Heiður að koma á eftir Audda Blö Guðrún Ansnes skrifar 6. október 2015 08:00 Gauti er gríðarlega spenntur fyrir þessu nýja tækifæri, þar sem hann stefnir á að finna athyglissýkinni góðan farveg. Vísir/Vilhelm „Ég ætla ekkert að toppa Audda Blö, hann er frábær í sínu starfi og með mikla reynslu í sjónvarpi. Ég ætla bara að gera mitt vel. Það er bara heiður að vera á eftir manni eins og Audda, sem ég hef fylgst með síðan hann var í 70 mínútum að borða snakk og með strípur,“ segir Gauti Þeyr Másson, eða Emmsjé Gauti eins og hann kallast í daglegu tali. Gauta þekkja flestir úr rappsenunni en nú söðlar hann um á öðrum sviðum og mun hann taka við af Auðuni Blöndal sem kynnir þáttanna Ísland Got Talent, en Auðunn hefur sinnt því hlutverki undanfarnar tvær þáttaraðir.Gott tækifæri „Þetta er frábært, svolítið skrítið í byrjun þegar ég fékk símtalið og allt hálf súrrealískt. Ef ég hefði ekki verið varaður við að símtalið væri að koma, hefði ég haldið að þetta væri grín,“ segir Gauti og bætir auðmjúkur við: „Maður kemst ekki hjá því að hugsa til þess að maður hafi unnið sig upp á einhvern stað fyrst maður fær að vera með í svona stóru verkefni. Þetta er mjög gott tækifæri fyrir mig.“ Gauti segist gríðarlega spenntur fyrir verkefninu, ekki síst sé horft til þeirrar staðreyndar að hann er nýbakaður faðir. „Það er nefnilega óskrifuð regla að pabbar þurfi að gera eitthvað sem gæti orðið vandræðalegt fyrir afkvæmið seinna meir. Svo ég lít svo á að hér sé ég að haka í ákveðin box sem faðir. Þetta verður gaman.“Annálaður athyglissjúklingur Gauti segir verkefnið henta sér sérlega vel, en hann sé annálaður athyglissjúklingur sem njóti þess út í ystu æsar að koma fram. „Fólk hefur haft gaman af, og mikla þörf fyrir að segja við mig: „Þú kemst ekkert áfram á athyglissýkinni,“ svo mér finnst alls ekki leiðinlegt afsanna þá mýtu. Ég gengst fyllilega við minni athyglissýki,“ bendir hann á og hlær. Hann skýtur jafnframt inn í að hann búi að býsna dýrmætri reynslu sjálfur, en hann tók þátt í Idol-stjörnuleit fyrir heilum áratug síðan. Þannig geti hann bráðlega státað af því að hafa setið beggja vegna borðsins en á þeim tíma voru félagarnir Simmi og Jói kynnar. „Þetta er auðvitað á netinu og lesendur Fréttablaðsins geta bara flett þessu upp á YouTube. Ég tók í framhaldinu þann pól í hæðina að deila þessu sjálfur á netinu, áður en aðrir myndu gera það og taka mig þannig af lífi. En ég meina, maður á náttúrulega ekkert að vera að skammast sín fyrir að láta vaða. Og ég meina, núna eru tíu milljónir í boði,“ segir Gauti, sem hefur varla tíma til að klára spjallið. „Ég er í þann mund að henda mér í ræktina. Ég samdi við Jón Gnarr um áskrift að Stöð 2 og korti í ræktina. Ég ætla klárlega að vera hot stöff á þessum pósterum og á skjánum,“ bætir hann við, laufléttur.Nýjir dómarar Lokast þar hringurinn, en undanfarna viku hafa róteringar dómnefndar verið tilkynntar og öllum úr fyrri dómnefnd skipt út en dómarar í þriðju þáttaröð Ísland Got Talent verða þau Dr. Gunni, Jakob Frímann Magnússon, Marta María Jónasdóttir og Ágústa Eva Erlendsdóttir. „Ég er einmitt mjög spenntur fyrir að fylgjast með Jakobi og Mörtu ræða djasstónlist,“ segir Gauti glaður í bragði að lokum.Hér má sjá Gauta spreyta sig í Idol Stjörnuleit: Ísland Got Talent Tengdar fréttir Marta María og Dr. Gunni verða dómarar í Ísland Got Talent Búið er að ákveða að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. 2. október 2015 10:43 Ítarlegt viðtal við nýju dómarana í Ísland Got Talent: Gæti ekki bjargað lífi mínu með söng „Ég held að þetta verði mjög skemmtileg þáttaröð og þetta verkefni er allt saman mjög spennandi.“ 2. október 2015 13:03 Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Hinn margreyndi tónlistarmaður og Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon segir að það sé pressa að taka við af Bubba Morthens, sem dómari í Ísland Got Talent. 2. október 2015 07:30 Ágústa Eva dómari í Ísland Got Talent Ágústa Eva Erlendsdóttir bætist í dómarahópinn í Ísland Got Talent. Hún segist vera hrifnæm en með glettilega mikið af pönki í sér, þannig að það sé aldrei að vita hvort hún noti gullhnappinn. 5. október 2015 07:00 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Fleiri fréttir „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Sjá meira
„Ég ætla ekkert að toppa Audda Blö, hann er frábær í sínu starfi og með mikla reynslu í sjónvarpi. Ég ætla bara að gera mitt vel. Það er bara heiður að vera á eftir manni eins og Audda, sem ég hef fylgst með síðan hann var í 70 mínútum að borða snakk og með strípur,“ segir Gauti Þeyr Másson, eða Emmsjé Gauti eins og hann kallast í daglegu tali. Gauta þekkja flestir úr rappsenunni en nú söðlar hann um á öðrum sviðum og mun hann taka við af Auðuni Blöndal sem kynnir þáttanna Ísland Got Talent, en Auðunn hefur sinnt því hlutverki undanfarnar tvær þáttaraðir.Gott tækifæri „Þetta er frábært, svolítið skrítið í byrjun þegar ég fékk símtalið og allt hálf súrrealískt. Ef ég hefði ekki verið varaður við að símtalið væri að koma, hefði ég haldið að þetta væri grín,“ segir Gauti og bætir auðmjúkur við: „Maður kemst ekki hjá því að hugsa til þess að maður hafi unnið sig upp á einhvern stað fyrst maður fær að vera með í svona stóru verkefni. Þetta er mjög gott tækifæri fyrir mig.“ Gauti segist gríðarlega spenntur fyrir verkefninu, ekki síst sé horft til þeirrar staðreyndar að hann er nýbakaður faðir. „Það er nefnilega óskrifuð regla að pabbar þurfi að gera eitthvað sem gæti orðið vandræðalegt fyrir afkvæmið seinna meir. Svo ég lít svo á að hér sé ég að haka í ákveðin box sem faðir. Þetta verður gaman.“Annálaður athyglissjúklingur Gauti segir verkefnið henta sér sérlega vel, en hann sé annálaður athyglissjúklingur sem njóti þess út í ystu æsar að koma fram. „Fólk hefur haft gaman af, og mikla þörf fyrir að segja við mig: „Þú kemst ekkert áfram á athyglissýkinni,“ svo mér finnst alls ekki leiðinlegt afsanna þá mýtu. Ég gengst fyllilega við minni athyglissýki,“ bendir hann á og hlær. Hann skýtur jafnframt inn í að hann búi að býsna dýrmætri reynslu sjálfur, en hann tók þátt í Idol-stjörnuleit fyrir heilum áratug síðan. Þannig geti hann bráðlega státað af því að hafa setið beggja vegna borðsins en á þeim tíma voru félagarnir Simmi og Jói kynnar. „Þetta er auðvitað á netinu og lesendur Fréttablaðsins geta bara flett þessu upp á YouTube. Ég tók í framhaldinu þann pól í hæðina að deila þessu sjálfur á netinu, áður en aðrir myndu gera það og taka mig þannig af lífi. En ég meina, maður á náttúrulega ekkert að vera að skammast sín fyrir að láta vaða. Og ég meina, núna eru tíu milljónir í boði,“ segir Gauti, sem hefur varla tíma til að klára spjallið. „Ég er í þann mund að henda mér í ræktina. Ég samdi við Jón Gnarr um áskrift að Stöð 2 og korti í ræktina. Ég ætla klárlega að vera hot stöff á þessum pósterum og á skjánum,“ bætir hann við, laufléttur.Nýjir dómarar Lokast þar hringurinn, en undanfarna viku hafa róteringar dómnefndar verið tilkynntar og öllum úr fyrri dómnefnd skipt út en dómarar í þriðju þáttaröð Ísland Got Talent verða þau Dr. Gunni, Jakob Frímann Magnússon, Marta María Jónasdóttir og Ágústa Eva Erlendsdóttir. „Ég er einmitt mjög spenntur fyrir að fylgjast með Jakobi og Mörtu ræða djasstónlist,“ segir Gauti glaður í bragði að lokum.Hér má sjá Gauta spreyta sig í Idol Stjörnuleit:
Ísland Got Talent Tengdar fréttir Marta María og Dr. Gunni verða dómarar í Ísland Got Talent Búið er að ákveða að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. 2. október 2015 10:43 Ítarlegt viðtal við nýju dómarana í Ísland Got Talent: Gæti ekki bjargað lífi mínu með söng „Ég held að þetta verði mjög skemmtileg þáttaröð og þetta verkefni er allt saman mjög spennandi.“ 2. október 2015 13:03 Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Hinn margreyndi tónlistarmaður og Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon segir að það sé pressa að taka við af Bubba Morthens, sem dómari í Ísland Got Talent. 2. október 2015 07:30 Ágústa Eva dómari í Ísland Got Talent Ágústa Eva Erlendsdóttir bætist í dómarahópinn í Ísland Got Talent. Hún segist vera hrifnæm en með glettilega mikið af pönki í sér, þannig að það sé aldrei að vita hvort hún noti gullhnappinn. 5. október 2015 07:00 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Fleiri fréttir „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Sjá meira
Marta María og Dr. Gunni verða dómarar í Ísland Got Talent Búið er að ákveða að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. 2. október 2015 10:43
Ítarlegt viðtal við nýju dómarana í Ísland Got Talent: Gæti ekki bjargað lífi mínu með söng „Ég held að þetta verði mjög skemmtileg þáttaröð og þetta verkefni er allt saman mjög spennandi.“ 2. október 2015 13:03
Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Hinn margreyndi tónlistarmaður og Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon segir að það sé pressa að taka við af Bubba Morthens, sem dómari í Ísland Got Talent. 2. október 2015 07:30
Ágústa Eva dómari í Ísland Got Talent Ágústa Eva Erlendsdóttir bætist í dómarahópinn í Ísland Got Talent. Hún segist vera hrifnæm en með glettilega mikið af pönki í sér, þannig að það sé aldrei að vita hvort hún noti gullhnappinn. 5. október 2015 07:00