Vill herða refsingar við áfengis- og vímuefnaakstri Aðalsteinn Kjartansson skrifar 6. október 2015 12:15 Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokks, er þreytt á biðinni. Vísir/Pjetur Þingkona Framsóknarflokksins segist þreytt á að bíða eftir að þingsályktunartillögu um hertar refsingar vegna ölvunar- og vímuefnaaksturs verði fylgt eftir af innanríkisráðherra. Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokks, er málshefjandi í sérstakri umræðu um málið á þingi í dag. Þar mun hún spyrja Ólöfu Nordal innanríkisráðherra að því hver staðan sé á endurskoðun umferðarlaga og þá sérstaklega með tilliti til hertari viðurlaga við ölvunar- og vímuefnaakstri. „Ég vil að við aukum forvarnir og ég vil að við reynum að herða refsingar með það að markmiði að reyna minka tíðni þeirra atvika að fólk setjist ölvað undir stýri,“ segir hún. Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Með þessu vill hún minnka tíðni hörmulegra slysa sem geta orðið vegna aksturs undir áhrifum. „Og þá er ég að hugsa bæði um þann sem veldur slysinu og verður fyrir því af því að þetta hefur gríðarleg áhrif á alla aðila og fjölskyldur þeirra,“ segir hún.Snýst ekki bara um sektirnar Elsa Lára vill bæði hækka sektir verulega og minnka viðmiðunarmörk áfengis í blóði, auk fleiri þátta. „Í rauninni legg ég þetta í hendurnar á innanríkisráðherra að skoða málið betur og ég er að tala um hækkun sekta, aukið fjármagn í forvarnarsjóði, finna ný úrræði, að það verði skoðað til dæmis áfengislásar eins og er notað á Norðurlöndunum, ef fólk er tekið ítrekað undir áhrifum og ýmsa nýja hugsun,“ segir hún. Elsa Lára segist orðin þreytt á biðinni eftir að þingsályktuninni, sem samþykkt var á síðasta ári, yrði fylgt eftir af ráðherra. „Ég vil gjarnan fara að sjá eitthvað gerast í þessu. Vegna þess líka að það var svo mikill meirihluti í þinginu sem greiddi atkvæði með tillögunni,“ segir hún og bætir við: „Manni þætti afar vænt um það að sjá árangur af málinu.“ Alþingi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Sjá meira
Þingkona Framsóknarflokksins segist þreytt á að bíða eftir að þingsályktunartillögu um hertar refsingar vegna ölvunar- og vímuefnaaksturs verði fylgt eftir af innanríkisráðherra. Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokks, er málshefjandi í sérstakri umræðu um málið á þingi í dag. Þar mun hún spyrja Ólöfu Nordal innanríkisráðherra að því hver staðan sé á endurskoðun umferðarlaga og þá sérstaklega með tilliti til hertari viðurlaga við ölvunar- og vímuefnaakstri. „Ég vil að við aukum forvarnir og ég vil að við reynum að herða refsingar með það að markmiði að reyna minka tíðni þeirra atvika að fólk setjist ölvað undir stýri,“ segir hún. Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Með þessu vill hún minnka tíðni hörmulegra slysa sem geta orðið vegna aksturs undir áhrifum. „Og þá er ég að hugsa bæði um þann sem veldur slysinu og verður fyrir því af því að þetta hefur gríðarleg áhrif á alla aðila og fjölskyldur þeirra,“ segir hún.Snýst ekki bara um sektirnar Elsa Lára vill bæði hækka sektir verulega og minnka viðmiðunarmörk áfengis í blóði, auk fleiri þátta. „Í rauninni legg ég þetta í hendurnar á innanríkisráðherra að skoða málið betur og ég er að tala um hækkun sekta, aukið fjármagn í forvarnarsjóði, finna ný úrræði, að það verði skoðað til dæmis áfengislásar eins og er notað á Norðurlöndunum, ef fólk er tekið ítrekað undir áhrifum og ýmsa nýja hugsun,“ segir hún. Elsa Lára segist orðin þreytt á biðinni eftir að þingsályktuninni, sem samþykkt var á síðasta ári, yrði fylgt eftir af ráðherra. „Ég vil gjarnan fara að sjá eitthvað gerast í þessu. Vegna þess líka að það var svo mikill meirihluti í þinginu sem greiddi atkvæði með tillögunni,“ segir hún og bætir við: „Manni þætti afar vænt um það að sjá árangur af málinu.“
Alþingi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Sjá meira