fljótt og auðið er. Auk leitarvéla á þjónustusíðum er einnig að finna mikilvæg svör um framvindu mála hjá Volkswagen Group en upplýsingar eru uppfærðar reglulega. Ákveðins misskilnings hefur gætt í umræðu síðustu daga þar sem rætt hefur verið um útblástur koltvísýrings eða CO₂ í tengslum við mál dísilvéla EA189. Hið rétta er að hugbúnaðurinn sem um ræðir olli frávikum á gildum fyrir köfnunarefnisoxíð (NOx) meðan útblástursprófið var framkvæmt en ekki CO₂. Ólíkt CO₂hefur NOx útblástur ekki áhrif á innflutnings- og bifreiðagjöld.Bein slóð á leitarvél VolkswagenBein slóð á leitarvél Skoda:
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent