Hælisleitandi grét í Hæstarétti Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 3. október 2015 07:00 Martin Obolo hælisleitandi fær ekki hæli hér. vísir/pjetur „Depurð er ekki orð sem ég get notað til að lýsa því hvernig mér líður. Það er eins og lífið sé að fjara undan mér, ég er að missa það,“ segir Martin Omolu, nígerískur hælisleitandi, sem stendur til að vísa til Ítalíu samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni en Hæstiréttur vísaði umsókn hans um hæli frá og staðfesti úrskurð Útlendingastofnunar og innanríkisráðuneytis. Martin hefur dvalið á landinu í þrjú ár og þrjá mánuði og kom hingað frá Ítalíu 29. júlí 2012. „Ég hef eignast mikinn fjölda vina hér og í fyrsta sinn á ævi minni lifi ég frjáls og öruggur. Ég get í fyrsta sinn treyst fólki, fáir vita hvað það þýðir að fá svona tækifæri. Að byrja lífið upp á nýtt. Þótt það sé seint,“ segir hann. Martin er samkynhneigður og fæddur og uppalinn í borginni Delta í Nígeríu. Hann á tvo yngri bræður. Móðir hans er á lífi en faðir hans lést fyrir nokkrum árum . Hann flúði Nígeríu í kjölfar barsmíða og ofsókna vegna kynhneigðar sinnar. Hann ber enn ör eftir barsmíðarnar. „Ég varð fyrir barsmíðum og ofsóknum oftar en einu sinni. Lögreglan vildi ekkert gera og ég ber enn slæm ör.“ Hann bendir á fótleggina á sér. Hann flutti til borgarinnar Lagos í Nígeríu. „Þaðan fór ég til Gana og þaðan til Marokkó. Frá Marokkó fór ég til Ítalíu.“ Martin kom til Ítalíu árið 2003 og sótti um hæli þar. Ítölsk yfirvöld synjuðu hælisbeiðni hans. „Árin á Ítalíu voru ömurleg, þeim vil ég helst gleyma, ég lifði tvöföldu lífi,“ segir hann og segist líka hafa glímt við erfiðleika vegna kynhneigðar sinnar á Ítalíu þótt þeim erfiðleikum væri ekki hægt að líkja við ofbeldið í Nígeríu. Hann segir það nánast öruggt að ítölsk yfirvöld sendi hann aftur til Nígeríu og þar bíði hans sömu ofsóknir og hann flúði. „Ég vona að Íslendingar finni það í hjarta sínu að hjálpa mér. Ég vil ekki týna þessu sem ég hef fundið.“ Hann fór að gráta þegar honum varð ljós úrskurður Hæstaréttar. „Ég missti mig bara,“ segir hann. Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
„Depurð er ekki orð sem ég get notað til að lýsa því hvernig mér líður. Það er eins og lífið sé að fjara undan mér, ég er að missa það,“ segir Martin Omolu, nígerískur hælisleitandi, sem stendur til að vísa til Ítalíu samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni en Hæstiréttur vísaði umsókn hans um hæli frá og staðfesti úrskurð Útlendingastofnunar og innanríkisráðuneytis. Martin hefur dvalið á landinu í þrjú ár og þrjá mánuði og kom hingað frá Ítalíu 29. júlí 2012. „Ég hef eignast mikinn fjölda vina hér og í fyrsta sinn á ævi minni lifi ég frjáls og öruggur. Ég get í fyrsta sinn treyst fólki, fáir vita hvað það þýðir að fá svona tækifæri. Að byrja lífið upp á nýtt. Þótt það sé seint,“ segir hann. Martin er samkynhneigður og fæddur og uppalinn í borginni Delta í Nígeríu. Hann á tvo yngri bræður. Móðir hans er á lífi en faðir hans lést fyrir nokkrum árum . Hann flúði Nígeríu í kjölfar barsmíða og ofsókna vegna kynhneigðar sinnar. Hann ber enn ör eftir barsmíðarnar. „Ég varð fyrir barsmíðum og ofsóknum oftar en einu sinni. Lögreglan vildi ekkert gera og ég ber enn slæm ör.“ Hann bendir á fótleggina á sér. Hann flutti til borgarinnar Lagos í Nígeríu. „Þaðan fór ég til Gana og þaðan til Marokkó. Frá Marokkó fór ég til Ítalíu.“ Martin kom til Ítalíu árið 2003 og sótti um hæli þar. Ítölsk yfirvöld synjuðu hælisbeiðni hans. „Árin á Ítalíu voru ömurleg, þeim vil ég helst gleyma, ég lifði tvöföldu lífi,“ segir hann og segist líka hafa glímt við erfiðleika vegna kynhneigðar sinnar á Ítalíu þótt þeim erfiðleikum væri ekki hægt að líkja við ofbeldið í Nígeríu. Hann segir það nánast öruggt að ítölsk yfirvöld sendi hann aftur til Nígeríu og þar bíði hans sömu ofsóknir og hann flúði. „Ég vona að Íslendingar finni það í hjarta sínu að hjálpa mér. Ég vil ekki týna þessu sem ég hef fundið.“ Hann fór að gráta þegar honum varð ljós úrskurður Hæstaréttar. „Ég missti mig bara,“ segir hann.
Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira