Fullt af hamingju, sigri hrósandi Jónas Sen skrifar 3. október 2015 12:00 Vladimir Ashkenazy á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Visir/GVA Tónlist Verk eftir Brahms og Sibelius á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu fimmtudaginn 1. október. Stjórnandi: Vladimir Ashkenazy Einsöngur: Þóra Einarsdóttir Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið byrjuðu glaðlega. Á dagskránni var önnur sinfónía Brahms. Hún var samin þegar tónskáldið var í slökun í bænum Wörthersee í Austurríki. Þar er landslagið afar fagurt og Brahms fylltist innblæstri strax við komuna. Afraksturinn var fullur af hamingju. Það er yfir sumum hlutum verksins hrífandi frelsi sem erfitt er að skilgreina nánar. Draumkenndur fyrsti kaflinn skartar einhverju fegursta stefi sem Brahms skrifaði á blað. Stefið er óháð tíma og rúmi, eins undarlega og það nú hljómar. Vladimir Ashkenazy stjórnaði hljómsveitinni og hann kom stemningunni og öllum tilfinningunum fullkomlega til skila. Sagan í verkinu var ljóslifandi, hún var spennandi og litrík. Ef til vill mátti finna einhverja hnökra í málmblástursleiknum í fyrsta kaflanum, en þar sem túlkunin var svo rafmögnuð þá skipti það engu máli. Tónlistin var alveg sprelllifandi, tignarleg og viðburðarík. Leikur hljómsveitarinnar var þéttur og þrunginn lokkandi blæbrigðum. Ómögulegt var annað en að hrífast með. Hin tvö verkin á tónleikunum voru eftir Sibelius. Hann er nokkuð áberandi á tónleikaskrám um þessar mundir, en 150 ár eru síðan hann fæddist. Fyrri tónsmíðin var sjaldheyrður unaður, Luonnotar að nafni. Hún er fyrir sópran og hljómsveit. Ljóðið er úr Kalevala, epískum kvæðabálki sem er einskonar Eddukvæði Finnlands. Í textanum er sögð sköpunarsaga heimsins.Þóra Einarsdóttir sópran fór á kostum á fimmtudagskvöldið. Visir/GVATónlistin er mögnuð, hún hefst á óreiðukenndum þyt sem strengjaleikarar framkalla, en von bráðar skín ljós í myrkrinu. Það er skær sópranrödd sem að þessu sinni kom úr barka Þóru Einarsdóttur. Verkið er kröfuhart, laglínurnar byggjast stundum á stórum stökkum upp og niður tónstigann. Í lokin er lágvær, langur tónn mjög ofarlega. Það þykir erfitt, en Þóra hafði ekkert fyrir því. Túlkun hennar var ástríðufull og grípandi, röddin tær og sterk. Þetta var frábær frammistaða. Lokastykkið á dagskránni var sinfónía nr. 5 eftir Sibelius. Eins og svo oft er með þessi stærri verk tónskáldsins, þá er stíllinn brotakenndur allt fram að sigri hrósandi endinum. Það er eins og öllum hugmyndunum sé kastað á borð í hrúgu strax í byrjun, og maður veit ekkert hvað snýr upp og hvað niður. Stef fæðast og leita eftir einhvers konar niðurstöðu, en hún fæst ekki. Svo birtist eitthvað annað en það verður ekki heldur að neinu bitastæðu. Smám saman renna þessir ólíku þræðir þó saman og í lokin eru þeir orðnir að tilkomumiklum söng. Fimmta sinfónían er þessu marki brennd. En Ashkenazy missti aldrei þráðinn, þrátt fyrir kaosinn þá var tónlistin alltaf athyglisverð. Hljómsveitin var líka fantagóð, hér voru málmblásararnir með allt sitt á hreinu! Heildarhljómurinn var safaríkur og fókuseraður, styrkleikajafnvægið var fullkomið, hraðar tónahendingar prýðilega af hendi leystar. Hvílík dásemd!Niðurstaða: Spennuþrungin túlkun og himneskur söngur. Þetta voru frábærir tónleikar. Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Verk eftir Brahms og Sibelius á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu fimmtudaginn 1. október. Stjórnandi: Vladimir Ashkenazy Einsöngur: Þóra Einarsdóttir Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið byrjuðu glaðlega. Á dagskránni var önnur sinfónía Brahms. Hún var samin þegar tónskáldið var í slökun í bænum Wörthersee í Austurríki. Þar er landslagið afar fagurt og Brahms fylltist innblæstri strax við komuna. Afraksturinn var fullur af hamingju. Það er yfir sumum hlutum verksins hrífandi frelsi sem erfitt er að skilgreina nánar. Draumkenndur fyrsti kaflinn skartar einhverju fegursta stefi sem Brahms skrifaði á blað. Stefið er óháð tíma og rúmi, eins undarlega og það nú hljómar. Vladimir Ashkenazy stjórnaði hljómsveitinni og hann kom stemningunni og öllum tilfinningunum fullkomlega til skila. Sagan í verkinu var ljóslifandi, hún var spennandi og litrík. Ef til vill mátti finna einhverja hnökra í málmblástursleiknum í fyrsta kaflanum, en þar sem túlkunin var svo rafmögnuð þá skipti það engu máli. Tónlistin var alveg sprelllifandi, tignarleg og viðburðarík. Leikur hljómsveitarinnar var þéttur og þrunginn lokkandi blæbrigðum. Ómögulegt var annað en að hrífast með. Hin tvö verkin á tónleikunum voru eftir Sibelius. Hann er nokkuð áberandi á tónleikaskrám um þessar mundir, en 150 ár eru síðan hann fæddist. Fyrri tónsmíðin var sjaldheyrður unaður, Luonnotar að nafni. Hún er fyrir sópran og hljómsveit. Ljóðið er úr Kalevala, epískum kvæðabálki sem er einskonar Eddukvæði Finnlands. Í textanum er sögð sköpunarsaga heimsins.Þóra Einarsdóttir sópran fór á kostum á fimmtudagskvöldið. Visir/GVATónlistin er mögnuð, hún hefst á óreiðukenndum þyt sem strengjaleikarar framkalla, en von bráðar skín ljós í myrkrinu. Það er skær sópranrödd sem að þessu sinni kom úr barka Þóru Einarsdóttur. Verkið er kröfuhart, laglínurnar byggjast stundum á stórum stökkum upp og niður tónstigann. Í lokin er lágvær, langur tónn mjög ofarlega. Það þykir erfitt, en Þóra hafði ekkert fyrir því. Túlkun hennar var ástríðufull og grípandi, röddin tær og sterk. Þetta var frábær frammistaða. Lokastykkið á dagskránni var sinfónía nr. 5 eftir Sibelius. Eins og svo oft er með þessi stærri verk tónskáldsins, þá er stíllinn brotakenndur allt fram að sigri hrósandi endinum. Það er eins og öllum hugmyndunum sé kastað á borð í hrúgu strax í byrjun, og maður veit ekkert hvað snýr upp og hvað niður. Stef fæðast og leita eftir einhvers konar niðurstöðu, en hún fæst ekki. Svo birtist eitthvað annað en það verður ekki heldur að neinu bitastæðu. Smám saman renna þessir ólíku þræðir þó saman og í lokin eru þeir orðnir að tilkomumiklum söng. Fimmta sinfónían er þessu marki brennd. En Ashkenazy missti aldrei þráðinn, þrátt fyrir kaosinn þá var tónlistin alltaf athyglisverð. Hljómsveitin var líka fantagóð, hér voru málmblásararnir með allt sitt á hreinu! Heildarhljómurinn var safaríkur og fókuseraður, styrkleikajafnvægið var fullkomið, hraðar tónahendingar prýðilega af hendi leystar. Hvílík dásemd!Niðurstaða: Spennuþrungin túlkun og himneskur söngur. Þetta voru frábærir tónleikar.
Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira