Mazda RX-9 með Rotary vél? Finnur Thorlacius skrifar 19. október 2015 09:11 Óvenju beinar og sléttar línur í bíl frá Mazda. Enginn bílaframleiðandi bíður nú bíl til sölu með Rotary vél, en slíkar gerðir véla hafa einnig verið nefndar Wankel. Síðasti bílaframleiðandi til að gera það var Mazda með RX-7 og RX-8 bíla sína. Eftir að sölu þeirra var hætt hefur Mazda ekki framleitt Rotary vél, en þó hefur heyrst að Mazda hafi áfram unnið að þróun Rotary vélar og vilji alls ekki gefst upp við þróun þeirrar tækni sem að baki vélarinnar býr. Nú ber svo við að Mazda mun kynna nýjan sportbíl á bílasýningunni í Tókýó og ýmsar raddir herma að sá bíll sé með Rotary vél. Bíllinn á að vera með tveimur Rotary vélum, með forþjöppur tengdur við þær og auk þess hjálpa rafmótorar enn við að auka hestöfl bílsins, sem er 450 hestöfl. Mazda hefur aðeins sent frá sér skuggamyndir af nýja sportbílnum og á þeim að dæma fer þar bíll með beinni og einfaldari línum en eru í RX-7 og RX-8 bílunum. Það kemur svo ekki í ljós fyrr en bílasýningin í Tókýó opnar þann 29. þessa mánaðar hvers konar bíll þessi nýi sportari er frá Mazda. Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent
Enginn bílaframleiðandi bíður nú bíl til sölu með Rotary vél, en slíkar gerðir véla hafa einnig verið nefndar Wankel. Síðasti bílaframleiðandi til að gera það var Mazda með RX-7 og RX-8 bíla sína. Eftir að sölu þeirra var hætt hefur Mazda ekki framleitt Rotary vél, en þó hefur heyrst að Mazda hafi áfram unnið að þróun Rotary vélar og vilji alls ekki gefst upp við þróun þeirrar tækni sem að baki vélarinnar býr. Nú ber svo við að Mazda mun kynna nýjan sportbíl á bílasýningunni í Tókýó og ýmsar raddir herma að sá bíll sé með Rotary vél. Bíllinn á að vera með tveimur Rotary vélum, með forþjöppur tengdur við þær og auk þess hjálpa rafmótorar enn við að auka hestöfl bílsins, sem er 450 hestöfl. Mazda hefur aðeins sent frá sér skuggamyndir af nýja sportbílnum og á þeim að dæma fer þar bíll með beinni og einfaldari línum en eru í RX-7 og RX-8 bílunum. Það kemur svo ekki í ljós fyrr en bílasýningin í Tókýó opnar þann 29. þessa mánaðar hvers konar bíll þessi nýi sportari er frá Mazda.
Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent