40 Íslendingar fara á Daytona Turkey Run Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2015 09:21 Sýningarbílar eru um 6.000 og 100.000 gestir hvern sýningardag. Í átjánda skiptið í röð ætlar hópur Íslendinga að fara á hina mögnuðu bíladaga Daytona Turkey Run sem haldin er í Daytona í Flórída í nóvember á hverju ári. Ávallt fer vænn hópur Íslendinga á þessa hátíð. Stærstur var hópurinn árið 2008 er 145 landar fóru á hátíðana, en 75 manns fóru í fyrra. Öll þessi 18 ár hefur Sigurður Óskar Lárusson, starfmaður Frumherja, farið fyrir hópnum og myndaði hann strax samstarf við Icelandair. Það hefur tryggt hófstillt verð í þessar ferðir.Mekka fornbílaáhugamanna Nú í ár er um bæði 11 og 15 daga ferð að velja og kostar sú styttri rétt ríflega 200.000 kr. með öllu, hótelgistingu, samgöngum á milli staða og miðum á hátíðina. Fyrstu árin var boðið uppá 8 daga ferð, en síðan urðu þær lengri, ekki síst svo að þátttakendur gætu einnig nýtt sér lágt verð í bandaríkjunum fyrir jólainnkaupin, en komið er heim í byrjun desember. Turkey Run er algjör mekka fornbílaáhugamanna. Í ár er 42. árið sem hún er haldin og fjöldi sýningarbíla er yfirleitt í kringum 6.000 og og fjöldi gesta um og yfir 100.000 á dag. Sýningin stendur yfir í 4 daga og hefst á þakkargjörðardaginn.Ekki síður kvennaferð Fyrstu árin var algengt að karlmenn voru í miklum meirihluta héðan en það breyttist fljótt, karlmennirnir sáu að þessi ferð var ekki síður fyrir maka sína. Í samtali við Sigurð sagði hann: „Það er ekki erfitt að eyða klukkustundunum saman á sýningunni hvort sem er að skoða bílana, spjalla við sýnendur og ekki síst að grúska í varahlutabásunum. En það er mikill fjöldi söluaðila á svæðinu, bæði með nýja og notaða hluti. Algengt er að menn séu búnir að panta sér hluti áður en þeir fara út og kippa þeim uppá sýningunni, en þá er um að ræða sérpantanir á nýjum hlutum. Þá er mikill fjöldi sem safnast saman við verslunarmiðstöð á plani sem heitir Bel Air Plaza. Þar er verið að sýna sig og sjá aðra og sýna fallegu bílana sína og jafnvel að selja þá".Íslendingarnir vakið mikla athygli Íslendingahópurinn hefur ávallt vakið mikla athygli á Daytona og ætlar ferðamálaráð þar í bæ að gefa okkar fólki smá „welcome“-gjöf og spennandi verður að sjá hver hún verður, sagði Sigurður.“Þau eru agndofa yfir að við séum að koma í 18. sinn og dvelja á Daytona í allt að viku í senn og lengur í heildina. Ferðin byrjar í Orlando og gist á Rosen Inn at Pointe þar í bæ. Það er gífurlegt líf þar í kring, fullt af söfnum, matsölustöðum, stutt í alla garða, stutt í útsöluverslunarmiðstöð, Florida Mall og endalausa afþreyingu. Síðan verður farið til Daytona og dvalið á Holiday Inn sem er staðsett á A1A strandgötunni. Stærsta útsala ársins hefst seint að kvöldi þakkargjörðardags og ekki slæmt að huga að jólainnkaupunum í leiðinni, sagði Sigurður að lokum. Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent
Í átjánda skiptið í röð ætlar hópur Íslendinga að fara á hina mögnuðu bíladaga Daytona Turkey Run sem haldin er í Daytona í Flórída í nóvember á hverju ári. Ávallt fer vænn hópur Íslendinga á þessa hátíð. Stærstur var hópurinn árið 2008 er 145 landar fóru á hátíðana, en 75 manns fóru í fyrra. Öll þessi 18 ár hefur Sigurður Óskar Lárusson, starfmaður Frumherja, farið fyrir hópnum og myndaði hann strax samstarf við Icelandair. Það hefur tryggt hófstillt verð í þessar ferðir.Mekka fornbílaáhugamanna Nú í ár er um bæði 11 og 15 daga ferð að velja og kostar sú styttri rétt ríflega 200.000 kr. með öllu, hótelgistingu, samgöngum á milli staða og miðum á hátíðina. Fyrstu árin var boðið uppá 8 daga ferð, en síðan urðu þær lengri, ekki síst svo að þátttakendur gætu einnig nýtt sér lágt verð í bandaríkjunum fyrir jólainnkaupin, en komið er heim í byrjun desember. Turkey Run er algjör mekka fornbílaáhugamanna. Í ár er 42. árið sem hún er haldin og fjöldi sýningarbíla er yfirleitt í kringum 6.000 og og fjöldi gesta um og yfir 100.000 á dag. Sýningin stendur yfir í 4 daga og hefst á þakkargjörðardaginn.Ekki síður kvennaferð Fyrstu árin var algengt að karlmenn voru í miklum meirihluta héðan en það breyttist fljótt, karlmennirnir sáu að þessi ferð var ekki síður fyrir maka sína. Í samtali við Sigurð sagði hann: „Það er ekki erfitt að eyða klukkustundunum saman á sýningunni hvort sem er að skoða bílana, spjalla við sýnendur og ekki síst að grúska í varahlutabásunum. En það er mikill fjöldi söluaðila á svæðinu, bæði með nýja og notaða hluti. Algengt er að menn séu búnir að panta sér hluti áður en þeir fara út og kippa þeim uppá sýningunni, en þá er um að ræða sérpantanir á nýjum hlutum. Þá er mikill fjöldi sem safnast saman við verslunarmiðstöð á plani sem heitir Bel Air Plaza. Þar er verið að sýna sig og sjá aðra og sýna fallegu bílana sína og jafnvel að selja þá".Íslendingarnir vakið mikla athygli Íslendingahópurinn hefur ávallt vakið mikla athygli á Daytona og ætlar ferðamálaráð þar í bæ að gefa okkar fólki smá „welcome“-gjöf og spennandi verður að sjá hver hún verður, sagði Sigurður.“Þau eru agndofa yfir að við séum að koma í 18. sinn og dvelja á Daytona í allt að viku í senn og lengur í heildina. Ferðin byrjar í Orlando og gist á Rosen Inn at Pointe þar í bæ. Það er gífurlegt líf þar í kring, fullt af söfnum, matsölustöðum, stutt í alla garða, stutt í útsöluverslunarmiðstöð, Florida Mall og endalausa afþreyingu. Síðan verður farið til Daytona og dvalið á Holiday Inn sem er staðsett á A1A strandgötunni. Stærsta útsala ársins hefst seint að kvöldi þakkargjörðardags og ekki slæmt að huga að jólainnkaupunum í leiðinni, sagði Sigurður að lokum.
Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent