Kallarnir í klefanum Atli Fannar Bjarkason skrifar 1. október 2015 07:00 Við félagarnir spilum körfubolta í íþróttasal Háskóla Íslands á hverjum laugardegi. Þetta höfum við gert síðustu ár og fyrir tveimur árum tókum við skrefið og skráðum okkur í utandeild Breiðabliks. Þar spila lið sem eru yfirleitt skipuð vinahópum og félögum — allavega náungum sem hafa hvorki getu né tíma til spila í efri deildum. Hópur af hressum köllum spilar körfubolta á undan okkur í háskólanum. Við mætum þeim í búningsklefanum og þeir rífa yfirleitt svolítinn kjaft á meðan við reimum á okkur skóna og klæðum okkur í níðþröngu íþróttabuxurnar sem kynslóðin okkar fann upp og kynslóðin þeirra skilur ekki. Allt er þetta auðvitað í góðu gríni. Inni í sal hlæjum við og tölum um að við þurfum að taka við þá leik, sýna þeim hvernig á að gera þetta, og ég er viss um að þeir ræða nákvæmlega það sama. Þessir kallar eru góðum 20, ef ekki 30 árum eldri en við og það er ekki séns að þeir hætti að leika sér í bráð. Þeir spila körfubolta með vinum sínum á hverjum laugardegi, rífa kjaft við einhverja unglinga sem halda að þeir viti eitthvað og fá sér svo bjór í gufunni eftir æfingar. Þessir kallar vita það ekki, en þeir eru þvílík hvatning — hálfgert leiðarljós því svona ættu allir að hugsa. Ef ég ákveð einn daginn að hætta að leika mér megið þið troða mér í bás á einhverju svínabúi og láta mig liggja þar. Eðli lífsins breytist nefnilega ekki þó að allt breytist. Það var skemmtilegast að leika sér með vinum sínum þá og það er enn þá skemmtilegast að leika sér með vinum sínum í dag, 20, 40, 60 eða 80 árum síðar. Að fullorðnast er nefnilega það versta sem getur komið fyrir fólk og þess vegna ætla ég að sleppa því. Eins og kallarnir í klefanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir Skoðun Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun Jólaóskalisti Viðskiptaráðs Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Við félagarnir spilum körfubolta í íþróttasal Háskóla Íslands á hverjum laugardegi. Þetta höfum við gert síðustu ár og fyrir tveimur árum tókum við skrefið og skráðum okkur í utandeild Breiðabliks. Þar spila lið sem eru yfirleitt skipuð vinahópum og félögum — allavega náungum sem hafa hvorki getu né tíma til spila í efri deildum. Hópur af hressum köllum spilar körfubolta á undan okkur í háskólanum. Við mætum þeim í búningsklefanum og þeir rífa yfirleitt svolítinn kjaft á meðan við reimum á okkur skóna og klæðum okkur í níðþröngu íþróttabuxurnar sem kynslóðin okkar fann upp og kynslóðin þeirra skilur ekki. Allt er þetta auðvitað í góðu gríni. Inni í sal hlæjum við og tölum um að við þurfum að taka við þá leik, sýna þeim hvernig á að gera þetta, og ég er viss um að þeir ræða nákvæmlega það sama. Þessir kallar eru góðum 20, ef ekki 30 árum eldri en við og það er ekki séns að þeir hætti að leika sér í bráð. Þeir spila körfubolta með vinum sínum á hverjum laugardegi, rífa kjaft við einhverja unglinga sem halda að þeir viti eitthvað og fá sér svo bjór í gufunni eftir æfingar. Þessir kallar vita það ekki, en þeir eru þvílík hvatning — hálfgert leiðarljós því svona ættu allir að hugsa. Ef ég ákveð einn daginn að hætta að leika mér megið þið troða mér í bás á einhverju svínabúi og láta mig liggja þar. Eðli lífsins breytist nefnilega ekki þó að allt breytist. Það var skemmtilegast að leika sér með vinum sínum þá og það er enn þá skemmtilegast að leika sér með vinum sínum í dag, 20, 40, 60 eða 80 árum síðar. Að fullorðnast er nefnilega það versta sem getur komið fyrir fólk og þess vegna ætla ég að sleppa því. Eins og kallarnir í klefanum.
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun