Ágústa Eva dómari í Ísland Got Talent Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. október 2015 07:00 Ágústa Eva Erlendsdóttir verður einn af fjórum dómurum í Ísland Got Talent. Vísir/Valli Hin fjölhæfa Ágústa Eva Erlendsdóttir, sem hefur slegið í gegn í leikhúsi og með söng sínum, verður í dómnefnd Ísland Got Talent í vetur. Ágústa er fjórði og síðasti dómarinn sem kynntur er til leiks, en með henni í dómnefnd verða Jakob Frímann Magnússon, Dr. Gunni og Marta María Jónasdóttir blaðakona. „Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er auðvitað stór áskorun, en um leið virkilega spennandi,“ segir Ágústa Eva í samtali við Fréttablaðið.Á stærri skala „Ég fæ mikið út úr því að sjá ungt fólk stíga sín fyrstu skref á sviði, finnst það mjög skemmtilegt. Ég hef setið í fjölda dómnefnda á söngvakeppnum og slíku, en þetta er auðvitað á miklu stærri skala. Ég er spennt fyrir að sjá allt hæfileikafólkið sem mun stíga á svið,“ segir Ágústa Eva enn fremur. Hún hefur auðvitað slegið í gegn, til dæmis sem Lína Langsokkur og síðan keppti hún fyrir Íslands hönd í Eurovision sem Silvía Nótt. Telur hún að þessi víðtæka reynsla muni ekki koma henni að gagni? „Jú, auðvitað. Það er gott að hafa svona reynslu. Leiklistin er auðvitað svo víðfeðm, hún nær yfir tjáningarformið í heild. Hvort sem það er söngur, töfrabrögð eða bara einhvers konar atriði. Maður getur þá kannski frekar reynt að setja sig í spor þeirra sem keppa og þannig nýtt reynsluna til þess að veita uppbyggilega gagnrýni og gefa ráð.“„Umhverfisspilari“ Í þáttum eins og Ísland Got Talent er oft mikil pressa á dómurum og má sjá, víða um heim, hvernig þeir beita mismunandi taktík við að koma skoðun sinni til skila. Sumir eru harðir, aðrir mjúkir. „Ég verð fyrst og fremst þarna á minni eigin sannfæringu. Ég er miklu meyrari í mér en margir kannski halda, út frá Silvíu Nótt og slíku. En auðvitað spilast þetta allt út frá því hvað kemur upp á borð. Auðvitað er vandmeðfarið að vera dómari í svona keppni þar sem margir eru að koma fram í fyrsta sinn. Ég held að ég verði ekki „vondi kallinn“ í þáttunum, en þetta kemur bara allt í ljós. Ég er „umhverfisspilari“; ég spila allt bara svolítið eftir því sem gerist og met aðstæður hverju sinni.“Mamma sem tárast Ágústa telur ómögulegt að segja til um hvort hún muni ýta á gullhnappinn fræga, sem kemur keppendum samstundis áfram, í gegnum prufur. „Það spilast bara eftir því sem kemur til okkar. Ég á fjögurra ára strák og eftir að ég varð mamma fór ég að tárast yfir alls konar hlutum. Ég á það til að verða hrifnæm og það getur verið mikið pönk í mér. Þannig að það er aldrei að vita.“ Ágústa segist jafnframt hlakka til að vinna með hinum þremur dómurunum. „Já, þetta er fólk úr öllum áttum, þetta er mjög fjölbreyttur hópur og ég hef fulla trú á því að þetta eigi eftir að verða virkilega skemmtilegt.“ Ísland Got Talent Tengdar fréttir Marta María og Dr. Gunni verða dómarar í Ísland Got Talent Búið er að ákveða að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. 2. október 2015 10:43 Ítarlegt viðtal við nýju dómarana í Ísland Got Talent: Gæti ekki bjargað lífi mínu með söng „Ég held að þetta verði mjög skemmtileg þáttaröð og þetta verkefni er allt saman mjög spennandi.“ 2. október 2015 13:03 Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Hinn margreyndi tónlistarmaður og Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon segir að það sé pressa að taka við af Bubba Morthens, sem dómari í Ísland Got Talent. 2. október 2015 07:30 Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Hin fjölhæfa Ágústa Eva Erlendsdóttir, sem hefur slegið í gegn í leikhúsi og með söng sínum, verður í dómnefnd Ísland Got Talent í vetur. Ágústa er fjórði og síðasti dómarinn sem kynntur er til leiks, en með henni í dómnefnd verða Jakob Frímann Magnússon, Dr. Gunni og Marta María Jónasdóttir blaðakona. „Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er auðvitað stór áskorun, en um leið virkilega spennandi,“ segir Ágústa Eva í samtali við Fréttablaðið.Á stærri skala „Ég fæ mikið út úr því að sjá ungt fólk stíga sín fyrstu skref á sviði, finnst það mjög skemmtilegt. Ég hef setið í fjölda dómnefnda á söngvakeppnum og slíku, en þetta er auðvitað á miklu stærri skala. Ég er spennt fyrir að sjá allt hæfileikafólkið sem mun stíga á svið,“ segir Ágústa Eva enn fremur. Hún hefur auðvitað slegið í gegn, til dæmis sem Lína Langsokkur og síðan keppti hún fyrir Íslands hönd í Eurovision sem Silvía Nótt. Telur hún að þessi víðtæka reynsla muni ekki koma henni að gagni? „Jú, auðvitað. Það er gott að hafa svona reynslu. Leiklistin er auðvitað svo víðfeðm, hún nær yfir tjáningarformið í heild. Hvort sem það er söngur, töfrabrögð eða bara einhvers konar atriði. Maður getur þá kannski frekar reynt að setja sig í spor þeirra sem keppa og þannig nýtt reynsluna til þess að veita uppbyggilega gagnrýni og gefa ráð.“„Umhverfisspilari“ Í þáttum eins og Ísland Got Talent er oft mikil pressa á dómurum og má sjá, víða um heim, hvernig þeir beita mismunandi taktík við að koma skoðun sinni til skila. Sumir eru harðir, aðrir mjúkir. „Ég verð fyrst og fremst þarna á minni eigin sannfæringu. Ég er miklu meyrari í mér en margir kannski halda, út frá Silvíu Nótt og slíku. En auðvitað spilast þetta allt út frá því hvað kemur upp á borð. Auðvitað er vandmeðfarið að vera dómari í svona keppni þar sem margir eru að koma fram í fyrsta sinn. Ég held að ég verði ekki „vondi kallinn“ í þáttunum, en þetta kemur bara allt í ljós. Ég er „umhverfisspilari“; ég spila allt bara svolítið eftir því sem gerist og met aðstæður hverju sinni.“Mamma sem tárast Ágústa telur ómögulegt að segja til um hvort hún muni ýta á gullhnappinn fræga, sem kemur keppendum samstundis áfram, í gegnum prufur. „Það spilast bara eftir því sem kemur til okkar. Ég á fjögurra ára strák og eftir að ég varð mamma fór ég að tárast yfir alls konar hlutum. Ég á það til að verða hrifnæm og það getur verið mikið pönk í mér. Þannig að það er aldrei að vita.“ Ágústa segist jafnframt hlakka til að vinna með hinum þremur dómurunum. „Já, þetta er fólk úr öllum áttum, þetta er mjög fjölbreyttur hópur og ég hef fulla trú á því að þetta eigi eftir að verða virkilega skemmtilegt.“
Ísland Got Talent Tengdar fréttir Marta María og Dr. Gunni verða dómarar í Ísland Got Talent Búið er að ákveða að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. 2. október 2015 10:43 Ítarlegt viðtal við nýju dómarana í Ísland Got Talent: Gæti ekki bjargað lífi mínu með söng „Ég held að þetta verði mjög skemmtileg þáttaröð og þetta verkefni er allt saman mjög spennandi.“ 2. október 2015 13:03 Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Hinn margreyndi tónlistarmaður og Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon segir að það sé pressa að taka við af Bubba Morthens, sem dómari í Ísland Got Talent. 2. október 2015 07:30 Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Marta María og Dr. Gunni verða dómarar í Ísland Got Talent Búið er að ákveða að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. 2. október 2015 10:43
Ítarlegt viðtal við nýju dómarana í Ísland Got Talent: Gæti ekki bjargað lífi mínu með söng „Ég held að þetta verði mjög skemmtileg þáttaröð og þetta verkefni er allt saman mjög spennandi.“ 2. október 2015 13:03
Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Hinn margreyndi tónlistarmaður og Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon segir að það sé pressa að taka við af Bubba Morthens, sem dómari í Ísland Got Talent. 2. október 2015 07:30
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp