Iveco farþegarúta ársins 2016 Finnur Thorlacius skrifar 19. október 2015 15:09 Við afhendingu verðlaunanna. Nýjasta útfærsla Iveco Bus á farþegarútunni Magelys var kjörin fólksflutningabifreið ársins hjá samtökum blaðamanna sem fjalla um nýjungar í sendibílum og farþegarútum á Evrópumarkaði. Árlegu verðlaunin „International Coach of the Year“ eru þá veitt og féllu þau að þessu sinni í skaut Iveco Bus fyrir 46 sæta rútuna Magelys Pro sem kynnt verður hjá BL í Garðabæ (Hyundai-planinu) í næsta mánuði ásamt nýrri rútu, Iveco Daily fyrir tuttugu farþega, en BL er umboðsaðili Iveco Bus hér á landi. Rútan sem fékk verðlaunin er 46 sæta bíll í lúxusútfærslu (Magelys Pro) sem dómnefnd tuttugu og tveggja evrópskra blaðamanna valdi sem fólksflutningabifreið ársins 2016. Stuart Jones, formaður dómnefndar afhenti Sylvain Blaise, forstjóra Iveco Bus verðlaunin sl. fimmtudag, 15. október, á bifreiðasýningunni Busworld í Kortrijk í Belgíu. Fram kemur í umsögn dómnefndar að sérstaklega hafi verið horft til nýjustu útfærslu Magelys sem uppfyllir ströngustu mengunarstaðla Evrópusambandsins til þessa, Euro VI, ásamt því sem horft var til fjölbreyttra nýjunga sem einkenna framleiðslulínu fólksflutningabifreiða Iveco Bus í heild. Telur dómnefndin að nýjustu fólksflutningabifreiðar Iveco Bus fari framúr væntingum viðskiptavina sem endurspeglist vel í „brosinu“ sem prýðir nú framenda nýjustu rútanna frá Iveco Bus. Þá segir ennfremur í umsögn dómnefndar að Iveco Bus hafi náð miklum árangri í viðleitni til að lækka rekstrarkostnað bifreiðanna eins og kostur er og nýjungar í þeim efnum skili sér vel í bókhaldi viðskiptavina. Að mati dómnefndar er Iveco Bus ótvírætt einn helsti framleiðandi fólksflutningabíla í Evrópu. Iveco Magelys rútan er boðin í tveimur lengdum (12,2 m og 12,8 m) og þremur útfærslum (Line, Pro og Lounge), sem uppfylla alla evrópska öryggisstaðla. Verðlaunabíllinn er með hjólastólalyftu, 46 leðursætum og góðu rými fyrir hreyfihamlaða, fellanlegum borðum, salerni, þremur LCD sjónvarpsskjám sem falla inn í innréttinguna þegar ekki er kveikt á þeim, þráðlausu netsambandi, 220 volta innstungum og USB tengjum, GPS leiðsögukerfi og myndavélum að framan sem veita farþegum sýn til vegarsins framundan á sjónvarpsskjáunum. Magelys rúturnar uppfylla nýjustu öryggisstaðla ESB, m.a. veltistaðlana R66/01 sem gera hámarkskröfur um öryggi farþega við árekstur, útafakstur eða veltu, en almennt hafa rútuframleiðendur ekki uppfyllt R66/01 í tvílyftum (doble-decker) fólksflutningabifreiðum. Iveco Magelys er einnig búin akgreinavaranum LDWS (Lane Departure Warning System) og neyðarhemlunarkerfinu AEBS (Advanced Emergency Braking System) svo fátt eitt sé nefnt. Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent
Nýjasta útfærsla Iveco Bus á farþegarútunni Magelys var kjörin fólksflutningabifreið ársins hjá samtökum blaðamanna sem fjalla um nýjungar í sendibílum og farþegarútum á Evrópumarkaði. Árlegu verðlaunin „International Coach of the Year“ eru þá veitt og féllu þau að þessu sinni í skaut Iveco Bus fyrir 46 sæta rútuna Magelys Pro sem kynnt verður hjá BL í Garðabæ (Hyundai-planinu) í næsta mánuði ásamt nýrri rútu, Iveco Daily fyrir tuttugu farþega, en BL er umboðsaðili Iveco Bus hér á landi. Rútan sem fékk verðlaunin er 46 sæta bíll í lúxusútfærslu (Magelys Pro) sem dómnefnd tuttugu og tveggja evrópskra blaðamanna valdi sem fólksflutningabifreið ársins 2016. Stuart Jones, formaður dómnefndar afhenti Sylvain Blaise, forstjóra Iveco Bus verðlaunin sl. fimmtudag, 15. október, á bifreiðasýningunni Busworld í Kortrijk í Belgíu. Fram kemur í umsögn dómnefndar að sérstaklega hafi verið horft til nýjustu útfærslu Magelys sem uppfyllir ströngustu mengunarstaðla Evrópusambandsins til þessa, Euro VI, ásamt því sem horft var til fjölbreyttra nýjunga sem einkenna framleiðslulínu fólksflutningabifreiða Iveco Bus í heild. Telur dómnefndin að nýjustu fólksflutningabifreiðar Iveco Bus fari framúr væntingum viðskiptavina sem endurspeglist vel í „brosinu“ sem prýðir nú framenda nýjustu rútanna frá Iveco Bus. Þá segir ennfremur í umsögn dómnefndar að Iveco Bus hafi náð miklum árangri í viðleitni til að lækka rekstrarkostnað bifreiðanna eins og kostur er og nýjungar í þeim efnum skili sér vel í bókhaldi viðskiptavina. Að mati dómnefndar er Iveco Bus ótvírætt einn helsti framleiðandi fólksflutningabíla í Evrópu. Iveco Magelys rútan er boðin í tveimur lengdum (12,2 m og 12,8 m) og þremur útfærslum (Line, Pro og Lounge), sem uppfylla alla evrópska öryggisstaðla. Verðlaunabíllinn er með hjólastólalyftu, 46 leðursætum og góðu rými fyrir hreyfihamlaða, fellanlegum borðum, salerni, þremur LCD sjónvarpsskjám sem falla inn í innréttinguna þegar ekki er kveikt á þeim, þráðlausu netsambandi, 220 volta innstungum og USB tengjum, GPS leiðsögukerfi og myndavélum að framan sem veita farþegum sýn til vegarsins framundan á sjónvarpsskjáunum. Magelys rúturnar uppfylla nýjustu öryggisstaðla ESB, m.a. veltistaðlana R66/01 sem gera hámarkskröfur um öryggi farþega við árekstur, útafakstur eða veltu, en almennt hafa rútuframleiðendur ekki uppfyllt R66/01 í tvílyftum (doble-decker) fólksflutningabifreiðum. Iveco Magelys er einnig búin akgreinavaranum LDWS (Lane Departure Warning System) og neyðarhemlunarkerfinu AEBS (Advanced Emergency Braking System) svo fátt eitt sé nefnt.
Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent